Einbreiðar brýr sérstakt vandamál

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að einbreiðar brýr séu sérstakt vandamál í vegakerfi þjóðarinnar.

Sérstaklega hafi verið rætt um þær í tengslum við samgönguáætlun sem nú sé til meðferðar í þinginu.

Ekki liggi þó fyrir að fundað verði sérstaklega um atburði gærdagsins þegar tvær konur og ungt barn létust í bílslysi við Núpsvötn.

mbl.is fékk viðbrögð Katrínar við slysinu í morgun en fregnir af því hafa ratað í fjölmiðla víða um heim síðastliðinn sólarhring.

mbl.is