Krefja Geymslur um tíu milljónir

Húsnæðið var í rústum eftir eldsvoðann.
Húsnæðið var í rústum eftir eldsvoðann. mbl.is/RAX

Tvö mál verða þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn þar sem eigendur Geymslna í Miðhrauni eru krafðir um annars vegar níu milljónir króna í bætur og hins vegar um 1,2 milljónir.

Að sögn Guðna Á. Haraldssonar hjá Löggarði, lögmanns 45 manna hóps sem hefur leitað réttar síns eftir að hafa misst eigur sínar í eldsvoðanum Miðhrauni í apríl, eru málin ólík í eðli sínu. Þeim er ætlað að endurspegla þau mál sem eru að baki öllum þeim sem hafa krafist skaðabóta.

Hann reiknar með því að eitt til tvö mál muni bætast við og að látið verði reyna á þau fyrir dómi, hugsanlega eftir hálfan mánuð.

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur

Neita öllum kröfum

Fyrir rúmum mánuði sendi Guðni bréf til lögmanns Geymslna þar sem umbjóðendur hans kröfðust þess að þeim yrðu afhentir þeir munir sem þeir geymdu í húsnæðinu. „Ef umbjóðandi yðar getur orðið við kröfum um­bjóðenda minna þá fagna þeir því. Ef ekki þá óska þeir viðræðna við hann um greiðslu bóta sem samsvara því tjóni og þeim kostnaði sem þeir hafa orðið fyrir. Ef ekki þá munu þeir leita réttar síns fyrir dómstólum,“ sagði í bréfinu.

Aðspurður segir Guðni að forsvarsmenn Geymslna hafi neitað öllum kröfum og þeir telji málið sér óviðkomandi en Geymslur er dótturfélag Securitas. Hann segir viðbrögð fyrirtækisins alls ekki hafa komið sér á óvart. „Þeir hafa frá upphafi komið svona fram. Þeir beindu viðskiptavinum sínum strax til sinna tryggingafélaga, í staðinn fyrir að segja: „Við erum tryggðir“,“ segir hann og nefnir að fyrirtækið hafi ekki verið tryggt fyrir tjóninu. Það hafi undanskilið í sínum tryggingum tjón vegna eldsvoða.

„Frá fyrsta degi er verið að reyna að koma sér undan öllu og það er ekki mikill trúnaður í þessu máli af þeirra hálfu. Þeir taka enga sök á sig.“

Slökkviliðsmenn glímdu við mikinn eld í húsnæði Icewear og Geymslna ...
Slökkviliðsmenn glímdu við mikinn eld í húsnæði Icewear og Geymslna í Miðhrauni. mbl.is/Eggert

Neytendaréttarmál í grunninn

Lögmaðurinn telur að Geymslur muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hafna kröfunum fyrir héraðsdómi. „Í grunninn er þetta neytendaréttarmál. Þarna eru neytendur sem eiga viðskipti við aðila sem selur þjónustu sína. Honum ber að sjá til þess að hann geti skilað svona eignum til baka ef hann tekur við þeim, það er svo einfalt,“ segir hann og nefnir í þessu samhengi neytendaréttartilskipun Evrópuráðsins.

„Þessum aðilum ber að tryggja sig. Þeir geta ekkert skýlt sér á bak við það að svona hlutir eyðileggist í eldsvoða, sem er ekki viðskiptavinum þeirra á neinn hátt viðkomandi, heldur miklu frekar þeim. Það er þeirra húsnæði sem eyðileggst í eldsvoðanum og það eru þeir sem bera ábyrgð á því, ekki viðskiptamennirnir.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Munu vefengja verðmætin

Að sögn Guðna hafa tveir dómar nýverið fallið í svipuðum málum í héraði þar sem fallist hefur verið á rétt neytenda. Hann reiknar með því að Geymslur muni reyna að vefengja verðmæti munanna sem voru geymdir þar en segist ekki hafa áhyggjur af því. Dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að meta það.

Teljið þið ykkur vera með gott mál í höndunum?

„Við ætlum bara að fylgja þessu eftir af fullri hörku. Þarna er réttur einstaklinganna til staðar og við teljum að þau hafi mjög góðan málsstað.“

Frá Miðhrauni.
Frá Miðhrauni. mbl.is/RAX
mbl.is

Innlent »

Bleikjan að taka við sér í Mývatni

08:18 Bleikjustofninn í Mývatni hefur tekið við sér síðustu ár og þakkar Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnslífríkis á Hafrannsóknastofnun, árangurinn fyrst og fremst öflugri veiðistjórnun. Meira »

Fögnuðu konudegi viku of snemma

07:57 Rangar upplýsingar í sumum dagatölum og dagbókum urðu þess valdandi um helgina að nokkrir „hlupu“ konudaginn, þ.e. héldu að konudagurinn hefði verið sl. sunnudag. Meira »

68 börn á ári

07:48 Áætlað er að í kringum 68 börn fæðist með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni á hverju ári á Íslandi. Þetta þýðir að heild­ar­fjöldi einstak­linga með ódæmi­gerð kynein­kenni á Íslandi er um sex þúsund manns. Meira »

