Aðalmeðferð í Skáksambandsmálinu í dag

Sigurður Kristinsson í Héraðsdómi Reyjavíkur.
Sigurður Kristinsson í Héraðsdómi Reyjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Aðalmeðferð í Skáksambandsmálinu svonefndu hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 9:15 í dag en málið snýst um innflutning á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni.

Heiti málsins er tilkomið vegna þess að fíkniefnasendingin var merkt Skáksambandi Íslands.

Þrír eru ákærðir í málinu sem kom upp í janúar á síðasta ári.

Tveir hinna ákærðu neita sök, þar á meðal Sigurður Ragnar Kristinsson. Þriðji maðurinn játaði sök að hluta við þingfestingu málsins í byrjun október. Hann kvaðst ekki hafa vitað að fíkniefni væru í sendingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert