Fjölskylduharmleikur lagður í dóm

Bræðurnir Valur, Ragnar og Örn fæddust allir og ólust upp ...
Bræðurnir Valur, Ragnar og Örn fæddust allir og ólust upp á bænum Gýgjarhóli II í Biskupstungum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Því hefur verið haldið fram að þetta kvöld hafi tveir menn dáið,“ var á meðal þess sem Ólafur Björnsson, verjandi Vals Lýðssonar, sagði í lokaorðum sínum fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag. Mál Vals, sem vart verður betur lýst en sem fjölskylduharmleik, hefur nú verið lagt í dóm Hjartar O. Aðalsteinssonar dómstjóra á Suðurlandi að lokinni aðalmeðferð.

Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari fer fram á það fyrir hönd ákæruvaldsins að Valur verði dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir manndráp. Valur, sem er 68 ára gamall, hefur neitað sök í málinu og borið við minnisleysi um atburðina voveiflegu sem áttu sér stað aðfaranótt 31. mars síðastliðins.

Sigurður Kári Kristjánsson, réttargæslumaður fjögurra barna hins látna, fer fram á það fyrir þeirra hönd að þeim verði dæmdar tíu milljónir króna í miskabætur, hverju um sig. Er Sigurður Kári lýsti kröfugerðum skjólstæðinga sinna fyrir dómi í dag sagði hann meðal annars að gjörðir Vals hefðu splundrað fjölskyldu sem áður var samheldin og samstiga og að barnabörn Ragnars hefðu verið svipt samvistum við afa sinn.

Réttargæslumaðurinn sagði einnig að þar sem Valur neitaði sök, krefðist sýknu og frávísunar eða verulegrar lækkunar bótakrafna væri miski barna Ragnars gerður enn meiri.

Mögulega með ofskynjanir af einhverju tagi

Verjandi Vals lýsti málinu sem fjölskylduharmleik í sínum lokaorðum. Harmleik þar sem Bakkus hefði átt stærstan þátt í að svo fór sem fór.

Sakborningurinn sjálfur lýsti því fyrir dómi í síðustu viku að hann myndi eftir „illilegu andliti“, sem hann upplifði stundum sem andlit Ragnars og stundum sem andlit einhver annars. Lét Ólafur að því liggja að þarna hefði Valur mögulega verið að upplifa ofskynjanir eða brenglun af einhverju tagi, sem gæti útskýrt þá ofbeldishegðun sem ætla má út frá gögnum málsins að hann hafi sýnt í garð bróður síns.

Hann gæti jafnvel, að sögn verjandans, hafa talið sig vera að verjast innbrotsþjófi.

Ólafur Björnsson verjandi og Valur Lýðsson, sem gæti séð fram ...
Ólafur Björnsson verjandi og Valur Lýðsson, sem gæti séð fram á allt að 16 ára fangelsi, verði hann sakfelldur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í samtali við Neyðarlínuna að morgni 31. mars virtist Valur hafa munað meira um málið en hann síðar náði að kalla fram í skýrslutökum frá lögreglu fyrir dómi, en saksóknari las upp úr neyðarlínusímtalinu í dag.

Í því símtali lýsti Valur málavöxtum sem svo að þeir bræður hefðu verið á fylleríi og að hann ræki minni til þess að bróðir hans hefði verið „orðinn brjálaður“, jafnvel „alveg furðulega brjálaður“, og það hefði endað með handalögmálum þeirra á milli.

„Mér er sagt að það sé þekkt í rétt­ar­sál­fræðinni að mjög hrika­leg­ar minn­ing­ar geti þurrk­ast út,“ sagði Val­ur er hann gaf skýrslu fyrir dómi í síðustu viku, en þá sagði hann einnig að hann hefði íhugað að stytta sér aldur er hann fann bróður sinn látinn á grúfu í þvottahúsinu og allar aðstæður bentu til þess að það væri hann sem hefði framið verknaðinn.

mbl.is

Innlent »

Innanlandsflug liggur niðri

08:56 Allt innanlandsflug liggur nú niðri vegna slæms veðurs og ókyrrðar í lofti. Töluverð röskun er einnig á millilandaflugi að því er fram kemur á vef Isavia. Meira »

Heimsóttu Ísland 60 árum eftir fæðingu

08:18 Árið 1958 voru Ellen B. Wilson og eiginmaður hennar Gordon Wilson um borð í flugvél frá París til New York þegar Ellen, sem var komin um átta mánuði á leið, missti vatnið. Meira »

Vara við hviðum upp í 35 metra

08:07 Tekið er að bæta í vind á ný suðvestan- og vestanlands og má reikna með hviðum allt að 35 m/s fram á miðjan dag til að mynda utantil á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og við Borgarnes, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Gætu stoppað flóðið við Víkurklett

