Vigdís segir SEA vera dótakassa

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur sent SEA formlega fyrirspurn um ...
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur sent SEA formlega fyrirspurn um hvaða fleiri verkefni eru á borði skrifstofunnar og á hún von á að fá svar við henni á næsta borgarráðsfundi. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég hef kallað þessa skrifstofu dótakassann því þarna eru ýmis verkefni, eins og bragginn, sem ættu heima hjá umhverfis- og skipulagssviði,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í samtali  við mbl.is, um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar (SEA).

Skrifstofan er staðsett í ráðhúsinu og var stofnuð árið 2012 þegar til­lög­ur um ein­föld­un á stjórn­kerfi Reykja­vík­ur­borg­ar voru samþykktar í borgarstjórn. „Þetta var raunverulega alltaf hugmynd og hugarfóstur Dags, að ráða yfir þessari skrifstofu og velja sér verkefni,“ segir Vigdís.

Hrólf­ur Jóns­son, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri SEA, sagði í samtali við mbl.is í gær að hann hafi aldrei nokkurn tíma rætt við Dag B. Eggertsson borgarstjóra um uppbygginguna við braggann í Nauthólsvík.

Hrólfur lét af störfum í apríl en sagði í viðtali á Morgunútvarpinu á Rás 2 í gær að það hafi verið á sinni ábyrgð að hafa ekki stigið inn þegar hluta af framúr­keyrslu, 120 millj­ón­um króna, var eytt í fram­kvæmd­ir við bragg­ann í Naut­hóls­vík án þess að heim­ild var fyr­ir því.

Vigdís gefur lítið fyrir skýringar Hrólfs og segir að þar sem skrifstofan er staðsett í ráðhúsinu hljóti skrifstofustjórinn að hafa unnið náið með borgarstjóra. Þá bendir hún á að skrifstofustjóri SEA, borgarlögmaður og borgarritari sitji alla borgarráðsfundi. „Þeir heyra allt sem fer fram, heyra alla pólitíkina, heyra öll vandamálin og leggja fram mál. Það eitt og sér gerir þetta svo ótrúverðugt með það sem Hrólfur segir. Ef Dagur hefði ekki heyrt þetta á skrifstofu ráðhússins hefði hann átt að heyra þetta þarna,“ segir Vigdís.

Vill fá upplýsingar um öll verkefni SEA

Vigdís hefur sent SEA formlega fyrirspurn um hvaða fleiri verkefni eru á borði skrifstofunnar og á hún von á að fá svar við henni á næsta borgarráðsfundi. „Ég vil fá að sjá öll verkefni þarna inni og hvað er verið að sýsla með og hvort að vinnubrögðin séu öll með þessum hætti á þessum verkefni sem þarna eru inni.“

Vigdís segir það enga lausn á braggamálinu að fyrrverandi skrifstofustjóri stígi fram og lýsi yfir ábyrgð. „Það er barnalegt að draga fram fyrrverandi starfsmann. Hann var á vettvangi og skrifstofustjóri en það eru engin gild rök fyrir því að hann sé að taka á sig þessa sök. Hann getur það ekki, þessi skrifstofa heyrir undir borgarstjóra og borgarritara og það er ómögulegt annað en að þarna hafa verið mikil samskipti á milli.“

Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdir við húsin þrjú á Nauthólsvegi 100 ...
Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdir við húsin þrjú á Nauthólsvegi 100 var 146-158 milljónir. Framkvæmdirnar hingað til hafa hins vegar kostað 415 milljónir. mbl.is/Hari

Athugun borgarlögmanns „aumt yfirklór“

At­hug­un embætt­is borg­ar­lög­manns, sem var birt í gær, 14 mánuðum eftir að óskað var eftir því, leiddi í ljós að inn­kauparegl­ur borg­ar­inn­ar voru brotn­ar við fram­kvæmd­ina. Ekki er þó um lög­brot að ræða, þar sem verk­efnið var ekki útboðsskylt, sam­kvæmt álit­inu.

Vigdís segir að seinagangur í vinnslu athugunarinnar sé enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkur. Hún ætlar hins vegar að gefa sér helgina til að fara yfir athugunina. „Mér finnst þetta álit aumt yfirklór, það hefði verið hægt að skila þessu áliti fyrir hádegi daginn sem var beðið um það.“

mbl.is

Innlent »

Skora á ráðuneyti að bregðast við

16:19 Hjúkrunarráð Landspítala skorar á heilbrigðisyfirvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í áskorun sem hjúkrunarráð sendi heilbrigðisráðuneyti í gær. Meira »

Pattstaða í fatasöfnun yfir jólin

16:00 „Allt þetta hökt í keðjunni hafði mikil áhrif. Við gátum ekki annað öllu sem okkur barst, en við erum að ná þessu upp aftur og fólk þarf ekki að óttast að ekki verði tekið við fötum í Sorpu um helgina,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins. Meira »

Skoða aðstæður barnshafandi á landsbyggðinni

15:56 Félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu á ríkisstjórnarfundi í morgun áform um skoða í sameiningu breytingar til að styðja betur við barnshafandi konur á landsbyggðinni og fjölskyldur þeirra. Meira »

