Breskir fjölmiðlar fjalla um slysið

Ljósmynd/Aðsend

Breskir fjölmiðlar fjalla um bílsslysið sem varð við brúna við Núpsvötn í morgun. Ferðamennirnir þrír sem létust í slysinu voru með breskt ríkisfang. 

The Guardian, The Mirror, BBC, The Standard, Sky News og fleiri fréttaveitur hafa sagt frá slysinu sem varð um klukkan hálf tíu í morgun þegar bifreið fór í gegnum vegrið á brúnni og féll um sex metra niður. 

Meðal þeirra látnu er eitt barn og fjórir eru alvarlega slasaðir.  Fram hef­ur komið í sam­tali við lög­reglu að ein­stak­ling­arn­ir hafi verið með breskt rík­is­fang. Breska sendi­ráðið seg­ir í sam­tali mbl.is að rík­is­fang fólks­ins hafi ekki verið staðfest að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert