Unga fólkið situr uppi með afleiðingarnar

Fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. Yfir 20.000 manns ...
Fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. Yfir 20.000 manns eru staddir í borginni í tengslum við ráðstefnunni m.a. samtökin Ungir umhverfissinnar frá Íslandi. AFP

„Það sem vekur sérstaka athygli mína og veitir mér von eftir því sem maður talar við fleiri er að þetta eru alltaf sömu meginatriðin sem við erum að eiga við, jafnvel þó þetta séu mjög ólík heimssvæði,“ segir Pétur Halldórsson formaður Ungra umhverfissinna.

Hann er staddur  á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú er haldinn í Katowice í Póllandi og er það í fyrsta skipti sem samtökin eiga þar fulltrúa. Yfir 20.000 manns eru í Katowice í tengslum við ráðstefnuna og segir Pétur umfangið mikið. „Þetta er svolítið yfirþyrmandi. Það eru mörg ríki ýmist sér eða sameiginlega með skála, eins og norrænu ríkin gera með Norræna skálanum og þar er fullt af hliðarviðburðum.“

Ungir umhverfissinnar stóðu einmitt fyrir einum slíkum viðburði í samstarfi við norrænu ráðherranefndina, en þau skipulögðu þá pallborsumræður sem fram fóru í Norræna skálanum. Ritari samtakanna, Sigurður Thorlacius, mun svo flytja tölu á Arctic Day ráðstefnunni sem haldin verður í Katowice á laugardag.

Pétur segir engu að síður gott hljóð í fólki. „Þetta eru náttúrulega mjög þung málefni og það er ástæða fyrir að fólk er hérna, þannig að ég get ekki sagt að það sé ánægt með ástandið.“

Frá vinstri: Sigurður Thorlacius, ritari Ungra umhverfissinna og Pétur Halldórsson, ...
Frá vinstri: Sigurður Thorlacius, ritari Ungra umhverfissinna og Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna og stofnandi AYN. Ljósmynd/Aðsend

Vilja tala við sem flesta

Ungir umhverfissinnar tilheyra tiltölulega nýstofnuðu alþjóðlegu tengslaneti ungmenna um norðurslóðir, Arctic Youth Network (AYN). „Við hittum við hóp frá Alaska á Arctic Circle í fyrra sem heitir Arctic Youth Ambassadors,“ segir Pétur um tildrög heimskautaráðsins og kveður þau þá hafa vitað lítið um hvað væri að gerast í Alaska. „Út frá því ákváðum við að stofna tengslanetið og það er það sem við vorum að kynna á þessari málstofu hjá ráðherranefndinni og það er það sem er okkar boðskapur hér.“

Um 90-100 manns frá 27 löndum eru nú í AYN tengslanetinu. Mikill fjöldi ungmenna þá nú staddur í Katowice og segir Pétur takmarkið að ná að tala við sem flest þeirra. Tilgangur tengslanetsins sé enda að vera vettvangur fyrir ungt fólk af ólíkum land- og menningarsvæðum til að beina athyglinni að loftslagsmálum, lífbreytileika (e. biodiversity), menningalegu jafnrétti og hvernig þessir þættir tengjast innbyrðis.

„Það eru allir smátt og smátt að gera sér grein fyrir því að við höfum ekki tíma til að vera í tvær vikur að leysa eitt vandamál og tvær vikur að leysa það næsta af því að vandamálin eru alltof mörg,“ segir Pétur og kveður þau verða vör við mikinn áhuga. Nauðsynlegt sé líka að allir séu samstilltir, jafnvel þó að þeir séu að einbeita sér að mismunandi þáttum.

Frá vinstri: Juno Berthelsen, Grænlandi. Tinna Hallgrímsdóttir, viðburða- og skemmtanastýra ...
Frá vinstri: Juno Berthelsen, Grænlandi. Tinna Hallgrímsdóttir, viðburða- og skemmtanastýra Ungra umhverfissinna. Olga Nikolaeva, Rússlandi. Ljósmynd/Aðsend

Bitnar á samfélögunum á jaðri veraldar

Pétur nefnir þann mikla fjölda málstofa sem er í boði í tengslum við loftslagsrástefnuna máli sínu til stuðnings. Þar megi m.a. finna málsstofur um tengsl loftslagsbreytinga við kynjajafnrétti, loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á fólksflutninga, sem og ójöfn áhrif þeirra á menningahópa.

„Ég var  á málsstofu þar sem var verið að fjalla um bein áhrif loftslagsbreytinga á bæi sem er búið að ákveða að þurfi að flytja,“ segir Pétur og nefnir að þar hafi komið fram að í Alaska væri hitastigið búið að hækka um 3°.

„Hækki hitastig jarðar að meðaltali um 2° þá þýðir það um 4-5° hlýnun á Norðurslóðum. Þessi samfélög sem búa þarna á jaðri veraldar hafa ekki verið að taka sama þátt í þessum útblæstri sem bitnar svo á þeim.“ Þetta sé nokkuð sem tengist menningarlega jafnréttinu sem tengslaráðið beini athygli sinni að. „Við erum með hagkvæm verkfæri til að ná þessu í fókus,“ segir hann og kveður þau hafa fengið góðar viðtökur.

Greta Thunberg, 15 ára sænsk skólastúlka, sagði leiðtoga heims haga ...
Greta Thunberg, 15 ára sænsk skólastúlka, sagði leiðtoga heims haga sér eins og ódæl börn varðandi loftslagsmálin. AFP

Unga fólkið í lykilstöðu

15 ára sænsk stúlka, Greta Thunberg, sem í allt haust hefur staðið fyrir skólaverkföllum til að vekja athygli á loftslagsmálum, flutti tölu á loftslagsráðstefnunni.  Sakaði hún þar leiðtoga heims um að haga sér eins og óá­byrg­ir krakk­ar.

„Í 25 ár hef­ur fjöldi manna komið á lofts­lags­ráðstefn­ur Sam­einuðu þjóðanna og beðið leiðtoga heims að stöðva los­un­ina. Það hef­ur greini­lega ekki virkað af því að út­blástur­inn held­ur áfram að aukast. Þess vegna ætla ég ekki að biðja leiðtoga heims um að láta sig framtíðina varða. Þess í stað ætla ég að láta þá vita að breyt­ing­arn­ar verða hvort sem þeim lík­ar það eða ekki,“ sagði Greta í ræðu sinni.

Pétur segir þetta gott dæmi um það að ungt fólk láti sig loftslagsmálin varða. „Það er fólkið sem situr uppi með afleiðingarnar þegar tíminn líður. Unga fólkið er líka í lykilstöðu,“ sagði hann og kvað það lýsa sér vel í tengslanetinu. „Þegar við erum sammála um að þessi lykilatriði [loftslagsmálin, lífbreytileiki og menningarlegt jafnrétti] séu samtengt, líkt og öll sjálfbær þróun þá myndast svo mikið traust að umræðan okkar á milli getur, óháð landamærum, verið miklu frjálsari og dýpri en fulltrúa ríkja sem eru að gæta sinna hagsmuna.“

Unga fólkið snúi þessu við með því að vera ekki fulltrúar einhvers ákveðins ríkis eins og Íslands, Grænlands eða Rússlands. „Við erum í sama liði og þetta er eitthvað sem er  nauðsynlegt til að geta leyst þennan vanda – að við sem það getum tengjum á jafningjagrundvelli um allan heiminn.“

Það hafi líka vakið sér bæði athygli og von eftir því sem hann tali við fleiri að meginatriðin séu allltaf þau sömu óháð heimssvæðum. „Það er þess vegna sem við hönnuðum þetta tengslanet með þessari áherslu að loftslagsmál, lífbreytileiki og menningalegt jafnrétti sem grundvallaratriði. Auðvitað skipta öll 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna jafnmiklu máli, en þetta finnst okkur veita okkur fókusinn sem sameinar okkur og setur í sama bát.“

mbl.is

Innlent »

Hræðist ekki einkamál

13:04 „Ég var að vonast eftir þessari niðurstöðu. Auðvitað er maður ánægður með að það sé búið að fá svar við þessu,“ segir Bára Halldórsdóttir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Klausturmálinu. Meira »

Vilja fæða 20 þúsund börn í Jemen

12:55 „Neyðin sem fólkið í Jemen stendur frammi fyrir er skelfileg og hefur farið síversnandi,“ segir Atli Viðars Thorstensen, sviðstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Á föstudag lýkur neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hungursneyðar í Jemen. Meira »

Kröfu þingmannanna hafnað

12:31 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi í Klausturmálinu svokallaða. Meira »

Ræningi gengur enn laus

12:17 Ræninginn sem lét greipar sópa í verslun Iceland í Glæsibæ vopnaður hnífi á mánudagsmorgun og sló afgreiðslumann gengur enn laus. Myndbandsupptökur úr versluninni sýna að maðurinn huldi andlit sitt með hettu og sólgleraugum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ómögulegt að greina hver hann er. Meira »

„Eyðum ekki jólunum á klósettinu“

11:56 Matvælastofnun hvetur landsmenn til að tileinka sér hreinlæti, rétta meðhöndlun og kælingu matvæla í eldhúsinu svo koma megi í veg fyrir að matarbornir sjúkdómar spilli jólagleðinni. Meira »

„Stríðsyfirlýsing“ hjá Bjarna

11:50 „Þetta er ekkert annað en stríðsyfirlýsing við kröfur hreyfingarinnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í Morgunblaðinu í dag. Sagði Bjarni að skattar yrðu ekki lækkaðir ofan á „óábyrgar“ launahækkanir í kjarasamningum. Meira »

Segir „sóunarmenningu“ viðgangast

11:27 Leikstjórinn Benedikt Erlingsson segir margt mjög merkilegt koma fram í jólaerindi Guðna Á. Jóhannessonar orkumálastjóra þar sem hann segir ofbeldið í kvikmyndinni Kona fer í stríð jafn úrelt og bogi og örvar sem stríðstól. Meira »

Segir upp vegna áreitni yfirmanns

11:22 „Hafi fólk einlægan áhuga á að vita hvers vegna konur flýja HÍ er skýringin ekki svo flókin.“ Þetta segir Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við HÍ, í færslu á Facebook, þar sem hún lýsir erfiðum samskiptum og kynferðislegri áreitni sem hún hefur mátt þola frá yfirmanni sínum. Meira »

Mestur munur á kjöti og konfekti

11:11 Mikill verðmunur var á jólamat milli verslana í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var á mánudaginn. Mestur var verðmunurinn á algengum jólamat eins og kjöti, gosi, jólaöli og konfekti og er því ljóst að neytendur geta sparað sér töluverðar fjárhæðir þegar keypt er í jólamatinn. Meira »

12 milljónir í 31 styrk

10:39 Tæpum 12 milljónum króna var úthlutað í 31 styrk til þýðinga á íslensku, í seinni úthlutun ársins. Alls bárust 56 umsóknir og sótt var um rúmar 47 milljónir króna. Fjölgun umsókna var jafnt í flokki skáldverka og myndríkra barna- og ungmennabóka. Meira »

Ungur háskólanemi vann 40 milljónir

10:13 Háskólanemi um tvítugt vann 41,4 milljónir króna í Lottóinu á laugardaginn. Hann er með þeim yngri sem komið hefur í heimsókn til Íslenskrar getspár til að sækja vinning. Meira »

Dettur í hug Kúba norðursins

10:13 „Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót,“ skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréfi til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Meira »

Mætti meta menntun betur

10:02 Drífa Snædal, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir nýja rannsókn á högum erlendra kvenna á íslenskum vinnumarkaði sýna að ýmislegt megi gera betur. Svo sem mat á menntun þeirra sem koma erlendis frá til að vinna hér á landi. Meira »

BDSM-hneigður transmaður

09:54 Mjög miklir fordómar eru ríkjandi gagnvart BDSM-hneigðum. Þetta kom fram í máli Sólhrafns Elí Gunnars sem er BDSM-hneigður transmaður. Hann heimsótti Ísland vaknar og opnaði græjutöskuna og sýndi áhorfendum tæki eins og svipur, bönd og skæri. Meira »

Nýtt meðferðarheimili verði í Garðabæ

09:50 Stefnt er að því að framkvæmdir við nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga hefjist á næsta ári í Garðabæ.  Meira »

Kynjabilið minnst hér á landi

08:31 Hundrað og átta ár eru þar til kynjajafnrétti verður náð í heiminum, en Ísland trónir á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir lönd í heiminum þar sem kynjajafnrétti er mest. Meira »

Fleiri fóru til sýslumanns heldur en prests

08:18 Nærri lætur að annað hvert par sem gifti sig í síðasta mánuði hafi fengið sýslumann til að annast athöfnina. Í nóvember stofnuðu 242 einstaklingar til hjúskapar og af þeim gengu 122 í hjúskap hjá sýslumanni eða 50,4%. Meira »

Lungnasjúklingar haldi sig innan dyra

07:59 „Við höfum engin önnur úrræði en að halda okkur innandyra og loka gluggum,“ segir Kjartan Mogensen, formaður Samtaka lungnasjúklinga, um mengun frá flugeldum um hver áramót. Meira »

Bensínverð hækkar um 3,30 krónur

07:57 Bensínverð á Íslandi mun hækka um 3,30 krónur á lítra um áramót vegna skattahækkana. Þetta kemur fram í útreikningum Félag Íslenskra bifreiðareiganda (FÍB). Verð á dísilolíu mun hækka um 3,1 krónur á hvern lítra. Meira »
Byggingarstjóri
Löggildur byggingarstjóri Sími 659 5648 stebbi_75@hotmail.com ...
Antiksalan
Vöruúrval fyrir fagurkera Gjafavöru, jólaskeiðar, jólaóróar, jólaplattar, B&G po...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...