Fjörðurinn verður hreinn og fínn

Séð yfir smábátahöfnina í Sandgerðisbót. Hreinsistöðin verður byggð á svæðinu …
Séð yfir smábátahöfnina í Sandgerðisbót. Hreinsistöðin verður byggð á svæðinu neðst til vinstri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hreinsistöð fráveitu í Sandgerðisbót á Akureyri verður tilbúin til notkunar árið 2020. Samið hefur verið við verktakann SS Byggi um að reisa stöðina og var skrifað undir samning þar að lútandi í gær.

Um er að ræða hreinsibúnað vegna skólps sem fram að þessu hefur runnið óhreinsað til sjávar. Hreinsistöðinni er ætlað að sía öll föst og gróf efni frá fráveituvatninu og verður því ekið til förgunar að Stekkjavík við Blönduós.

Fráveituvatninu verður veitt frá stöðinni út á 40 metra dýpi í gegnum pípu og skv. upplýsingum frá Norðurorku sýna líkanaútreikningar að þar með nái útstraumar að bera fráveituvatnið út fjörðinn. Þá hafi rannsóknir sýnt að lífríkið beri mjög vel þau lífrænu efni sem fráveitan ber til sjávar, að því er fram kemur í umfjöllun um þessar framkvæmdir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert