Ekki vitað hvað olli skriðunni

Skriðan kom úr úr Fagraskógarfjalli við Hítardalsvelli.
Skriðan kom úr úr Fagraskógarfjalli við Hítardalsvelli. Ljósmynd/Finnbogi Leifsson

Sérfræðingur Veðurstofu Íslands segir það óvíst hvað olli grjótskriðunni úr Fagraskógarfjalli við Hít­ar­dals­velli við Hítará á Mýr­um. Líklegast mun það taka nokkra daga fyrir Veðurstofu og Landhelgisgæsluna að vinna úr þeim upplýsingum sem safnað var í dag. 

Afleiðingar skriðunnar verða helst breytt landslag í dalnum og stíflun Hítarár sem getur haft áhrif á laxveiði neðar í ánni. Koma þarf í ljós hvert áin brýtur sér leið en samkvæmt sérfræðingi Veðurstofu er líklegt að áin fari í hraunið austanmegin við hana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert