Unga fólkið situr uppi með afleiðingarnar

Fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. Yfir 20.000 manns ...
Fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. Yfir 20.000 manns eru staddir í borginni í tengslum við ráðstefnunni m.a. samtökin Ungir umhverfissinnar frá Íslandi. AFP

„Það sem vekur sérstaka athygli mína og veitir mér von eftir því sem maður talar við fleiri er að þetta eru alltaf sömu meginatriðin sem við erum að eiga við, jafnvel þó þetta séu mjög ólík heimssvæði,“ segir Pétur Halldórsson formaður Ungra umhverfissinna.

Hann er staddur  á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú er haldinn í Katowice í Póllandi og er það í fyrsta skipti sem samtökin eiga þar fulltrúa. Yfir 20.000 manns eru í Katowice í tengslum við ráðstefnuna og segir Pétur umfangið mikið. „Þetta er svolítið yfirþyrmandi. Það eru mörg ríki ýmist sér eða sameiginlega með skála, eins og norrænu ríkin gera með Norræna skálanum og þar er fullt af hliðarviðburðum.“

Ungir umhverfissinnar stóðu einmitt fyrir einum slíkum viðburði í samstarfi við norrænu ráðherranefndina, en þau skipulögðu þá pallborsumræður sem fram fóru í Norræna skálanum. Ritari samtakanna, Sigurður Thorlacius, mun svo flytja tölu á Arctic Day ráðstefnunni sem haldin verður í Katowice á laugardag.

Pétur segir engu að síður gott hljóð í fólki. „Þetta eru náttúrulega mjög þung málefni og það er ástæða fyrir að fólk er hérna, þannig að ég get ekki sagt að það sé ánægt með ástandið.“

Frá vinstri: Sigurður Thorlacius, ritari Ungra umhverfissinna og Pétur Halldórsson, ...
Frá vinstri: Sigurður Thorlacius, ritari Ungra umhverfissinna og Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna og stofnandi AYN. Ljósmynd/Aðsend

Vilja tala við sem flesta

Ungir umhverfissinnar tilheyra tiltölulega nýstofnuðu alþjóðlegu tengslaneti ungmenna um norðurslóðir, Arctic Youth Network (AYN). „Við hittum við hóp frá Alaska á Arctic Circle í fyrra sem heitir Arctic Youth Ambassadors,“ segir Pétur um tildrög heimskautaráðsins og kveður þau þá hafa vitað lítið um hvað væri að gerast í Alaska. „Út frá því ákváðum við að stofna tengslanetið og það er það sem við vorum að kynna á þessari málstofu hjá ráðherranefndinni og það er það sem er okkar boðskapur hér.“

Um 90-100 manns frá 27 löndum eru nú í AYN tengslanetinu. Mikill fjöldi ungmenna þá nú staddur í Katowice og segir Pétur takmarkið að ná að tala við sem flest þeirra. Tilgangur tengslanetsins sé enda að vera vettvangur fyrir ungt fólk af ólíkum land- og menningarsvæðum til að beina athyglinni að loftslagsmálum, lífbreytileika (e. biodiversity), menningalegu jafnrétti og hvernig þessir þættir tengjast innbyrðis.

„Það eru allir smátt og smátt að gera sér grein fyrir því að við höfum ekki tíma til að vera í tvær vikur að leysa eitt vandamál og tvær vikur að leysa það næsta af því að vandamálin eru alltof mörg,“ segir Pétur og kveður þau verða vör við mikinn áhuga. Nauðsynlegt sé líka að allir séu samstilltir, jafnvel þó að þeir séu að einbeita sér að mismunandi þáttum.

Frá vinstri: Juno Berthelsen, Grænlandi. Tinna Hallgrímsdóttir, viðburða- og skemmtanastýra ...
Frá vinstri: Juno Berthelsen, Grænlandi. Tinna Hallgrímsdóttir, viðburða- og skemmtanastýra Ungra umhverfissinna. Olga Nikolaeva, Rússlandi. Ljósmynd/Aðsend

Bitnar á samfélögunum á jaðri veraldar

Pétur nefnir þann mikla fjölda málstofa sem er í boði í tengslum við loftslagsrástefnuna máli sínu til stuðnings. Þar megi m.a. finna málsstofur um tengsl loftslagsbreytinga við kynjajafnrétti, loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á fólksflutninga, sem og ójöfn áhrif þeirra á menningahópa.

„Ég var  á málsstofu þar sem var verið að fjalla um bein áhrif loftslagsbreytinga á bæi sem er búið að ákveða að þurfi að flytja,“ segir Pétur og nefnir að þar hafi komið fram að í Alaska væri hitastigið búið að hækka um 3°.

„Hækki hitastig jarðar að meðaltali um 2° þá þýðir það um 4-5° hlýnun á Norðurslóðum. Þessi samfélög sem búa þarna á jaðri veraldar hafa ekki verið að taka sama þátt í þessum útblæstri sem bitnar svo á þeim.“ Þetta sé nokkuð sem tengist menningarlega jafnréttinu sem tengslaráðið beini athygli sinni að. „Við erum með hagkvæm verkfæri til að ná þessu í fókus,“ segir hann og kveður þau hafa fengið góðar viðtökur.