Greiðir fyrir beinu flugi milli Íslands og Japans

15:28 Sendinefnd utanríkisráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fundaði með fulltrúum samgönguráðuneytis Japans í Tókýó í gær um gagnkvæm loftferðasamskipti. Meira »

Flugvirkjar semja við Bluebird

14:53 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara. Meira »

Mikill meirihluti vill seinkun klukku

14:48 Rúm 63% Íslendinga eru hlynnt því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er, en rúm 36% vilja óbreytta stöðu klukkunnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Meira »

Landsréttur staðfestir dóm yfir Cairo

14:11 Sextán ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Khaled Cairo, sem varð Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel í september árið 2017, hefur verið staðfestur af Landsrétti. Cairo mun una niðurstöðu Landsréttar. Meira »

Vatnsmýri verði 102 Reykjavík

13:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að þess verði farið á leit við póstnúmeranefnd Íslandspósts að Vatnsmýri fái póstnúmerið 102. Íbúar í Skerjafirði eru mótfallnir breytingunni og segja að íbúðaverð muni lækka við póstnúmerabreytinguna. Meira »

Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel

13:45 „Það gengur vel með Hjört sem lauk krabbameinsmeðferð þegar hann útskrifaðist frá Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hann þarf enn að taka krabbameinslyf. Hjörtur fór í jáeindaskanna í dag [í gær] og það kemur í ljós næstu daga hvort hann sé læknaður af krabbameininu,“ segir móðir hans. Meira »

Nauðungarvistun litlar skorður settar

13:38 Sérfræðinefnd Evrópuráðsins hefur ítrekað farið fram á endurbætur á lögræðislögum Íslands, en það er ekkert í íslenskum lögum sem kemur í veg fyrir að saga Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, endurtaki sig. Meira »

Umræðan drifin áfram af tilfinningu

13:37 Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra er ekki kunnugt um að nokkrum stað hafi verið gerður jafn ítarlegur gagnagrunnur um tekjur íbúa en nú er til um Íslendinga. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í dag vegna nýs vefs þar sem hægt er að skoða tekjuþróun Íslendinga 1991 til 2017. Meira »

Fleiri hjónabönd og færri skilnaðir

13:30 Alls gengu 3.979 einstaklingar í hjónaband á síðasta ári en 1.276 skildu, samkvæmt skráningu í Þjóðskrá Íslands.  Meira »

Vantaði innsýn þeirra sem hafa reynslu

13:07 Notendasamtökin Hugarafl segja að það hafi vantað innsýn einstaklinga með persónulega reynslu af því öngstræti sem það er að vilja ekki lifa lengur, í umtöluðu Kastljósviðtali vegna ummæla Öldu Karenar Hjaltalín um geðheilbrigðismál á þriðjudag. Meira »

Réðst á mann með skefti af álskóflu

13:06 Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 275 þúsund króna í miskabætur fyrir líkamsárás. Meira »

Fullyrðingarnar ósannaðar

12:27 Neytendastofa hefur bannað fyrirtækinu Törutrix ehf. að fullyrða í auglýsingu að varan Golden Goddess vinni gegn bólum, minnki fínar hrukkur og styrki húðina. Neytendastofa telur að fullyrðingarnar séu ósannaðar. Meira »

Hægt að árangursmæla stjórnvöld

12:12 „Hann býður upp á ótrúleg tækifæri til þess að taka góðar ákvarðanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is um nýjan gagnagrunn stjórnvalda um tekjur landsmanna. Þá segir hún gagnagrunninn gera stjórnvöldum kleift að meta félagslegan hreyfanleika á Íslandi. Meira »

Tekjuþróun allra landsmanna birt

11:05 Stjórnvöldum verður nú kleift að meta áhrif breytinga á sköttum og bótum á lífskjör einstakra hópa með nýjum gagnagrunni sem byggir á skattframtölum allra Íslendinga. Vefurinn tekjusagan.is veitir aðgengi að upplýsingum um lífskjör Íslendinga frá 1991 til ársins 2017. Meira »

Lottó og pylsa í Staðarskála

10:46 Hjón að norðan duttu í lukkupottinn á laugardag þegar þau keyptu lottómiða með pylsunni í Staðarskála því miðinn skilaði þeim 22 milljónum. Eldri borgari af Suðurlandi varð einnig milljónamæringur nýverið en hann tók þátt í EuroJackpot. Hann var alsæll enda snúið að lifa á lífeyrinum einum saman. Meira »

Hafnarvörður dróst með lyftara

10:35 Lyftara var ekið á hafnarvörð í Grindavík í vikunni að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Þrjú fiskikör voru á lyftaranum þegar atvikið átti sér stað og féll hafnarvörðurinn í jörðina við ákeyrsluna og dróst með honum nokkurn spöl áður en stjórnandi tækisins varð hans var. Meira »
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...
Söngkona óskast Óska eftir Söngkonu c.a
Söngkona óskast Óska eftir söngkonu ca 40-50 ára. Uppl. antonben@simnet.is...
Nissan Qashqai 2018
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3933554 NISSAN QASHQAI, 4...
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...