Fjórfaldur danssigur í Boston

07:37 Íslenskir dansarar unnu fjórfaldan sigur í Boston í Bandaríkjunum um helgina. Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar (DÍH) höfðu sigur í tveimur flokkum; í U-21 ballroom dönsum og í flokki rísandi stjarna í ballroom. Þá voru þau í sjötta sæti í flokki ballroom-áhugadansara. Meira »

„Saman getum við allt“

07:28 Hún hefur barist fyrir réttindum fólks í áratugi og það hefur tekið sinn toll. Þetta er gjaldið sem þú greiðir fyrir að tjá skoðanir þínar. „Það verður alltaf til fólk, sérstaklega karlar, sem finnst að sér vegið og reyna sitt besta til þess að þagga niður í þér,“ segir Alexandra Pascalidou. Meira »

Hálkublettir á Hellisheiði

07:26 Vegir eru víða auðir á Suðvesturlandi en hálkublettir meðal annars á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði. Hálka er á Bláfjallavegi og Krýsuvíkurvegi. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Spáð allt að 40 m/s

06:54 Gengur í austanstorm í kvöld og nótt. Útlit fyrir hríð á fjallvegum um land allt með lélegu skyggni. Austan 20-25 m/s undir Eyjafjöllum í nótt með hviðum um 40 m/s. Varahugavert ferðaveður, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Meira »

Í vímu með börnin í bílnum

05:58 Lögreglan hefur kært par fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna með tvö ung börn í bílnum. Bifreið þeirra var stöðvuð í gærkvöldi í Garðabæ og börnunum komið í öruggar hendur. Málið er komið til barnaverndaryfirvalda. Meira »

Skýrt umboð í viðræðunum

05:30 Tæplega 90% þeirra kúabænda sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Bændasamtaka Íslands vilja halda í kvótakerfi í mjólkurframleiðslu. Aðeins rúm 10% kjósa að gefa framleiðsluna frjálsa. Meira »

Kanna samlegð með streng frá Noregi

05:30 „Það er gott að vita að eitthvað er að gerast í þessum málum. Við höfum haft meiri áhyggjur af því að lítið væri að gerast. Svo verður að koma í ljós hvað verður í framhaldinu.“ Meira »

Heimavellir selja íbúðir á Hlíðarenda

05:30 Leigufélagið Heimavellir hyggst hefja sölu nýrra íbúða á Hlíðarenda í mars. Íbúðirnar verða á svonefndum E-reit en alls verða 178 íbúðir á reitnum fullbyggðum. Meira »

Helsta vonin að loðna finnist fyrir norðan

05:30 Loðnuleit verður haldið áfram norður með Austfjörðum og vestur með Norðurlandi næstu daga. Áætlað var að rannsóknaskipið Árni Friðriksson og Polar Amaroq héldu úr höfn í gærkvöldi, en þriðja leitarskipið, Ásgrímur Halldórsson SF, var austur af Langanesi síðdegis í gær. Meira »

Tvísýnt um lausn

05:30 Forystumenn innan Alþýðusambandsins eiga von á því að ríkisstjórnin kynni þeim í dag hvaða skattabreytingum stjórnvöld eru reiðubúin að beita sér fyrir til að greiða fyrir lausn yfirstandandi kjaraviðræðna. Meira »

Dill missti Michelin- stjörnuna

05:30 Veitingastaðurinn Dill Restaurant, sem var eini veitingastaður landsins með hina eftirsóttu Michelin-stjörnu, hefur nú misst krúnuna. Meira »

Hafa ekkert með stjórn Gamma að gera

Í gær, 22:40 Samkeppniseftirlitið hefur enn ekki heimilað kaup Kviku á Gamma og bankinn er því ekki eigandi félagsins. Þetta segir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, í svari við fyrirspurn mbl.is vegna þeirrar yfirlýsingar VR að félagið taki allt fé sitt úr eignastýringu hjá Kviku verði hækkun leigu hjá Almenna leigufélaginu ekki afturkölluð. Meira »

Kom sjálfum sér á óvart með söngnum

Í gær, 22:20 „Frumsýningin gekk eins og í sögu og það voru allir í sæluvímu eftir hana,“ segir Mímir Bjarki Pálmason, annar aðalleikarinn í söngleiknum Xanadú sem nemendur Verslunarskóla Íslands frumsýndu á dögunum. Meira »

Færa inngang og sleppa við friðlýsingu

Í gær, 22:03 Landssímareiturinn verður ekki friðlýstur geri Lindarvatn breytingu á hönnun byggingar sinnar, segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, í samtali við mbl.is. Lindarvatn muni þó sækja að fá tjón sitt vegna sex vikna tafa á framkvæmdum bætt. Meira »

Lilja: „Sigur fyrir söguna“

Í gær, 21:39 „Ég lít svo á að þessi lausn sé sigur fyrir söguna – fyrir sögu Víkurgarðs sem mun öðlast verðugan sess og fyrir okkur sem þjóð sem vill þekkja uppruna sinn,“ segir í Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra. Meira »

Fallast á verndun Víkurgarðs

Í gær, 21:05 Fallist hefur verið á sjónarmið Minjastofnunar um verndun Víkurgarðs og hefur stofnunin því dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Minjastofnun sendi frá sér nú í kvöld. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Citroen c5 station 2008 til sölu
Vel með farin C5 station til sölu .skoðaður 19. nagladekk. óryðgaður. skipti mög...