Hjónalið leiða áheitasöfnunina

Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon er í fullum gangi. Frá keppni í …
Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon er í fullum gangi. Frá keppni í Hvalfirðinum í gær. Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir

3,8 milljónir króna höfðu safnast í áheitakeppni WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninnar á hádegi annars keppnisdags. Í tilkynningu frá WOW air segir að leiðtogar áheitakeppninnar séu liðin R&R1 með 300.000 krónur safnaðar, R&R2 með 286.000 krónur og í þriðja er Emil Þór Guðmundsson með 264.000 krónur.

Staða efstu liða í áheitakeppninni er því óbreytt frá því í gær, en toppliðin tvö, R&R1 og R&R2, eru systralið sem fara saman í kringum hringinn. Þau eru skipuð reyndu hjólreiðafólki og mökum þeirra. Allt í allt er um að ræða tíu hjón í tveimur liðum.

Í tilkynningu WOW air segir að sigurvegarar í áheitasöfnuninni á síðasta ári, CCP, hafi verið búið að safna rúmri milljón þegar álíka langt var liðið á keppnina í fyrra. Minna virðist því þurfa til þess að stela sigrinum í ár, en allir meðlimir þess liðs sem safnar mestum áheitum fá gjafabréf frá WOW air að launum.

Yfirleitt hefur það hjálpað í áheitasöfnuninni að hjóla fyrir hönd fjölmenns fyrirtækis en einhver breyting virðist vera þar á í ár. Í efstu tíu sætunum eru einungis þrjú lið sem keppa fyrir hönd fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn en hins vegar eru þar fjögur lið sem samanstanda af einstaklingum sem tengjast aðeins vinaböndum.

Myndir sem Rut Sigurðardóttir tók af keppendum í Hvalfirði í gær má sjá hér að neðan.

Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir
Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir
Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir
Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir
Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert