„Það var skelfing í augunum á fólki“

Hildur og finnsk ljósmóðir halda á nýfæddum tvíburum sem voru ...
Hildur og finnsk ljósmóðir halda á nýfæddum tvíburum sem voru 1.500 til 1.600 grömm. Þeir voru teknir með keisara, en móðirin var komin með hita og búin að reyna að eiga í tvo eða þrjá daga. Þetta var lífsbjargandi fyrir bæði hana og börnin, að sögn Hildar.

„Það er alveg jafnsárt fyrir þetta fólk að missa heimilið sitt eins og okkur. Það er ekkert auðveldara fyrir þetta fólk að missa nána ættingja eða vera í óvissu um afdrif þeirra heldur en okkur. Þessar konur gráta alveg jafn mikið yfir því að missa börnin sín. Þær þjást líka af áfallastreituröskun eftir nauðgun, líkt og aðrar konur,“ segir Hildur Ey Sveinsdóttir barnahjúkrunarfræðingur sem hefur farið í tvær sendiferðir á vegum Rauða krossins til Bangladess.

Þar hefur hún starfað á tjaldsjúkrahúsi í einum stærstu flóttamannabúðum í heimi, í nágrenni borgarinnar Cox‘s Bazar í Bangladess, rétt við landamæri Búrma (Mjanmar). Í búðunum hafast við um 700 þúsund rohingjar, að stórum hluta konur og börn, sem flúið hafa ofsóknir og átök í Rakhine-héraði í Búrma síðastliðið ár. Hildur bendir á að þetta fólk upplifi að sjálfsögðu sömu sorgina og angistina og aðrir við áföll og erfiðar aðstæður. Og þrái það sama og flestir.

„Þetta er eitthvað sammannlegt. Maður vill vera í öruggu skjóli, vera öruggur á heimili sínu og vita af börnunum sínum öruggum. Við megum ekki gleyma því að það á alveg jafnmikið við um fólkið í Bangladess og Búrma og um okkur. Við í Rauða krossinum erum að reyna að gera okkar besta til að hjálpa fólki við það.“

Glíma við berkla, barnaveiki og mislinga 

Í gær, 25. ágúst, var liðið ár frá því átökin brutust út í Rakhine-héraði og fólk tók að flýja heimkynni sín, yfir landamærin til Búrma. Fólkið kemst hins vegar ekki nema rétt yfir landamærin, þar sem bæði herinn og lögregla stöðva alla sem reyna að komast lengra inn í landið.

Rauði krossinn kom upp tjaldsjúkrahúsi á svæðinu strax í október á síðasta ári og tók Hildur þátt í uppsetningu þess. Hún var í hópi fyrstu sendifulltrúanna sem komu til starfa í flóttamannabúðum.

„Þetta er í raun fullbúið sjúkrahús sem sett er upp frá grunni. Finnski og norski Rauði krossinn sendu búnað. Þetta voru um 56 tonn af búnaði sem voru send með flugvél,“ segir Hildur um umfangið.

Hildur heldur hér á litlum dreng sem reyndist svo vera ...
Hildur heldur hér á litlum dreng sem reyndist svo vera smitaður af mislingum.

Um er að ræða fullbúna skurðstofu, tvær fæðingarstofur, einangrunarstofu fyrir fólk með smitsjúkdóma eins og berkla, barnaveiki og mislinga, sem eru allt sjúkdómar sem hafa grasserað á svæðinu. Hildur segir þó að vel hafi gengið að bólusetja fyrir þeim sjúkdómum. Á sjúkrahúsinu er pláss fyrir allt að 120 sjúklinga.

„Við vorum rétt að setja þetta á koppinn þegar við þurftum að fara og næsta teymi tók við. Þetta er þannig hugsað að við erum bara mánuð í einu og fáum bara vegabréfsáritun í mánuð, af því það er svo mikið að gera. Við fáum enga frídaga og það er bara unnið á fullu svo kemur næsta teymi og tekur við,“ útskýrir hún.

„Það brosti ekkert barn í barnatjaldinu“

Hildur hélt hins vegar aftur út til Bangladess í maí og starfaði á tjaldsjúkrahúsinu fram í miðjan júní. Hún segir þá allt hafa verið orðið miklu stöðugra. Síðasta haust hafi staðan verið þannig að stöðugur straumur fólks streymdi yfir landamærin frá Búrma. Það sé vissulega enn að koma fólk en mikið hafi dregið úr straumnum.

„Þegar við vorum þarna í október var fólk ofboðslega þreytt. Flestir áttu að baki 30 til 40 kílómetra göngu. Flestir voru búnir að vera á flótta í marga daga og fólk var ofþornað og svangt. Það var skelfing í augunum á fólki og það brosti ekkert barn í barnatjaldinu hjá mér. Mér gengur oftast ágætlega að fá börn til að brosa eða leika við mig, en þarna var svo mikil örvænting og börnin voru svo hrædd,“ segir hún til að lýsa ástandinu sem blasti við hjálparstarfsmönnum á svæðinu.