07:37 Kötlugarður, gamli varnargarðurinn austan við Vík í Mýrdal, myndi rofna í Kötluhlaupi svipuðu og varð í gosinu árið 1918, og jökulhlaupið myndi ná til Víkur. Athuganir benda til þess að nýr varnargarður sem byggður yrði í 7 metra hæð yfir sjávarmáli við Víkurklett myndi stöðva jökulflóðið og einnig minna flóð sem hugsanlega kæmi í kjölfarið og því verja byggðina í þorpinu. Meira »

Logar enn á Hvaleyrarbraut

07:18 Enn logar í húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði þar sem mikill eldur kom upp í gærkvöldi. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu logar eldur enn í rými á neðri hæð hússins, en menn telja sig þó vera hægt og rólega að ná niðurlögum hans. Meira »

Fleiri sóttu um vernd

05:30 Um tvöfalt fleiri sóttu um alþjóðlega vernd hér í síðasta mánuði en í janúar. Umsækjendur frá Albaníu voru fjórfalt fleiri í október en í janúar og talsverð fjölgun hefur verið í hópi umsækjenda frá Úkraínu. Meira »

Vildu tóna niður lesbíska ástarsögu

05:30 „Þegar maður er kominn í þetta alþjóðlega umhverfi þá rekst maður á menningarmun. Þessi ástarsaga stendur svolítið í Bretunum,“ segir Lilja Sigurðardóttir rithöfundur. Meira »

Verði sjálfkrafa sviptir ökurétti

05:30 Lögreglan vill að þeir ökumenn sem stöðvaðir eru og mælast með áfengismagn í blóði yfir 0,2 prómill verði sjálfkrafa sviptir ökurétti. Þetta kemur fram í athugasemdum umferðardeildar LRH við frumvarp til nýrra umferðarlaga. Meira »

Karlar fá athvarf í skúr í Breiðholti

05:30 „Við munum kynna verkefnið og þeir sem hafa áhuga geta skráð sig til leiks. Við höldum svo áfram að hittast á fimmtudögum og ræða hvað menn vilja gera,“ segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Meira »

Skýrist með opnun um mánaðamótin

05:30 Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að veitt verði allt að eins milljarðs króna endurlán til Vaðlaheiðarganga ehf. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri, sagði að ekki væri um nýtt lán að ræða. Meira »

Rákust nærri saman á flugi

05:30 Litlu munaði að farþegaþyrla með sex manns um borð og kennsluflugvél með tvo um borð rækjust saman yfir Reykjavíkurflugvelli klukkan 14.26 þann 15. nóvember 2014. Meira »

Verktakar vildu ekki litlu íbúðirnar

05:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir verktaka og ríkið hafa brugðist í húsnæðismálum. Verktakar hafi verið tregir til að byggja smærri íbúðir og ríkið dregið að samþykkja stofnframlög til félagslegra íbúða. Meira »

Aðgerðir standa yfir í alla nótt

00:48 Fjölmennt lið slökkviliðsmanna hefur í kvöld og nótt barist við mikinn eld sem logar í húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði. Aðstæður til slökkvistarfs hafa verið erfiðar enda bálhvasst á svæðinu. Þá er þak hússins fallið auk þess sem sprengingar hafa verið inni í því. Meira »

Gríðarlegar sprengingar í húsinu

Í gær, 23:32 „Þegar við komum á staðinn þá var efri hæð hússins alelda. Við fórum í að sækja okkur mikið vatn og verja næstu hús,” sagði Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og stjórnandi aðgerða á vettvangi stórbrunans í Hafnarfirði. Meira »

Stórbruni í Hafnarfirði

Í gær, 22:36 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna mikils elds í Glugga- og hurðasmiðju SB á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Mikill eldur er og berast sprengingar frá staðnum. Meira »

Leiðindaveður næstu tvo sólarhringana

Í gær, 22:27 Óveður var á Reykjanesbraut og fyrir botninum á Hvalfirði í kvöld samkvæmt merkingum Vegagerðarinnar og náðu hviður undir Hafnarfjalli 45 m/s. Töluverð röskun varð þá á flugi frá Keflavíkurflugvelli. Aðeins hefur dregið úr vindi, en það hvessir á ný strax í fyrramálið. Meira »

Föstudagskaffi með Dinnu og Lilju

Í gær, 22:01 Alþjóðlega glæpasagnahátíð, rithöfundar á Twitter, nýyrði sem Jónas Hallgrímsson fann upp og almenn stemning hjá rithöfundum sem standa í bókaútgáfu fyrir jólin var inntak umræðna í Föstudagskaffinu síðdegis hjá þeim Loga og Huldu. Meira »

Ómar Ragnarsson vill að fólk noti plast

Í gær, 21:00 Ómar Ragnarsson útbýtti plastpokum á útgáfuhófi í kvöld. Hann hvetur fólk til að endurnýta pokana og ekki bara einu sinni, heldur um aldur og ævi. Meira »

Fimm fengu 2,5 milljarð í Eurojackpot

Í gær, 20:47 Fimm hlutu fyrsta vinning í EuroJackpot-út­drætti kvölds­ins að þessu sinni og fá þeir rúma 2,5 milljarða króna hver í sinn hlut. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...