Vigdís segir SEA vera dótakassa

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur sent SEA formlega fyrirspurn um ...
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur sent SEA formlega fyrirspurn um hvaða fleiri verkefni eru á borði skrifstofunnar og á hún von á að fá svar við henni á næsta borgarráðsfundi. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég hef kallað þessa skrifstofu dótakassann því þarna eru ýmis verkefni, eins og bragginn, sem ættu heima hjá umhverfis- og skipulagssviði,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í samtali  við mbl.is, um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar (SEA).

Skrifstofan er staðsett í ráðhúsinu og var stofnuð árið 2012 þegar til­lög­ur um ein­föld­un á stjórn­kerfi Reykja­vík­ur­borg­ar voru samþykktar í borgarstjórn. „Þetta var raunverulega alltaf hugmynd og hugarfóstur Dags, að ráða yfir þessari skrifstofu og velja sér verkefni,“ segir Vigdís.

Hrólf­ur Jóns­son, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri SEA, sagði í samtali við mbl.is í gær að hann hafi aldrei nokkurn tíma rætt við Dag B. Eggertsson borgarstjóra um uppbygginguna við braggann í Nauthólsvík.

Hrólfur lét af störfum í apríl en sagði í viðtali á Morgunútvarpinu á Rás 2 í gær að það hafi verið á sinni ábyrgð að hafa ekki stigið inn þegar hluta af framúr­keyrslu, 120 millj­ón­um króna, var eytt í fram­kvæmd­ir við bragg­ann í Naut­hóls­vík án þess að heim­ild var fyr­ir því.

Vigdís gefur lítið fyrir skýringar Hrólfs og segir að þar sem skrifstofan er staðsett í ráðhúsinu hljóti skrifstofustjórinn að hafa unnið náið með borgarstjóra. Þá bendir hún á að skrifstofustjóri SEA, borgarlögmaður og borgarritari sitji alla borgarráðsfundi. „Þeir heyra allt sem fer fram, heyra alla pólitíkina, heyra öll vandamálin og leggja fram mál. Það eitt og sér gerir þetta svo ótrúverðugt með það sem Hrólfur segir. Ef Dagur hefði ekki heyrt þetta á skrifstofu ráðhússins hefði hann átt að heyra þetta þarna,“ segir Vigdís.

Vill fá upplýsingar um öll verkefni SEA

Vigdís hefur sent SEA formlega fyrirspurn um hvaða fleiri verkefni eru á borði skrifstofunnar og á hún von á að fá svar við henni á næsta borgarráðsfundi. „Ég vil fá að sjá öll verkefni þarna inni og hvað er verið að sýsla með og hvort að vinnubrögðin séu öll með þessum hætti á þessum verkefni sem þarna eru inni.“

Vigdís segir það enga lausn á braggamálinu að fyrrverandi skrifstofustjóri stígi fram og lýsi yfir ábyrgð. „Það er barnalegt að draga fram fyrrverandi starfsmann. Hann var á vettvangi og skrifstofustjóri en það eru engin gild rök fyrir því að hann sé að taka á sig þessa sök. Hann getur það ekki, þessi skrifstofa heyrir undir borgarstjóra og borgarritara og það er ómögulegt annað en að þarna hafa verið mikil samskipti á milli.“

Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdir við húsin þrjú á Nauthólsvegi 100 ...
Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdir við húsin þrjú á Nauthólsvegi 100 var 146-158 milljónir. Framkvæmdirnar hingað til hafa hins vegar kostað 415 milljónir. mbl.is/Hari

Athugun borgarlögmanns „aumt yfirklór“

At­hug­un embætt­is borg­ar­lög­manns, sem var birt í gær, 14 mánuðum eftir að óskað var eftir því, leiddi í ljós að inn­kauparegl­ur borg­ar­inn­ar voru brotn­ar við fram­kvæmd­ina. Ekki er þó um lög­brot að ræða, þar sem verk­efnið var ekki útboðsskylt, sam­kvæmt álit­inu.

Vigdís segir að seinagangur í vinnslu athugunarinnar sé enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkur. Hún ætlar hins vegar að gefa sér helgina til að fara yfir athugunina. „Mér finnst þetta álit aumt yfirklór, það hefði verið hægt að skila þessu áliti fyrir hádegi daginn sem var beðið um það.“

mbl.is

Innlent »

Mengunin hverfur með „Soda Stream“

16:22 „Þetta er í sjálfu sér einföld aðferð,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, verkefnastjóri hjá CarbFix teymi á Hellisheiði. Undanfarin ellefu ár hefur aðferð verið þróuð sem hefur skilað sér í því að nú eru þau farin að binda um 10 þúsund tonn árlega af losun Hellisheiðarvirkjunar og meirihlutann af brennisteinsvetninu sem verksmiðjan losaði. Meira »

Mikið vatnsveður á höfuðborgarsvæðinu

16:15 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðarfirði. Búast má við hvössum vindi og snörpum vindkviðum við fjöllum og færð er varasöm fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er beðið um að kanna hvort niðurföll séu í lagi. Meira »

Sagt upp fyrirvarlaust eftir 44 ár

15:56 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vöku hf, björgunarfélag, til að greiða karlmanni á sjötugsaldri rúmar 2,8 milljónir króna með dráttarvöxtum í skaðabætur fyrir að hafa sagt honum fyrirvaralaust upp störfum, án uppsagnarfrest, eftir 44 ára starf hjá fyrirtækinu. Meira »

Vilja lækka skatta og auka útgjöld

15:55 Miðflokkurinn segir of mikinn útgjaldavöxt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og leggur til að auka útgjöld ríkissjóðs um 2,4 milljarða króna. Þá leggur flokkurinn einnig til í breytingartillögum sínum við frumvarpið að tekjur verði 4,8 milljörðum minni. Meira »

Banksy lofi nýju verki verði Jón dæmdur

15:42 Listamaðurinn Banksy virðist hafa fengið veður af umræðunni um verk Jóns Gnarr, en hann sendi borgarstjóranum fyrrverandi skilaboð í dag og sagðist myndu senda Jóni nýtt verk yrði hann dæmdur fyrir að eyðileggja verkið. Meira »

Margir lesa á íslensku sér til gamans

14:59 Nær helmingur landsmanna sagðist að jafnaði lesa sér til gamans í hverri viku samkvæmt nýjustu könnun MMR á lestrarvenjum, eða 42%. 68% svarenda kváðust hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar síðustu tólf mánuði. Meira »

Fleiri innbrot og kynferðisbrot

14:34 Kynferðisbrotum og innbrotum fjölgaði nokkuð í október miðað við meðaltal síðustu sex mánuði, að því er segir í afbrotatölfræði lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu fyrir október. Voru kynferðisbrot 21 talsins sem er 30% fleiri en meðaltal síðustu sex mánuði. Meira »

Geta nú samið um Síberíuflugleiðina

14:33 Rússar gera ekki lengur kröfu um að íslenskir flugrekendur sem vilja nota Síberíuflugleiðina haldi jafnframt uppi beinu áætlunarflugi til áfangastaðar í Rússlandi. Hingað til hafa skilmálar Rússa verið mjög strangir og þannig komið í veg fyrir að íslensk félög gætu samið um notkun flugleiðarinnar. Meira »

Brugðist við lyfjaskorti

14:01 Lyfjastofnun hefur gripið til aðgerða til þess að bregðast við lyfjaskorti og er markmið þeirra að bæta yfirsýn stofnunarinnar og auðvelda henni að grípa til ráðstafana þegar nauðsyn krefur. Meira »

Mótmæla að grafarró verði raskað

13:45 Á sunnudaginn verður gjörningur í Víkurgarði í miðborg Reykjavíkur frá klukkan 14:00 til 16:00 til að mótmæla því að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel. Meira »

Krónan fylgir ekki lengur sjávarútvegi

12:59 Það kom mörgum á óvart að krónan skyldi ekki veikjast þegar sjómenn fóru í verkfall á síðasta ári, en gjaldeyristekjur streyma núna inn úr fleiri áttum, s.s. í gegnum ferðaþjónustu. Meira »

Vélar WOW og Southwest rákust saman

12:33 Bandarísk flugmálayfirvöld hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað á alþjóðaflugvellinum í St. Louis í gær þegar flugvélar WOW air og Southwest Airlines rákust saman. Meira »

Útilokar ekki frekari frestun orkupakka

11:39 Ekki er útilokað að framlagning frumvarps um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins frestist lengur en til vorþings. Þetta segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Nýtt neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur

11:36 Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til samninga um kaup á húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur. Í skýlinu, sem er fyrir unga karlmenn í neyslu, verður sólarhringsvakt og er áætlaður rekstrarkostnaður um 115 milljónir á ári. Meira »

Þörf á 4.000 íbúðum í borginni

11:08 Samkvæmt nýrri greiningu Capacent á stöðu og horfum á fasteignamarkaði í Reykjavík vantar um 4.000 íbúðir á næstu árum til að fullnægja þörf fyrir nýjar íbúðir í borginni. Eins og staðan er í dag verða hins vegar aðeins byggðar um 1.350 íbúðir í borginni á næstu tveimur árum. Meira »

Fordæmir vinnubrögð Sjómannafélagsins

10:38 Stéttarfélagið Framsýn fordæmir „ólýðræðisleg vinnubrögð“ trúnaðarráðs Sjómannafélags Íslands, vegna brottreksturs Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem boðið hefur sig fram til formanns í félaginu. Meira »

Frekar verkfall en 4% launahækkun

10:26 „Það er alveg ljóst að í þeim kjaraviðræðum sem fram undan eru mun íslenskt verkafólk fremur velja harða kjarabaráttu og jafnvel vinnustöðvanir en að þiggja að hámarki 4% launahækkun í þriggja ára samningi,“ segir í tilkynningu frá Framsýn, stéttarfélagi Þingeyinga. Meira »

Innbrot enn til rannsóknar

10:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar fjölmörg innbrot í bifreiðar að undanförnu. Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hafa nokkrir einstaklingar verið handteknir í tengslum við rannsóknina og þeir yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Meira »

Bótamál Ástu Kristínar til Hæstaréttar

10:21 Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings í máli hennar gegn íslenska ríkinu. Ásta Kristín var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi og krafðist þess að ríkinu yrði gert að greiða henni fjórar milljónir í skaðabætur vegna málsins. Meira »
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
Sólbaðsstofa Súper sól
Enduropna Sólbaðsstofu Súper sól í Hólmaseli 2, 109 Reykjavík. Nýir sól- og ko...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...