Móðir og barn á sjúkrahúsinu. Barnið var fljótlega fært upp ...
Móðir og barn á sjúkrahúsinu. Barnið var fljótlega fært upp í rúm til móður sinnar þar sem betur fór um það.

„Það var engin gleði þarna í október, en staðan var allt öðruvísi í seinni ferðinni. Fólki finnst það öruggara núna, það á sitt tjald eða kofa sem það býr í í flóttamannabúðunum. Fólk brosir og það er ekki þessi svakalega örvænting sem var síðasta haust.“

Fólki virðist því líða betur þó að það geri sér grein fyrir því að það komist ekki neitt. Örlög fólks eru að búa í flóttamannabúðum við erfiðar aðstæður og reiða sig alfarið á neyðaraðstoð.

Fólki finnst komið fram við það af virðingu 

„Lögreglan og herinn stöðva alla umferð og ganga úr skugga um að flóttamenn séu ekki að fara inn í borgina Cox's Bazar. Þeir mega ekki fara þangað þannig að fólkið er fast í þessum búðum. Þá hefur það litla eða enga möguleika á því að vinna og er gjörsamlega háð matarúthlutunum.“

Hildur segir flesta vilja vinna og reyna að koma sér upp almennilegu heimili, en því miður fái fólk ekki leyfi til þess.

En þrátt fyrir þá stöðu segir hún það skipta miklu máli fyrir fólk að finna fyrir örygginu sem fylgir því að eiga þó heimili, vita að það fær mat og hefur aðgang að heilbrigðisþjónustu.

„Við hjá Rauða krossinum höfum fengið að heyra að fólki þyki gott að koma til okkar því hjá okkur sé komið fram við það af virðingu. Að við tölum ekki niður til þeirra og séum góð við þau. Þeim finnst best að koma til okkar af þessum hjálparstofnunum sem eru á svæðinu.“

Hræðilegt að sjá mæður deyja frá 10 börnum

Tjaldsjúkrahús Rauða krossins er eina sjúkrahúsið á svæðinu sem er opið allan sólahringinn, en þar er ýmsum erfiðum verkefnum sinnt. Álag hefur til að mynda verið mikið á ljósmæðrum og fæðingarlæknum.

Séð yfir flóttamannabúðirnar þar sem um 700 þúsund manns búa.
Séð yfir flóttamannabúðirnar þar sem um 700 þúsund manns búa.

Áður en sjúkrahúsið var sett upp var til dæmis ekkert mæðraeftirlit til staðar, sem Hildur segir lykilatriði. „Ef fæðing gengur eðlilega þá eiga þær heima en það var mjög oft sem konur voru búnar að reyna í þrjá til fimm daga og ekkert gekk. Móðir og barn voru því oft bæði látin þegar þau komu til okkar, eða alla vega barnið.

Mæður eru oft í hættu og þarna sér maður svo greinilega hvað gott mæðraeftirlit skiptir miklu máli. Að geta gripið fyrr inn í svo konur geti fengið betri aðstoð og séu ekki að deyja við barnsburð sem er mjög algengt. Það er alveg hræðilegt að sjá konur deyja frá fimm, sex og upp í tíu börnum.

Ef við hefðum ekki skurðstofurnar þá hefðu þessar konur engan möguleika að komast í keisaraskurð, sem skiptir mjög miklu máli.“

1.000 manns misstu heimili vegna aurskriðu

Hildur segir fólk einnig þjást af næringarskorti þrátt fyrir mataraðstoð, enda margir munnar sem þarf að metta. Þá er einnig skortur á hreinlæti og salernisaðstöðu. „Það eru brunnar með hreinu vatni en fólk kemst ekki alltaf þangað. Þau geta drukkið gott vatn en baða sig upp úr skítugu vatni. Við höfum fengið mjög mikið af sýktum sárum og mjög ljótar húðsýkingar,“ segir Hildur, en sjúkrahúsið hefur þjónustað um 39 þúsund manns frá því í október á síðasta ári.

Eitt helsta áhyggjuefnið vegna regntímabilsins, sem varir yfirleitt frá maí og út júlí, var að aurskriður færu yfir heimili og eyðilegðu salernisaðstöðu, að sögn Hildar.

