Sparkað í og stappað á Ragnari

Valur Lýðsson við upphaf aðalmeðferðar á Selfossi í síðustu viku.
Valur Lýðsson við upphaf aðalmeðferðar á Selfossi í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á líkama Ragnars Lýðssonar voru tveir áverkar, sem teljast máttu lífshættulegir, sagði Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur, sem bar vitni fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag í máli Vals Lýðssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana á heimili sínu 31. mars sl.

Kunz krufði lík Ragnars 3. apríl síðastliðinn og eins og fram kemur í ákæru var það mat Kunz að dauða Ragnars hefði borið að með óeðlilegum hætti, líklegast saknæmum. Dánarorsök Ragnars var banvæn innöndun magainnihalds, í kjölfar afleiðinga þungra högga á höfuðið.

Alvarlegasti áverkinn á höfði Ragnars var langur skurður vinstra megin á enni, sem mikið blæddi úr. Kunz sagði að útilokað væri að sá áverki hefði verið afleiðing falls, þar sem ekki voru neinar rispur við jaðar skurðarins. Hans mat er að þann áverka, sem og fleiri á höfði Ragnars og líkama, megi skýra með því að sparkað eða stappað hafi verið á höfði hans, af manni sem var ekki klæddur í skó.

Hinn lífshættulegi áverkinn sem Ragnari var veittur var á hægri síðu hans. Þar voru mörg rifbein brotin, í kjölfar mikilla sparka eða stapps af hendi manns sem annaðhvort var berfættur eða í sokkum. Tvö rifbeinanna voru brotin á þá vegu að þau stungust inn í lifur og lungu Ragnars. Áverkar, bæði á rifbeinunum og baki, koma að sögn Kunz ekki heim og saman við falláverka.

Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur kom fyrir Héraðsdóm Suðurlands í dag og ...
Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur kom fyrir Héraðsdóm Suðurlands í dag og fór yfir krufningarskýrslu sína. Mynd úr safni. mbl.is/Hanna

Lítið blóð var í kringum áverka á lifur hins látna, sem Kunz segir að bendi til þess, þar sem lifrin sé blóðríkt líffæri, að sá áverki hafi verið veittur annaðhvort rétt fyrir andlát Ragnars eða eftir það. Lifraráverkinn var þó einn og sér banvænn, sagði Kunz. Ragnar hefði látist vegna innvortis blæðinga af hans völdum, hefði hann ekki fengið læknisaðstoð, strax eða fljótlega.

Kunz var beðinn að áætla hversu mörg högg eða spörk Ragnar hefði hlotið. Hann sagði að áverkar á höfði hans skýrðust af að minnsta kosti fjórum mismunandi höggum eða spörkum, auk þess sem spörk eða stapp á háls og höfuð gætu útskýrt það að einn hryggjarliður Ragnars var brotinn.

Aðalmeðferð í máli Vals Lýðssonar er fram haldið í Héraðsdómi ...
Aðalmeðferð í máli Vals Lýðssonar er fram haldið í Héraðsdómi Suðurlands í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Réttarmeinafræðingurinn sagðist ekki geta áætlað hversu mörg spörk eða stöpp skýrðu bæði sex mismunandi áverka á baki Ragnars og hin fjölmörgu brotnu rifbein, sem sum hver voru brotin á tveimur mismunandi stöðum.

Gat ekki losað sig við magainnihaldið

„Hinn látni kastaði upp, sem er þekkt viðbragð hjá einstaklingi sem hefur hlotið skaða á höfði, innanskúmsskaða, og að teknu tilliti til þess að þegar hann byrjar að kasta upp var hann með lítilli meðvitund, ef einhverri, var hann ófær um að hósta upp innihaldi magans, sem eru þau viðbrögð sem einstaklingur með meðvitund myndi framkalla,“ sagði Kunz um dánarorsökina.

Kunz sagði að það væri möguleiki á því að áfengismagn í blóði hins látna (2,44%) hefði haft áhrif á dauða hans, en það færi eftir því hversu vanur hinn látni hefði verið því að neyta áfengis. Réttarmeinafræðingurinn sagði að ef hann gæfi sér að hinn látni hefði verið vanur áfengisneyslu myndi hann ekki telja áfengið ástæðu þess að Ragnar náði ekki að framkalla æluviðbragð. Það ályktar Kunz út frá því að fyrir meðvitundarleysinu hafi þegar verið önnur skýring; alvarlegur höfuðáverki.

