Sparkað í og stappað á Ragnari

Valur Lýðsson við upphaf aðalmeðferðar á Selfossi í síðustu viku.
Valur Lýðsson við upphaf aðalmeðferðar á Selfossi í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á líkama Ragnars Lýðssonar voru tveir áverkar, sem teljast máttu lífshættulegir, sagði Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur, sem bar vitni fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag í máli Vals Lýðssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana á heimili sínu 31. mars sl.

Kunz krufði lík Ragnars 3. apríl síðastliðinn og eins og fram kemur í ákæru var það mat Kunz að dauða Ragnars hefði borið að með óeðlilegum hætti, líklegast saknæmum. Dánarorsök Ragnars var banvæn innöndun magainnihalds, í kjölfar afleiðinga þungra högga á höfuðið.

Alvarlegasti áverkinn á höfði Ragnars var langur skurður vinstra megin á enni, sem mikið blæddi úr. Kunz sagði að útilokað væri að sá áverki hefði verið afleiðing falls, þar sem ekki voru neinar rispur við jaðar skurðarins. Hans mat er að þann áverka, sem og fleiri á höfði Ragnars og líkama, megi skýra með því að sparkað eða stappað hafi verið á höfði hans, af manni sem var ekki klæddur í skó.

Hinn lífshættulegi áverkinn sem Ragnari var veittur var á hægri síðu hans. Þar voru mörg rifbein brotin, í kjölfar mikilla sparka eða stapps af hendi manns sem annaðhvort var berfættur eða í sokkum. Tvö rifbeinanna voru brotin á þá vegu að þau stungust inn í lifur og lungu Ragnars. Áverkar, bæði á rifbeinunum og baki, koma að sögn Kunz ekki heim og saman við falláverka.

Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur kom fyrir Héraðsdóm Suðurlands í dag og ...
Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur kom fyrir Héraðsdóm Suðurlands í dag og fór yfir krufningarskýrslu sína. Mynd úr safni. mbl.is/Hanna

Lítið blóð var í kringum áverka á lifur hins látna, sem Kunz segir að bendi til þess, þar sem lifrin sé blóðríkt líffæri, að sá áverki hafi verið veittur annaðhvort rétt fyrir andlát Ragnars eða eftir það. Lifraráverkinn var þó einn og sér banvænn, sagði Kunz. Ragnar hefði látist vegna innvortis blæðinga af hans völdum, hefði hann ekki fengið læknisaðstoð, strax eða fljótlega.

Kunz var beðinn að áætla hversu mörg högg eða spörk Ragnar hefði hlotið. Hann sagði að áverkar á höfði hans skýrðust af að minnsta kosti fjórum mismunandi höggum eða spörkum, auk þess sem spörk eða stapp á háls og höfuð gætu útskýrt það að einn hryggjarliður Ragnars var brotinn.

Aðalmeðferð í máli Vals Lýðssonar er fram haldið í Héraðsdómi ...
Aðalmeðferð í máli Vals Lýðssonar er fram haldið í Héraðsdómi Suðurlands í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Réttarmeinafræðingurinn sagðist ekki geta áætlað hversu mörg spörk eða stöpp skýrðu bæði sex mismunandi áverka á baki Ragnars og hin fjölmörgu brotnu rifbein, sem sum hver voru brotin á tveimur mismunandi stöðum.

Gat ekki losað sig við magainnihaldið

„Hinn látni kastaði upp, sem er þekkt viðbragð hjá einstaklingi sem hefur hlotið skaða á höfði, innanskúmsskaða, og að teknu tilliti til þess að þegar hann byrjar að kasta upp var hann með lítilli meðvitund, ef einhverri, var hann ófær um að hósta upp innihaldi magans, sem eru þau viðbrögð sem einstaklingur með meðvitund myndi framkalla,“ sagði Kunz um dánarorsökina.

Kunz sagði að það væri möguleiki á því að áfengismagn í blóði hins látna (2,44%) hefði haft áhrif á dauða hans, en það færi eftir því hversu vanur hinn látni hefði verið því að neyta áfengis. Réttarmeinafræðingurinn sagði að ef hann gæfi sér að hinn látni hefði verið vanur áfengisneyslu myndi hann ekki telja áfengið ástæðu þess að Ragnar náði ekki að framkalla æluviðbragð. Það ályktar Kunz út frá því að fyrir meðvitundarleysinu hafi þegar verið önnur skýring; alvarlegur höfuðáverki.

Hér í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi er fullsetinn salur þeirra sem eru nákomnir bæði þeim látna og þeim ákærða. Myndum úr krufningu Ragnars hefur verið varpað á tjald í salnum, til útskýringar á þeim margvíslegu alvarlegu áverkum sem hann hlaut. Óhætt er að segja að það hafi eðlilega fengið töluvert á viðstadda, sem fylgjast hér með framhaldi aðalmeðferðar yfir Vali Lýðssyni, sem búist er að við að ljúki í dag með munnlegum málflutningi saksóknara og verjanda.

mbl.is

Innlent »

Vill ekki svarta kassa í miðborgina

15:49 „Hægt er að endurskoða þessi áform með þeim hætti að þau verði til þess fallin að bæta ásýnd Alþingis og miðbæjarins um leið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag þar sem hann gagnrýndi ýmsar byggingaframkvæmdir í miðborg Reykjavíkur. Meira »

