Sparkað í og stappað á Ragnari

Valur Lýðsson við upphaf aðalmeðferðar á Selfossi í síðustu viku.
Valur Lýðsson við upphaf aðalmeðferðar á Selfossi í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á líkama Ragnars Lýðssonar voru tveir áverkar, sem teljast máttu lífshættulegir, sagði Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur, sem bar vitni fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag í máli Vals Lýðssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana á heimili sínu 31. mars sl.

Kunz krufði lík Ragnars 3. apríl síðastliðinn og eins og fram kemur í ákæru var það mat Kunz að dauða Ragnars hefði borið að með óeðlilegum hætti, líklegast saknæmum. Dánarorsök Ragnars var banvæn innöndun magainnihalds, í kjölfar afleiðinga þungra högga á höfuðið.

Alvarlegasti áverkinn á höfði Ragnars var langur skurður vinstra megin á enni, sem mikið blæddi úr. Kunz sagði að útilokað væri að sá áverki hefði verið afleiðing falls, þar sem ekki voru neinar rispur við jaðar skurðarins. Hans mat er að þann áverka, sem og fleiri á höfði Ragnars og líkama, megi skýra með því að sparkað eða stappað hafi verið á höfði hans, af manni sem var ekki klæddur í skó.

Hinn lífshættulegi áverkinn sem Ragnari var veittur var á hægri síðu hans. Þar voru mörg rifbein brotin, í kjölfar mikilla sparka eða stapps af hendi manns sem annaðhvort var berfættur eða í sokkum. Tvö rifbeinanna voru brotin á þá vegu að þau stungust inn í lifur og lungu Ragnars. Áverkar, bæði á rifbeinunum og baki, koma að sögn Kunz ekki heim og saman við falláverka.

Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur kom fyrir Héraðsdóm Suðurlands í dag og ...
Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur kom fyrir Héraðsdóm Suðurlands í dag og fór yfir krufningarskýrslu sína. Mynd úr safni. mbl.is/Hanna

Lítið blóð var í kringum áverka á lifur hins látna, sem Kunz segir að bendi til þess, þar sem lifrin sé blóðríkt líffæri, að sá áverki hafi verið veittur annaðhvort rétt fyrir andlát Ragnars eða eftir það. Lifraráverkinn var þó einn og sér banvænn, sagði Kunz. Ragnar hefði látist vegna innvortis blæðinga af hans völdum, hefði hann ekki fengið læknisaðstoð, strax eða fljótlega.

Kunz var beðinn að áætla hversu mörg högg eða spörk Ragnar hefði hlotið. Hann sagði að áverkar á höfði hans skýrðust af að minnsta kosti fjórum mismunandi höggum eða spörkum, auk þess sem spörk eða stapp á háls og höfuð gætu útskýrt það að einn hryggjarliður Ragnars var brotinn.

Aðalmeðferð í máli Vals Lýðssonar er fram haldið í Héraðsdómi ...
Aðalmeðferð í máli Vals Lýðssonar er fram haldið í Héraðsdómi Suðurlands í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Réttarmeinafræðingurinn sagðist ekki geta áætlað hversu mörg spörk eða stöpp skýrðu bæði sex mismunandi áverka á baki Ragnars og hin fjölmörgu brotnu rifbein, sem sum hver voru brotin á tveimur mismunandi stöðum.

Gat ekki losað sig við magainnihaldið

„Hinn látni kastaði upp, sem er þekkt viðbragð hjá einstaklingi sem hefur hlotið skaða á höfði, innanskúmsskaða, og að teknu tilliti til þess að þegar hann byrjar að kasta upp var hann með lítilli meðvitund, ef einhverri, var hann ófær um að hósta upp innihaldi magans, sem eru þau viðbrögð sem einstaklingur með meðvitund myndi framkalla,“ sagði Kunz um dánarorsökina.

Kunz sagði að það væri möguleiki á því að áfengismagn í blóði hins látna (2,44%) hefði haft áhrif á dauða hans, en það færi eftir því hversu vanur hinn látni hefði verið því að neyta áfengis. Réttarmeinafræðingurinn sagði að ef hann gæfi sér að hinn látni hefði verið vanur áfengisneyslu myndi hann ekki telja áfengið ástæðu þess að Ragnar náði ekki að framkalla æluviðbragð. Það ályktar Kunz út frá því að fyrir meðvitundarleysinu hafi þegar verið önnur skýring; alvarlegur höfuðáverki.

Hér í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi er fullsetinn salur þeirra sem eru nákomnir bæði þeim látna og þeim ákærða. Myndum úr krufningu Ragnars hefur verið varpað á tjald í salnum, til útskýringar á þeim margvíslegu alvarlegu áverkum sem hann hlaut. Óhætt er að segja að það hafi eðlilega fengið töluvert á viðstadda, sem fylgjast hér með framhaldi aðalmeðferðar yfir Vali Lýðssyni, sem búist er að við að ljúki í dag með munnlegum málflutningi saksóknara og verjanda.

mbl.is

Innlent »

Tillögu vegna SÁÁ vísað frá

Í gær, 22:57 Tillögu Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að auka fjárveitingar til SÁÁ um 140 milljónir króna vegna skorts á stuðningi og úrræðum við ákveðna hópa með fíknivanda var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú í kvöld. Meira »

