Fjölskylduharmleikur lagður í dóm

Bræðurnir Valur, Ragnar og Örn fæddust allir og ólust upp ...
Bræðurnir Valur, Ragnar og Örn fæddust allir og ólust upp á bænum Gýgjarhóli II í Biskupstungum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Því hefur verið haldið fram að þetta kvöld hafi tveir menn dáið,“ var á meðal þess sem Ólafur Björnsson, verjandi Vals Lýðssonar, sagði í lokaorðum sínum fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag. Mál Vals, sem vart verður betur lýst en sem fjölskylduharmleik, hefur nú verið lagt í dóm Hjartar O. Aðalsteinssonar dómstjóra á Suðurlandi að lokinni aðalmeðferð.

Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari fer fram á það fyrir hönd ákæruvaldsins að Valur verði dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir manndráp. Valur, sem er 68 ára gamall, hefur neitað sök í málinu og borið við minnisleysi um atburðina voveiflegu sem áttu sér stað aðfaranótt 31. mars síðastliðins.

Sigurður Kári Kristjánsson, réttargæslumaður fjögurra barna hins látna, fer fram á það fyrir þeirra hönd að þeim verði dæmdar tíu milljónir króna í miskabætur, hverju um sig. Er Sigurður Kári lýsti kröfugerðum skjólstæðinga sinna fyrir dómi í dag sagði hann meðal annars að gjörðir Vals hefðu splundrað fjölskyldu sem áður var samheldin og samstiga og að barnabörn Ragnars hefðu verið svipt samvistum við afa sinn.

Réttargæslumaðurinn sagði einnig að þar sem Valur neitaði sök, krefðist sýknu og frávísunar eða verulegrar lækkunar bótakrafna væri miski barna Ragnars gerður enn meiri.

Mögulega með ofskynjanir af einhverju tagi

Verjandi Vals lýsti málinu sem fjölskylduharmleik í sínum lokaorðum. Harmleik þar sem Bakkus hefði átt stærstan þátt í að svo fór sem fór.

Sakborningurinn sjálfur lýsti því fyrir dómi í síðustu viku að hann myndi eftir „illilegu andliti“, sem hann upplifði stundum sem andlit Ragnars og stundum sem andlit einhver annars. Lét Ólafur að því liggja að þarna hefði Valur mögulega verið að upplifa ofskynjanir eða brenglun af einhverju tagi, sem gæti útskýrt þá ofbeldishegðun sem ætla má út frá gögnum málsins að hann hafi sýnt í garð bróður síns.

Hann gæti jafnvel, að sögn verjandans, hafa talið sig vera að verjast innbrotsþjófi.

Ólafur Björnsson verjandi og Valur Lýðsson, sem gæti séð fram ...
Ólafur Björnsson verjandi og Valur Lýðsson, sem gæti séð fram á allt að 16 ára fangelsi, verði hann sakfelldur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í samtali við Neyðarlínuna að morgni 31. mars virtist Valur hafa munað meira um málið en hann síðar náði að kalla fram í skýrslutökum frá lögreglu fyrir dómi, en saksóknari las upp úr neyðarlínusímtalinu í dag.

Í því símtali lýsti Valur málavöxtum sem svo að þeir bræður hefðu verið á fylleríi og að hann ræki minni til þess að bróðir hans hefði verið „orðinn brjálaður“, jafnvel „alveg furðulega brjálaður“, og það hefði endað með handalögmálum þeirra á milli.

„Mér er sagt að það sé þekkt í rétt­ar­sál­fræðinni að mjög hrika­leg­ar minn­ing­ar geti þurrk­ast út,“ sagði Val­ur er hann gaf skýrslu fyrir dómi í síðustu viku, en þá sagði hann einnig að hann hefði íhugað að stytta sér aldur er hann fann bróður sinn látinn á grúfu í þvottahúsinu og allar aðstæður bentu til þess að það væri hann sem hefði framið verknaðinn.

mbl.is

Innlent »

Vistaður í fangageymslu eftir bílveltu

Í gær, 23:42 Bíll valt á Vesturlandsvegi í Kollafirði á tíunda tímanum í kvöld. Ökumaður var fluttur á slysadeild Landspítala en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Meira »

Grunnurinn lagður með 25 aurum á mann

Í gær, 23:01 Knattspyrnufélag Reykjavíkur var stofnað 1899 og verður 120 ára á morgun, laugardaginn 16. febrúar. „Ekki mörg félög hérlendis eiga sögu sem nær til þriggja alda,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR, en áfanganum verður fagnað með ýmsum hætti á árinu og byrjað á köku að loknu getraunakaffinu í fyrramálið. Meira »

„Þeir eru óheiðarlegir“

Í gær, 22:48 Alþjóðlega bílaleiguvefsíðan Auto Europe er hætt viðskiptum við íslensku bílaleiguna Procar. Sú ákvörðun var tekin í dag, að sögn forstjóra fyrirtækisins, Imad Khalidi, sem svaraði fyrirspurn mbl.is í kvöld. Meira »

Olli óhappi undir áhrifum

Í gær, 22:40 Ökumaður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, var handtekinn eftir að hann missti stjórn á bifreið sinni og ók á annan bíl á Nýbýlavegi í Kópavogi um klukkan níu í kvöld. Meira »

