Unga fólkið situr uppi með afleiðingarnar

Fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. Yfir 20.000 manns ...
Fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. Yfir 20.000 manns eru staddir í borginni í tengslum við ráðstefnunni m.a. samtökin Ungir umhverfissinnar frá Íslandi. AFP

„Það sem vekur sérstaka athygli mína og veitir mér von eftir því sem maður talar við fleiri er að þetta eru alltaf sömu meginatriðin sem við erum að eiga við, jafnvel þó þetta séu mjög ólík heimssvæði,“ segir Pétur Halldórsson formaður Ungra umhverfissinna.

Hann er staddur  á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú er haldinn í Katowice í Póllandi og er það í fyrsta skipti sem samtökin eiga þar fulltrúa. Yfir 20.000 manns eru í Katowice í tengslum við ráðstefnuna og segir Pétur umfangið mikið. „Þetta er svolítið yfirþyrmandi. Það eru mörg ríki ýmist sér eða sameiginlega með skála, eins og norrænu ríkin gera með Norræna skálanum og þar er fullt af hliðarviðburðum.“

Ungir umhverfissinnar stóðu einmitt fyrir einum slíkum viðburði í samstarfi við norrænu ráðherranefndina, en þau skipulögðu þá pallborsumræður sem fram fóru í Norræna skálanum. Ritari samtakanna, Sigurður Thorlacius, mun svo flytja tölu á Arctic Day ráðstefnunni sem haldin verður í Katowice á laugardag.

Pétur segir engu að síður gott hljóð í fólki. „Þetta eru náttúrulega mjög þung málefni og það er ástæða fyrir að fólk er hérna, þannig að ég get ekki sagt að það sé ánægt með ástandið.“

Frá vinstri: Sigurður Thorlacius, ritari Ungra umhverfissinna og Pétur Halldórsson, ...
Frá vinstri: Sigurður Thorlacius, ritari Ungra umhverfissinna og Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna og stofnandi AYN. Ljósmynd/Aðsend

Vilja tala við sem flesta

Ungir umhverfissinnar tilheyra tiltölulega nýstofnuðu alþjóðlegu tengslaneti ungmenna um norðurslóðir, Arctic Youth Network (AYN). „Við hittum við hóp frá Alaska á Arctic Circle í fyrra sem heitir Arctic Youth Ambassadors,“ segir Pétur um tildrög heimskautaráðsins og kveður þau þá hafa vitað lítið um hvað væri að gerast í Alaska. „Út frá því ákváðum við að stofna tengslanetið og það er það sem við vorum að kynna á þessari málstofu hjá ráðherranefndinni og það er það sem er okkar boðskapur hér.“

Um 90-100 manns frá 27 löndum eru nú í AYN tengslanetinu. Mikill fjöldi ungmenna þá nú staddur í Katowice og segir Pétur takmarkið að ná að tala við sem flest þeirra. Tilgangur tengslanetsins sé enda að vera vettvangur fyrir ungt fólk af ólíkum land- og menningarsvæðum til að beina athyglinni að loftslagsmálum, lífbreytileika (e. biodiversity), menningalegu jafnrétti og hvernig þessir þættir tengjast innbyrðis.

„Það eru allir smátt og smátt að gera sér grein fyrir því að við höfum ekki tíma til að vera í tvær vikur að leysa eitt vandamál og tvær vikur að leysa það næsta af því að vandamálin eru alltof mörg,“ segir Pétur og kveður þau verða vör við mikinn áhuga. Nauðsynlegt sé líka að allir séu samstilltir, jafnvel þó að þeir séu að einbeita sér að mismunandi þáttum.

Frá vinstri: Juno Berthelsen, Grænlandi. Tinna Hallgrímsdóttir, viðburða- og skemmtanastýra ...
Frá vinstri: Juno Berthelsen, Grænlandi. Tinna Hallgrímsdóttir, viðburða- og skemmtanastýra Ungra umhverfissinna. Olga Nikolaeva, Rússlandi. Ljósmynd/Aðsend

Bitnar á samfélögunum á jaðri veraldar

Pétur nefnir þann mikla fjölda málstofa sem er í boði í tengslum við loftslagsrástefnuna máli sínu til stuðnings. Þar megi m.a. finna málsstofur um tengsl loftslagsbreytinga við kynjajafnrétti, loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á fólksflutninga, sem og ójöfn áhrif þeirra á menningahópa.

„Ég var  á málsstofu þar sem var verið að fjalla um bein áhrif loftslagsbreytinga á bæi sem er búið að ákveða að þurfi að flytja,“ segir Pétur og nefnir að þar hafi komið fram að í Alaska væri hitastigið búið að hækka um 3°.

„Hækki hitastig jarðar að meðaltali um 2° þá þýðir það um 4-5° hlýnun á Norðurslóðum. Þessi samfélög sem búa þarna á jaðri veraldar hafa ekki verið að taka sama þátt í þessum útblæstri sem bitnar svo á þeim.“ Þetta sé nokkuð sem tengist menningarlega jafnréttinu sem tengslaráðið beini athygli sinni að. „Við erum með hagkvæm verkfæri til að ná þessu í fókus,“ segir hann og kveður þau hafa fengið góðar viðtökur.

Greta Thunberg, 15 ára sænsk skólastúlka, sagði leiðtoga heims haga ...
Greta Thunberg, 15 ára sænsk skólastúlka, sagði leiðtoga heims haga sér eins og ódæl börn varðandi loftslagsmálin. AFP

Unga fólkið í lykilstöðu

15 ára sænsk stúlka, Greta Thunberg, sem í allt haust hefur staðið fyrir skólaverkföllum til að vekja athygli á loftslagsmálum, flutti tölu á loftslagsráðstefnunni.  Sakaði hún þar leiðtoga heims um að haga sér eins og óá­byrg­ir krakk­ar.

„Í 25 ár hef­ur fjöldi manna komið á lofts­lags­ráðstefn­ur Sam­einuðu þjóðanna og beðið leiðtoga heims að stöðva los­un­ina. Það hef­ur greini­lega ekki virkað af því að út­blástur­inn held­ur áfram að aukast. Þess vegna ætla ég ekki að biðja leiðtoga heims um að láta sig framtíðina varða. Þess í stað ætla ég að láta þá vita að breyt­ing­arn­ar verða hvort sem þeim lík­ar það eða ekki,“ sagði Greta í ræðu sinni.

Pétur segir þetta gott dæmi um það að ungt fólk láti sig loftslagsmálin varða. „Það er fólkið sem situr uppi með afleiðingarnar þegar tíminn líður. Unga fólkið er líka í lykilstöðu,“ sagði hann og kvað það lýsa sér vel í tengslanetinu. „Þegar við erum sammála um að þessi lykilatriði [loftslagsmálin, lífbreytileiki og menningarlegt jafnrétti] séu samtengt, líkt og öll sjálfbær þróun þá myndast svo mikið traust að umræðan okkar á milli getur, óháð landamærum, verið miklu frjálsari og dýpri en fulltrúa ríkja sem eru að gæta sinna hagsmuna.“

Unga fólkið snúi þessu við með því að vera ekki fulltrúar einhvers ákveðins ríkis eins og Íslands, Grænlands eða Rússlands. „Við erum í sama liði og þetta er eitthvað sem er  nauðsynlegt til að geta leyst þennan vanda – að við sem það getum tengjum á jafningjagrundvelli um allan heiminn.“

Það hafi líka vakið sér bæði athygli og von eftir því sem hann tali við fleiri að meginatriðin séu allltaf þau sömu óháð heimssvæðum. „Það er þess vegna sem við hönnuðum þetta tengslanet með þessari áherslu að loftslagsmál, lífbreytileiki og menningalegt jafnrétti sem grundvallaratriði. Auðvitað skipta öll 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna jafnmiklu máli, en þetta finnst okkur veita okkur fókusinn sem sameinar okkur og setur í sama bát.“

mbl.is

Innlent »

Reykvísk börn læri meira í forritun

19:30 Framboð forritunarnáms og forritunarkennslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar mun aukast, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða af fulltrúm allra flokka á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag. Meira »

Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

18:20 Dómur í enn einu dómsmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, kenndum við Subway eða félögum í hans eigu, féll á föstudaginn sl. Þá dæmdi Landsréttur Skúla til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur til þrotabúsins þrátt fyrir að hann hefði ekki haft formlega stöðu í félaginu. Skiptastjóri þrotabúsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir niðurstöðuna mjög sjaldgæfa. Meira »

Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

17:56 Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg en búast má við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Meira »

Suðurlandsvegur opinn á ný

17:54 Tveir voru fluttir slasaðir til aðhlynningar í Reykjavík eftir árekstur nærri gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar síðdegis. Lögregla hefur nú rannsakað vettvang slyssins og búið er að opna Suðurlandsveg á ný. Meira »