„Júlí er yfirleitt verstur og það er farið að draga úr þessu núna. Þetta hefur samt sloppið ótrúlega vel. Stjórnvöld í Bangladess, Rauði hálfmáninn og aðrar hjálparstofnanir voru með miklar viðbragðsáætlanir. Fólkið í flóttamannabúðunum var meðal annars undirbúið. Það vissi að ef það var flautað átti það að koma sér í skjól. Sem dæmi þá varð ein aurskriða til þess að þúsund manns misstu heimili sín. Fólk býr svo rosalega þétt og undirstöðurnar eru litlar.“

Það sem við getum gert skiptir virkilega máli

Alls hafa 24 sendifulltrúar á vegum Rauða kross Íslands starfað á tjaldsjúkrahúsinu en Hildur hefur farið tvisvar út sem slíkur fulltrúi, eins og áður sagði.

Hún segir aldrei að vita nema hún fari aftur út, en það er þó ekki komið á dagskrá. „Ég sagði í fyrra skiptið að ég ætlaði aldrei að fara aftur en svo fékk ég einhvern orm í rassinn og vildi fara aftur. Það er rosa gefandi að fara þarna. Fólk er svo ótrúlega þakklátt. Það upplifir sig öruggt hjá okkur og veit að það er komið vel fram við það. Fólk veit að við gerum okkar allra besta,“ segir hún einlæg.

„Þetta er mjög gefandi og endurnærandi. Þrátt fyrir að aðstæður séu mjög erfiðar og það sé hræðilegt að sjá fólkið við þessi skilyrði, þá er gott að sjá að það sem við getum gert það skiptir virkilega máli.“

Hildur segir það einnig hafa víkkað sjóndeildarhringinn verulega að fara til Bangladess. „Ástæðan fyrir því að ég fór í hjúkrun var meðal annars til að eiga möguleika á því að vinna í útlöndum og það var búið að vera draumur hjá mér í mörg á að geta farið í svona hjálparstarf. Það tók á allan tilfinningaskalann að fara þarna út og það var stórkostlegt að fá að starfa með öllu þessu frábæra fólki sem maður kynntist.“

Starfrækja sjúkrahús meðan þörfin er til staðar 

Yfirleitt eru tjaldsjúkrahús sem þessi sett upp fyrir fjóra til sex mánuði í senn, en sjúkrahúsið í Bangladess hefur nú verið starfandi í tæpt ár. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum verður það að minnsta kosti starfrækt út þetta ár, en jafnvel lengur. „Það er yfirleitt gert ráð fyrir því að ástandið eða hamfarirnar séu liðnar hjá á þessum tíma og að landið sé aftur orðið fært um að sjá um þessa hluti.

Hér má sjá aðstöðuna í tjaldsjúkrahúsinu.
Hér má sjá aðstöðuna í tjaldsjúkrahúsinu.

Rauði hálfmáninn sér um að ráða innlent starfsfólk en það er enn ekki í stakk búið til að taka við sjúkrahúsinu, að sögn Hildar. Rauði krossinn mun því starfrækja það áfram og er það í höndum Finna sjá að stjórna því fram að áramótum. Svo taka aðrir hugsanlega við. Þannig verður það meðan þörfin er til staðar.

„Stór þáttur í okkar starfi er að þjálfa innlent starfsfólk sem er oft nýútskrifað, í að vinna eftir okkar stöðlum. Það er ekkert verið að slaka á kröfunum. Við viljum veita bestu mögulegu þjónustu. Mörg önnur lönd en Bangladess hefðu kannski geta ráðið við þetta mun fyrr, en þetta land er eitt af tíu fátækustu löndum í heimi. Það er líka stór biti fyrir þau líka að taka á móti öllum þessum fjölda af fólki.“

Sár hreinsað hjá litlum dreng.
Sár hreinsað hjá litlum dreng.
mbl.is

Innlent »

Þrír skjálftar í Bárðarbungu

00:21 Þrír skjálftar að stærð 2,7 upp í 3,6 riðu yfir nálægt Bárðarbungu á áttunda tímanum í kvöld. Voru skjálftarnir norður og norðaustur af Bárðarbungu. Minnsti skjálftinn mældist á 1,1 kílómetra dýpi, en sá stærsti á 10 kílómetra dýpi. Meira »

Árbæjarskóli vann Skrekk

Í gær, 22:00 Árbæjarskóli bar sigur úr býtum í Skrekki, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, en úrslitin fóru fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Í öðru sæti lenti Langholtsskóli og í því þriðja varð Seljaskóli. Meira »

Ammoníaksleki á Akranesi

Í gær, 21:21 Lögregla og slökkvilið eru nú við eina af byggingum HB Granda á Akranesi vegna ammoníaksleka.   Meira »

Sautján nýjar stöður aðstoðarfólks

Í gær, 20:52 Alls verða 17 nýjar stöður aðstoðarfólks þingflokka til innan þriggja ára. Hver þingflokkur fær aðstoð eftir þingstyrk sínum og mun kostnaðurinn vegna þessa nema hátt í 200 milljónum króna á ári. Meira »