Greta Thunberg, 15 ára sænsk skólastúlka, sagði leiðtoga heims haga ...
Greta Thunberg, 15 ára sænsk skólastúlka, sagði leiðtoga heims haga sér eins og ódæl börn varðandi loftslagsmálin. AFP

Unga fólkið í lykilstöðu

15 ára sænsk stúlka, Greta Thunberg, sem í allt haust hefur staðið fyrir skólaverkföllum til að vekja athygli á loftslagsmálum, flutti tölu á loftslagsráðstefnunni.  Sakaði hún þar leiðtoga heims um að haga sér eins og óá­byrg­ir krakk­ar.

„Í 25 ár hef­ur fjöldi manna komið á lofts­lags­ráðstefn­ur Sam­einuðu þjóðanna og beðið leiðtoga heims að stöðva los­un­ina. Það hef­ur greini­lega ekki virkað af því að út­blástur­inn held­ur áfram að aukast. Þess vegna ætla ég ekki að biðja leiðtoga heims um að láta sig framtíðina varða. Þess í stað ætla ég að láta þá vita að breyt­ing­arn­ar verða hvort sem þeim lík­ar það eða ekki,“ sagði Greta í ræðu sinni.

Pétur segir þetta gott dæmi um það að ungt fólk láti sig loftslagsmálin varða. „Það er fólkið sem situr uppi með afleiðingarnar þegar tíminn líður. Unga fólkið er líka í lykilstöðu,“ sagði hann og kvað það lýsa sér vel í tengslanetinu. „Þegar við erum sammála um að þessi lykilatriði [loftslagsmálin, lífbreytileiki og menningarlegt jafnrétti] séu samtengt, líkt og öll sjálfbær þróun þá myndast svo mikið traust að umræðan okkar á milli getur, óháð landamærum, verið miklu frjálsari og dýpri en fulltrúa ríkja sem eru að gæta sinna hagsmuna.“

Unga fólkið snúi þessu við með því að vera ekki fulltrúar einhvers ákveðins ríkis eins og Íslands, Grænlands eða Rússlands. „Við erum í sama liði og þetta er eitthvað sem er  nauðsynlegt til að geta leyst þennan vanda – að við sem það getum tengjum á jafningjagrundvelli um allan heiminn.“

Það hafi líka vakið sér bæði athygli og von eftir því sem hann tali við fleiri að meginatriðin séu allltaf þau sömu óháð heimssvæðum. „Það er þess vegna sem við hönnuðum þetta tengslanet með þessari áherslu að loftslagsmál, lífbreytileiki og menningalegt jafnrétti sem grundvallaratriði. Auðvitað skipta öll 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna jafnmiklu máli, en þetta finnst okkur veita okkur fókusinn sem sameinar okkur og setur í sama bát.“

mbl.is

Innlent »

Ný lyfta skref í átt að bættum eldvörnum

12:18 Ný lyfta er í uppsiglingu í Hallgrímskirkjuturni. Henni verður komið fyrir í sömu lyftugöngum og hin gamla var í en sú var orðin 50 ára gömul. Framkvæmdunum fylgja bættar brunavarnir á alla kanta, að sögn framkvæmdastjóra kirkjunnar. Meðan á þeim stendur verður kirkjuturninn lokaður gestum. Meira »

Skíðafærið á föstudaginn langa

10:07 Það viðrar ágætlega til skíðaiðkunar í dag, föstudaginn langa, fyrir norðan, austan og vestan. Höfuðborgarbúar verða hins vegar að sætta sig við að búið er að að loka Bláfjöll­um og Skála­felli end­an­lega þenn­an vet­ur­inn. Meira »

Allt að 16 stiga hiti á Norðausturlandi

08:35 Föstudagurinn langi verður vætusamur á Suður- og Vesturlandi en útlitið er heldur betra á Norðaustur- og Austurlandi þar sem verður léttskýjað og allt að 16 stiga hiti. Meira »

Fjórum bjargað úr eldsvoða

08:14 Lögreglumenn á Ísafirði björguðu fjórum út úr húsi um klukkan þrjú í nótt eftir að eldur kom upp á sólpalli hússins. Lögreglumennirnir voru í eftirlitsferð þegar þeir sáu reyk stíga upp af húsinu, sem er viðarhús. Meira »

Átta manns í andlegu ójafnvægi

07:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt og gærkvöldi átta útköllum vegna fólks í andlegu ójafnvægi, víðs vegar í borginni og nágrenni hennar. Í dagbók lögreglu kemur fram að í öllum tilfellum fóru lögreglumenn á vettvang og reyndu eftir fremstu getu að aðstoða einstaklingana. Meira »

„Bullandi menning í hverjum firði“

Í gær, 22:15 „Það er frábær stemning í bænum og spennan er í hámarki. Ég er búinn að vera hérna síðustu tvær vikurnar og það er búið að vera stemning í bænum allan þennan tíma,“ segir rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Íris í auglýsingu Bernie Sanders

Í gær, 21:52 Ferðalag um Gvatemala leiddi til þess að Íris Gunnarsdóttir kemur fyrir í auglýsingu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins. „Þetta er bara svolítið súrrealískt,“ segir hún um hvernig það er að bregða fyrir í auglýsingunni sem snýr að upplifun kvenna af opinberu heilbrigðiskerfi. Meira »

Búllan skýtur rótum í Noregi

Í gær, 21:00 Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd. Meira »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

Í gær, 20:08 Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

Í gær, 18:21 Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

Í gær, 17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

Í gær, 17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

Í gær, 17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

Í gær, 16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

Í gær, 14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

í gær Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

í gær Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

í gær Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

í gær Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...