Ullin er óendanleg uppspretta

Í gær, 22:07 „Ég er alltaf með eitthvað skemmtilegt á prjónunun,“ segir Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir í Mosfellsbæ. Síðan í barnæsku hefur handverk og prjónaskapur verið hennar hálfa líf og starfsvettvangur síðustu árin. Hún var kennari um langt árabil, en valdi hins vegar að róa á ný mið og setti árið 2009 á laggirnar fyrirtækið Culture and Craft. Meira »

FSu sló ríkjandi meistara úr keppni

Í gær, 22:04 Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) sigraði lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ, sigurvegara síðasta árs, í Gettu betur í kvöld, með 37 stigum gegn 22. FSu tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum en lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans á Akureyri eru þegar komin í undanúrslit. Meira »

Fimm fá rúmar 43 milljónir

Í gær, 20:54 Fimm heppn­ir miðaeig­end­ur eru rúm­lega 43 millj­ón­um króna bet­ur stadd­ir eft­ir að dregið var í Eurojackpot-lottó­inu í kvöld en þeir skiptu með sér öðrum vinn­ing­n­um. Meira »

„Þorskurinn nánast uppi í fjöru“

Í gær, 20:30 Skipverjar á Grindavíkurbátnum Sighvati GK 57 sem Vísir hf. gerir út hafa rótfiskað að undanförnu og slegið met. „Sjórinn er fullur af fiski og nú bregður svo við að mikið veiðist af þorski hér austur með suðurströndinni. Það nær alveg frá Vestmannaeyjum og austur að Ingólfshöfða og jafnvel lengra. Þar er þorskurinn nánast uppi í fjöru,“ segir Ólafur Óskarsson skipstjóri. Meira »

„Það er allt lagt í þetta“

Í gær, 20:29 „Það er allt lagt í þetta,“ segja krakkarnir í 10. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þar hefur myndast hefð fyrir því að setja upp metnaðarfullar sýningar á síðustu önninni í skólanum. Síðustu vikur hafa farið í stífar æfingar en í ár er það „eitís“ sýningin Fútlúz sem krakkarnir setja upp. Meira »

Sakfelld fyrir að beita stjúpson ofbeldi

Í gær, 19:58 Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir konu fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Konan var ákærð fyrir að hafa beitt stjúpson sinn ofbeldi, líkamlegum refsingum, ógnunum og sýnt yfirgang og ruddalegt athæfi. Meira »

Verkefni tengd ungmennum fengu hæstu styrkina

Í gær, 19:44 Ár hvert veitir velferðarráð hagsmuna- og félagasamtökum styrki til verkefna á sviði velferðarmála. Styrkþegar, sem hlotið hafa styrk fyrir árið 2019, veittu þeim viðtöku í Iðnó í gær. Veittir voru styrkir fyrir einstök verkefni og starf félaga- og hagsmunasamtaka var styrkt til eins eða þriggja ára. Meira »

„Betri án þín“ með Töru áfram?

Í gær, 19:40 Seinna undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram á morgun laugardag. Álitsgjafar síðdegisþáttar K100 spá því að lagið Betri án þín í flutningi Töru Mobee, fari áfram á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Áður höfðu þeir spá Hatari og Heru Björk áfram í úrslitin. Meira »

Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu

Í gær, 19:37 Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar kíktu í föstudagskaffi til Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Meira »

„Boðið er búið og mér var ekki boðið“

Í gær, 19:31 Mannleg mistök urðu til þess að boð á fund borgarstjórnar og þingmanna Reykjavíkur í Höfða í dag barst ekki Ingu Sæland, formanni Flokks Fólksins og þingmanni Reykjavíkur. Meira »

Þurfi að vernda íslenska náttúru

Í gær, 18:44 Forsætisráðherra hefur gefið út og birt á vefsvæði ráðuneytisins stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna en alls eru 217 þjóðlendur á landinu og þekja þær um 86% af miðhálendinu- Meira »

Mótmæltu mannréttindabrotum gegn börnum

Í gær, 18:37 Fimm ungliðahreyf­ing­ar stjórn­mála­flokka stóðu fyrir mót­mælum við ráðherrabústaðinn í dag í tengsl­um við komu Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, hingað til lands. Meira »

Sammæltumst um að vera ósammála

Í gær, 18:28 „Ég lagði áherslu á tvö mál á fundinum.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is um fund hennar með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík. Meira »

Gert að greiða miskabætur vegna fréttar

Í gær, 18:24 Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Hringbrautar, var í dag dæmdur til að greiða tveimur karlmönnum 250 þúsund krónur hvorum í miskabætur vegna fréttar sem birtist á vef Hringbrautar í tengslum við Hlíðamálið svokallaða. Meira »

„Frikki Meló“ kveður Melabúðina

Í gær, 17:54 Kaupmaðurinn Friðrik Ármann Guðmundsson, eða Frikki í Melabúðinni, sem hefur undanfarin ár séð um rekstur Melabúðarinnar ásamt bróður sínum, Pétri Alan Guðmundssyni, er að hætta í búðinni. Meira »
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...