Fóru nýja leið upp fjallshlíðina

Í gær, 20:36 Þeir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson fóru aðra leið á topp fjallsins Pumori en venjulegt var og vissu ekki til þess að aðrir hefðu farið sömu leið. Þetta staðfestir Jón Geirsson, sem var með þeim Kristni og Þorsteini en þurfti frá að hverfa vegna rifbeinsbrots. Meira »

Margir læra listina að standa á höndum

Í gær, 20:17 Eðlisfræðidoktorinn Helgi Freyr Rúnarsson stóð aldrei á höndum sem barn eða unglingur og hafði ekki einu sinni reynt að standa á höndum fyrr en hann var kominn vel á þrítugsaldurinn. Meira »

„Verið til fyrirmyndar“

Í gær, 20:15 „Verkið var mjög vel skipulagt hjá starfsmönnum Slippsins og allt hefur gengið eins og í sögu. Það hefur verið til fyrirmyndar hvernig að þessu hefur verið staðið.“ Meira »

„Fjallið á það sem fjallið tekur“

Í gær, 19:47 Félagarnir og æskuvinirnir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson höfðu klifið flesta tinda Íslands áður en þeir héldu út í heim. Þeir klifu meðal annars hæsta fjall Suður-Ameríku og nokkur fjöll í Norður-Ameríku áður en leiðin lá til Nepal árið 1988, en þaðan sneru þeir ekki aftur. Meira »

Fjögurra bíla árekstur á Reykjanesbraut

Í gær, 19:39 Fjögurra bíla árekstur varð á Reykjanesbraut til móts við IKEA um klukkan 17.45. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var slysið minni háttar. Meira »

Banaslys varð á Sæbraut

Í gær, 18:45 Banaslys varð á Sæbraut í dag þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Sæbraut var lokað í vesturátt frá Kringlumýrarbraut vegna slyssins. Meira »

Fólk sem þráir frið og framtíð

Í gær, 18:38 „Þótt við mannfólkið séum ólík að mörgu leyti svipar grunngildunum okkar alltaf saman. Öll viljum við geta búið í friðsömu landi þar sem mannréttindi eru virt og þar séu allar nauðsynjar sem við þurfum til að lifa. Með sögunni minni langar mig að við, Íslendingar, finnum samkennd með flóttafólki og berum virðingu fyrir því hvað þau hafa lagt á sig til að reyna að öðlast betra líf og gefum þeim séns, tökum vel á móti þeim.“ Meira »

Verklagi fylgt í máli sykursjúks drengs

Í gær, 18:16 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að embætti héraðssaksóknara hafi í maí síðastliðnum ákveðið að hætta að rannsaka mál sem varðar meint ófagleg vinnubrögð lögreglu eftir að 17 ára piltur var færður á lögreglustöð eftir skóladansleik. Meira »

Skaðabætur eftir að skápur féll á hana

Í gær, 17:47 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingamiðstöðina til að greiða konu á fertugsaldri rúmar 18 milljónir króna eftir að hún slasaðist í vinnuslysi árið 2014. Meira »

Reynir Íslandsmeistari í skrafli

Í gær, 17:08 Reynir Hjálmarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í skrafli sem fór fram í sjötta sinn um helgina. Gísli Ásgeirsson varð í öðru sæti og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í því þriðja. Meira »

Farið talsvert nærri stjórnarskránni

Í gær, 16:49 „Sífellt fleirum líður eins og að Evrópusambandið beri ekki þá virðingu fyrir tveggja stoða kerfinu og okkur finnst það eiga að gera. Það eru fleiri mál þar sem gengið hefur verið ansi langt gangvart framsalsheimildum okkar miðað við stjórnarskrá okkar.“ Meira »

Hjón fengu 4 milljóna skaðabætur

Í gær, 16:44 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur. Þau voru úrskurðuð fyrir tveimur árum í gæsluvarðahald grunuð um aðild að íkveikju á húðflúrsstofunni Immortal Art í Hafnarfirði. Meira »

Kampi fjárfestir í búnaði Skagans 3X

Í gær, 16:30 Rækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X. „Reksturinn hjá Kampa ehf. hefur gengið vel undanfarna mánuði og góður stígandi hefur verið í vinnslunni.“ Meira »

Ekki búið að tilkynna fundinn

Í gær, 16:13 Hvorki utanríkisráðuneytinu né embætti ríkislögreglustjóra hefur borist formlegt erindi varðandi fund á líkum íslensku fjallgöngugarpanna, þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fundust nýlega á fjallinu Pumori í Nepal. Meira »

Katrín fundar með Merkel í Berlín

Í gær, 15:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung í Berlín á morgun. Forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í Berlín. Meira »
VILTU VITA FRAMTÍÐ ÞÍNA ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer framtíð þína. erla simi 587...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...
Honda CRV Executive árg. 2015 - einn eig
Til sölu flott eintak af Hondu CRV Executive disel árgerð 2015. Bíllinn er sjálf...