Hafði farið ránshendi um fríhafnir

17:42 Karlmaður var handtekinn um helgina af lögreglumönnum í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum en hann hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnandi og á Írlandi og síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Ný samgöngumiðstöð færist nær

17:01 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu meirihlutans þess efnis að efnt verði til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins í Vatnsmýri með það að markmiði að þar rísi alhliða samgöngumiðstöð, sem einnig geti þjónað sem flugstöð Reykjavíkurflugvallar. Meira »

Rannsókn vopnaðs ráns á frumstigi

16:23 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vopnuðu ráni sem var framið í verslun Iceland í Glæsibæ í gærmorgun er á frumstigi. Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavél verslunarinnar en vegna tækniörðugleika bárust þær upptökur ekki fyrr en í dag. Ræninginn talaði erlent tungumál segja heimildir mbl.is. Meira »

Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss

16:20 Suðurlandsvegur austan við gatnamót við Biskupstungnabraut er lokaður eftir að árekstur varð með tveimur bifreiðum þar. Unnið er að því að klippa út einn aðila úr hvorum bíl. Þeir eru báðir með meðvitund en ekki er vitað frekar um ástand þeirra. Meira »

„Fólk sem hatar rafmagn“

15:59 Orkumálastjóri segir ofbeldið í kvikmyndinni Kona fer í stríð jafn úrelt og bogi og örvar sem stríðstól. Hann fjallar um myndina í jólaerindi á vef stofnunnar og segir hana einfaldað ævintýri en pistillinn ber yfirskriftina „Fólk sem hatar rafmagn“. Meira »

Losaði sig við fíkniefni við vopnaleit

15:55 Ferðalangur á leið í flug til Alicante sást losa sig við poka með hvítu dufti í vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nýverið. Lögregla hafði uppi á aðilanum í fríhöfn flugstöðvarinnar og tók af honum vettvangsskýrslu áður en hann fékk að halda för sinni áfram Meira »

„Fer alfarið eftir fæðingardegi barns“

15:46 Reglugerð um hækkun á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi frá 1. janúar 2019 tekur til foreldra barna sem fæðast á árinu 2019. Eldri fjárhæðir gilda áfram vegna barna sem fæddust, voru ættleidd eða tekin í fóstur á tímabilinu 1. janúar 2017 - 31. desember 2018. Meira »

Júlíus Vífill áfrýjar dóminum

15:44 Júlíus Vífill Ingvarsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, en hann var í dag dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Þetta staðfestir Hörður Felix Harðarson, verjandi Júlíusar, við mbl.is. Meira »

Varað við aurskriðum og vatnavöxtum

15:11 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Fylgdarakstur í göngunum vegna þrifa

14:56 Aðfaranótt 19. desember frá kl. 22 til 07 verður fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa.   Meira »

Rigning og auð jörð á aðfangadag

14:19 „Það er ekki útlit fyrir hvít jól í Reykjavík,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hálfgert haustveður hefur verið á landinu síðustu daga og ekki er líklegt að jólin verði hvít, nema þá kannski helst á norðausturhlutanum. Meira »

Guðmundur skoðar mál FH

14:10 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, verður settur til að taka ákvörðun um hvort hefja eigi málsmeðferð vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um framkvæmdir og kaup á mannvirkjum í Kaplakrika. Meira »

Valitor veitir jólaaðstoð

13:45 Stjórn Valitor veitti Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og Jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu, sem er samvinnuverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð, styrk til að aðstoða efnalitlar fjölskyldur fyrir jólin. Meira »

Allt að 6.500 m² samgöngumiðstöð

13:40 Óheppilegt væri að halda því opnu hvort húsnæði BSÍ stæði eða viki í samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar á svokölluðum Umferðarmiðstöðvarreit. Þetta meðal þess sem fram kemur í skýrslu starfshóps Reykjavíkurborgar og Strætó bs. sem gert var að undirbúa samkeppnina. Meira »

Borgin setur upp vatnspósta á fjölförnum stöðum

13:39 Reykjavíkurborg er að byrja að setja upp vatnspósta á torgum, útivistasvæðum og fjölförnum stöðum.   Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...
Byggingarstjóri
Löggildur byggingarstjóri Sími 659 5648 stebbi_75@hotmail.com ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...