Gerði athugasemdir við allar síðurnar

15:29 Neytendastofa tók þátt í samræmdri skoðun ESB á vefsíðum fjarskiptafyrirtækja. Könnunin sneri m.a. að því hvort fram kæmu með nægilega skýrum hætti upplýsingar um þjónustuveitanda, vörur og þjónustu. Neytendastofa skoðaði vefsíður hjá Vodafone, Símanum, Hringdu, Hringiðunni og Nova, og gerði athugasemdir við allar síðurnar. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

15:27 Lögregla og sjúkralið var kallað til á þriðja tímanum í dag eftir bílveltu á Víðinesvegi á Álfsnesi. Einn einstaklingur var í bílnum. Er hann alvarlega slasaður og var fluttur með neyðarflutningi á sjúkrahús. Meira »

„Ég hef framið stjórnmálalega synd“

15:16 „Ég hef framið stjórnmálalega synd, ég hef skipt um skoðun,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Vísaði hann þar til verðtryggingarinnar sem hann hefði til þessa talið illa nauðsyn og einu leiðina til þess að gera fjárhagslegar langtímaskuldbindingar mögulegar meðfram íslenskri krónu án himinhárra vaxta. Meira »

„Þetta var rán­dýr ferð“

15:08 „Ég var að koma úr minni fyrstu utanlandsferð á vegum þingsins, af velferðarnefndarfundi Norðurlandaráðs í Nuuk í Grænlandi. Ég spyr mig eftir þessa ferð hverju hún skilar og í hvaða tilgangi hún hafi verið farin,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

Kaupa hlut Brims fyrir 9,4 milljarða

14:54 FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Um er að ræða þriðjungshlut alls hlutafjár í Vinnslustöðinni og nemur kaupverðið 9.400.000.000 krónum. Meira »

Banaslys við Kirkjufell

14:33 Banaslys varð þegar erlendur karlmaður féll er á hann var á göngu á Kirkjufelli á Snæfellsnesi í morgun.   Meira »

Sérfræðilæknir lagði ríkið

13:57 Íslenska ríkið tapaði í dag máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem sérfræðilæknirinn Alma Gunnarsdóttir höfðaði vegna ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands um að synja henni um aðild að rammasamningi. Meira »

Þyrlan kölluð út vegna slyss á Snæfellsnesi

12:18 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir hádegi vegna slyss sem varð við Kirkjufell á Snæfellsnesi nú í morgun er maður féll í fjallinu. Sérhæfðir fjallabjörgunarmenn komu með þyrlunni frá Reykjavík og þá hafa björgunarsveitir á Snæfellsnesi verið að fylgja samferðafólki hins slasaða niður. Meira »

Ekki framsækin sáttatillaga

11:47 Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala, segir að tillaga Eyþórs Arnalds, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sé ekki framsækin sáttatillaga, eins og Eyþór sjálfur lýsir henni í frétt Morgunblaðsins í dag. Meira »

Ósk Bjarna tekin fyrir annað kvöld

11:36 Tveir starfsmannafundir hafa verið haldnir hjá Orkuveitu Reykjavíkur frá því að tilkynnt var um uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, fram­kvæmda­stjóra Orku náttúrunnar, vegna óviðeig­andi fram­komu gagn­vart starfs­fólki. Meira »

Sigmundur spyr um ráðgjafastörf

11:33 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar þar sem þeir eru inntir svara vegna starfa sérfræðinga og annarra ráðgjafa á vegum ráðuneyta þeirra. Meira »

Líklega bara toppurinn á ísjakanum

11:15 „Ég skynja mjög mikinn kraft í atvinnulífinu en ég held því miður að þetta geti verið bara toppurinn á ísjakanum,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, stjórnarkona FKA, félags kvenna í atvinnulífinu. Meira »

Ákærðir fyrir líkamsárás í Tryggvagötu

10:31 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært þrjá menn á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Tryggvagötu í apríl 2015. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa saman veist með ofbeldi að öðrum manni á þrítugsaldri. Meira »

Samfylkingin með tæplega 20% fylgi

10:01 Stuðningur við Samfylkinguna mælist nú 19,8% og hefur aukist um rúmlega þrjú prósentustig frá því í síðasta mánuði. Þá hefur stuðningur við Vinstri græn aukist úr 8,8% í 11,1% og við Miðflokkinn úr 10,3% í 10,8%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn með 21,3% fylgi. Meira »

Kynntu íslenskar lausnir í Rússlandi

09:12 Íslandsstofa, í samvinnu við sendiráð Íslands í Rússlandi, tók á dögunum þátt í alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Global Fishery Forum & Seafood Expo Russia í Sankti Pétursborg. Meira »

Kláraði sögulegt maraþon

08:18 „Þetta var æðislegt.  Meira »

Fyrsti snjórinn við Frostastaðavatn

07:57 Fyrsti snjórinn á þessu hausti kom nú um helgina. Við Frostastaðavatn á Landmannaafrétti var marautt yfir að líta um kl. 20 á laugardagskvöldið. Meira »

Norðanáttin allhvöss á Vestfjörðum

07:46 Norðaustanátt verður á landinu í dag og verður hún allhvöss á Vestfjörðum og Ströndum, en mun hægari annars staðar. Á morgun kemur síðan kröpp lægð milli Íslands og Skotlands og þá herðir heldur á vindi um land allt og kólnar fyrir norðan. Meira »