Flutti jómfrúarræðu sína

Í gær, 22:49 Ragna Sigurðardóttir, 2. varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, flutti jómfrúarræðu sína í borgarstjórn í kvöld í umræðum um tillögur stýrihóps um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Meira »

Óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag

Í gær, 22:26 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur glímt við afar óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag vegna háþrýstisvæðis sem liggur frá Noregi til Íslands. Skilyrðin valda því að stjórnstöðin nemur fjarskipti frá Englandi, Noregi og Norðursjó sem alla jafna ættu ekki að drífa nema 30-40 sjómílur. Meira »

Vilja 300 milljónum meira

Í gær, 22:10 Fordæmalaus eftirspurn eftir leiknu íslensku sjónvarpsefni hefur skapast að mati félaga þeirra sem koma að íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsgerð og hvetja þau alla alþingismenn til þess að taka undir hækkun framlaga til sjónvarpssjóðs um 300 milljónir króna. Meira »

Breytingar á hönnun kostað 23 milljónir

Í gær, 21:43 Breytingar á hönnun nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis hafa kostað rúmar 23 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Meira »

„Ég skil ekki svona vinnubrögð“

Í gær, 21:35 „Þetta fyrirtæki, Stakksberg, er að halda kynningarfund annað kvöld klukkan átta. Ég verð að segja það að mér finnst það sæta mikilli furðu hversu illa sá fundur sé kynntur,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, um íbúafund sem Stakksberg heldur annað kvöld. Meira »

Viðræðuhópur skilar niðurstöðum

Í gær, 21:17 Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum sínum til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ræddi við íþróttaiðkendur í Kópavogi

Í gær, 20:52 Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, ræddi í dag við unga íþróttaiðkendur í HK og Breiðabliki. Heimsóknin var hluti af innleiðingu á verkefninu TUFF-Ísland í Kópavogi. Meira »

Enn hægt að sjá Danadrottningu

Í gær, 20:42 Dagskráin hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu vegna 100 ára fullveldisafmælis Íslands 1. desember næstkomandi er þétt. Enn er hægt að tryggja sér miða á sinfóníska sagnaskemmtun í Hörpu, þar sem drottningin mun flytja stutt ávarp í upphafi sýningar. Meira »

Huginn lengdur um 7,2 metra

Í gær, 20:15 Huginn VE-55 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku, eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi. Heimferðin gekk vel. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskip og var smíðaður árið 2001 í Chile en var nú lengdur um 7,2 metra. Meira »

Hreyfum okkur hægar en vandinn eykst

Í gær, 19:56 „Það gengur mjög hægt að útskrifa,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í pistli sínum um helgina að „frá­flæðis­vand­inn“, eða út­skrift­ar­vandi aldraðra, sé nú í áður óþekkt­um hæðum. Meira »

Átta mánuði að svara um Helguvík

Í gær, 19:55 Þórólfur Dagsson, talsmaður andstæðinga við stóriðju í Helguvík, hefur beðið tæplega átta mánuði eftir svari við fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um hvort gert hafi verið óháð áhættumat um nálægð málmbræðsluofna við olíudreifingar- og geymslustöðvar í Helguvík við íbúabyggð. Meira »

Baka milljón kökur

Í gær, 19:36 Nú þegar komið er fram í síðari hluta nóvembermánaðar dettur inn á degi hverjum eitthvað sem tengist jólunum. Ljósaseríur, klementínur, konfekt og blandan góða af malti og appelsíni eru komin í búðirnar og nú síðast laufabrauðið. Meira »

Samherji undirbýr skaðabótamál

Í gær, 18:45 Samherji er að undirbúa skaðabótamál á hendur Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. Meira »

Harry Poter kom, sá og sigraði

Í gær, 18:36 Harry Poter er fyrsti íslenski Norðurlandameistarinn af yorkshire terrier kyni. Hann er líka sá fyrsti til að landa meistaratitli á öllum fimm Norðurlöndunum. Hann er víðförull, fæddist í Lettlandi en var fluttur inn til Íslands eins árs og hefur nú flakkað um öll Norðurlöndin. Meira »

Undir áhrifum fíkniefna í banaslysi

Í gær, 18:21 Karlmaður sem lést í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Reykjanesbraut í október fyrir um tveimur árum var ekki í öryggisbelti og var undir áhrifum fíkniefna þegar slysið varð. Meira »

Börnin stjórnuðu þingi í Laugarnesskóla

Í gær, 17:57 Alþjóðadagur barna og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur í dag, en yfirskrift átaks UNICEF vegna dagsins í ár er #börnfáorðið. Í tilefni þess var barnaþing haldið í Laugarnesskóla, sem er einn fyrsti Réttindaskóli UNICEF á landinu. Meira »

Ísland í aðalhlutverki í París

Í gær, 17:49 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra sóttu ráðstefnuna Global Positive Forum í París í dag. Meira »

Handtekinn fyrir að reykja á salerni

Í gær, 17:29 Karlmaður sem var farþegi í flugvél WOW air frá Brussel var handtekinn við komuna á Keflavíkurflugvöll í dag.  Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
íbúð með sérinngangi eða sérbýli óskast.
Ábyrg og snyrtileg fjögurra manna fjölsk. óskar eftir húsnæði í Reykjavik og nág...