Hér í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi er fullsetinn salur þeirra sem eru nákomnir bæði þeim látna og þeim ákærða. Myndum úr krufningu Ragnars hefur verið varpað á tjald í salnum, til útskýringar á þeim margvíslegu alvarlegu áverkum sem hann hlaut. Óhætt er að segja að það hafi eðlilega fengið töluvert á viðstadda, sem fylgjast hér með framhaldi aðalmeðferðar yfir Vali Lýðssyni, sem búist er að við að ljúki í dag með munnlegum málflutningi saksóknara og verjanda.

mbl.is

Innlent »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

18:10 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

17:56 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði. Meira »

Þórður hlaut blaðamannaverðlaun ársins

17:36 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bókina Kaupthinking.  Meira »

Landsréttur sneri við nauðgunardómi

17:30 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu.  Meira »

Freyju mismunað vegna fötlunar

17:11 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar. Meira »

Minni snjókoma en spáð var

16:37 Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu það sem eftir lifir dags verður líkast til mun minni er veðurspár gerðu ráð fyrir í gær.  Meira »

Fall skorsteinsins séð úr lofti

15:53 Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti. Meira »

Aftur í Karphúsið á mánudaginn

15:28 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í kjaradeilu Eflingar, VR, VLFA, LÍV, Framsýnar, VLFG við Samtök atvinnulífsins, en hann fer fram á mánudaginn kl. 10. Helgin verður nýtt til undirbúnings hjá deiluaðilum, segir ríkissáttasemjari. Meira »

Fjallvegir víða lokaðir

14:58 Búið er að loka fjölmörgum fjallvegum á landinu vegna óveðurs. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru lokuð sem og Vopnafjarðarheiði. Sömu sögu er að segja um Víkurskarð, Hófaskarð, Ólafsfjarðarmúla og Fjarðarheiði. Lyngdalsheiðin er sögð lokuð um tíma. Meira »

Dómaraskipun ekki fyrirstaða

14:52 Einn þeirra dómara sem dæmdi í máli Glitnis gegn Stundinni fyrir Landsrétti var Ragnhildur Bragadóttir sem er einn af dómurum sem skipaðir voru í embætti dómara í ferli sem Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur gert athugasemd við. Hæstiréttur staðfesti í dag dóms Landsréttar í málinu. Meira »

Milljarðar í gjöld til bókunarþjónusta

14:40 Þóknunargjöld íslenskra gististaða til erlendra bókunarþjónusta nema milljörðum króna á hverju ári. Þetta fullyrðir Ferðamálastofa, sem segir lítið gegnsæi og refsingar sem gististaðir eru beittir vera meðal þess sem vekur athygli í nýrri rannsókn á þætti bókunarfyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar. Meira »

Fundað hjá WOW air

14:30 Boðað var til starfsmannafundar í höfuðstöðvum WOW air í Borgartúni kl. 14. Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi flugfélagsins ræddi við mbl.is fyrir fundinn og af svörum hennar mátti dæma að ekki stæði til að færa starfsmönnum nein váleg tíðindi. Meira »

„Vonum að fólk fylgist vel með veðri“

14:28 „Við vonum að fólk fylgist vel með veðri og fari kannski í fyrra fallinu heim úr vinnu því umferðin verður þyngri,“ segir varðstjóri slökkviliðsins. Von er á krappri lægð yfir landið og færð gæti spillst víða um land þar með talið á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Leggja til orkupakka með fyrirvara

14:22 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja fyrir Alþingi þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Tillagan inniheldur fyrirvara um að sá hluti er snýr að flutningi raforku yfir landamæri komi ekki til framkvæmda nema með aðkomu Alþingis á nýjan leik, að því er segir á vef stjórnarráðsins. Meira »

Malbikað fyrir 1,4 milljarða

14:16 Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við malbikun á þessu ári. Til stendur að malbika 35 kílómetra af götum borgarinnar sem mun kosta rúmar 1.400 milljónir króna. Meira »

Ferðamenn rólegir yfir verkfallinu

14:05 Ferðamenn í anddyri Grand hótels Reykjavík virtust ekki kippa sér mikið upp við verkfall hótelstarfsfólks sem hófst á miðnætti. Allt virtist með kyrrum kjörum á meðan verkfallsverðir Eflingar gengu um svæðið. Meira »

Strompurinn fellur - beint

13:57 Skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi verður felldur í dag og er hægt að fylgjast með aðgerðinni í beinni útsendingu. Gert er ráð fyrir að fella mannvirkið í tveimur hlutum með nokkurra sekúndna millibili sá efri kem­ur til með að falla í suðaust­ur en neðri hlut­inn fell­ur í suðvest­ur. Meira »
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 26 þús. sem nýr. 30 Kw. hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós i...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 77.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoðu...