Umræður til grundvallar launahækkunum

Kjararáð hækkaði laun 48 forstöðumanna ríkisstofnana skömmu áður en ráðið ...
Kjararáð hækkaði laun 48 forstöðumanna ríkisstofnana skömmu áður en ráðið lét af störfum. Engan rökstuðning fyrir hækkununum er að finna í fundargerðum kjararáðs. Samsett mynd

Rökstuðning er ekki að finna í fundargerðum kjararáðs fyrir ákvörðun ráðsins að veita 48 forstöðumönnum ríkisstofnana launahækkun síðasta sumar. Í fundargerðum kjararáðs sem fjármálaráðuneytið hefur afhent mbl.is kemur eingöngu fram að „umræður“ hafi átt sér stað áður greint er frá úrskurði.

Ráðuneytið hyggst ekki afhenda fundargerðir eldri en frá árinu 2015.

Lög um kjararáð voru felld úr gildi 11. júní 2018 og var ráðinu gert að klára öll útistandandi mál fyrir 1. júlí það ár. Á fundi ráðsins 14. júní voru afgreiddar 48 beiðnir um endurskoðun launa sem sendar höfðu verið kjararáði á árunum 2016 og 2017.

Vakti athygli að í úrskurði sem birtur var á vef kjararáðs fylgdi enginn rökstuðningur, þrátt fyrir að slíkur rökstuðningur hafi áður fylgt úrskurðum kjararáðs.

Bað mbl.is fjármálaráðuneytið um allar fundargerðir kjararáðs 10. júlí, en í fundargerðunum sem mbl.is fékk sendar í dag er ekki að finna rökstuðning fyrir breytingum á launakjörum forstöðumannanna. Aðeins eru tilgreindar „umræður“, án þess að fram komi hvað hafi farið fram undir þeim lið á fundi kjararáðs þar sem umdeildir úrskurðir voru kveðnir upp.

Skjáskot

Úrskurðarnefnd upplýsingamála

Þegar mbl.is óskaði eftir fundargerðum kjararáðs síðasta sumar vísaði fjármálaráðuneytið á Þjóðskjalasafn og safnið á ráðuneytið. Blaðamaður annars fjölmiðils kærði 8. nóvember ákvörðun ráðuneytisins um að vísa frá beiðni er sneri að fundargerðunum til úrskurðarnefndar upplýsingamála.

Í febrúar birti nefndin úrskurð sinn, en þar sagði um ákvörðun ráðuneytisins hana „vera haldna efnislegum annmörkum sem að mati nefndarinnar væru svo verulegir að ekki yrði hjá því komist að fella hana úr gildi.“ Ráðuneytið hefur í dag afhent hluta fundargerða kjararáðs.

Afhenda ekki eldri fundargerðir

Ráðuneytið segir í tölvupósti til mbl.is í dag að um 617 fundargerðir sé að ræða frá því að kjararáð tók til starfa og að „stór hluti fundargerðanna [hafi] að geyma einhverjar upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sem ráðuneytinu ber að afmá áður en aðgangur er veittur að þeim. Slíkt kallar á að hvert skjal þarf að gaumgæfa og leggja þarf vinnu í að fjarlægja upplýsingar sem óheimilt er að láta af hendi,“ að því er segir í svarinu.

Þá áætlar fjármálaráðuneytið að í það minnsta 40 vinnustundum hafi verið eytt í yfirferð fundargerðanna til þessa og að mun fleiri vinnustunda væri þörf til að fara yfir fundargerðirnar allar.

„Að mati ráðuneytisins myndi sá tími sem það útheimti að verða að fullu við upplýsingabeiðninni hafa slík áhrif á lögbundin störf ráðuneytisins að ráðuneytinu sé það ekki fært. Beiðninni er því synjað að því er varðar fundargerðir eldri en frá 2015,“ segir í tölvupósti ráðuneytisins.

mbl.is

Innlent »

Bongóblíða á sumardaginn fyrsta

22:23 Rjómablíða verður um mest allt landið á morgun, sumardaginn fyrsta, ef spár ganga eftir. Samkvæmt þeim fer hitinn hæst í 17 gráður, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Meira »

Stafræn Sturlungaöld

21:48 „Sturlungaöldin á Íslandi er sveipuð ævintýraljóma þó að hún hafi auðvitað einkennst af miklum átökum, ofbeldi og mannvígum,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238 – Baráttan um Ísland. Meira »

Efling varar við nýrri starfsmannaleigu

21:24 Efling varar við nýstofnaðri starfsmannaleigu, Seiglu, og hvetur fólk til að eiga ekki viðskipti við hana. Þetta kemur fram í færslu á vef Eflingar þar sem fullyrt er að leigan sé á vegum starfsmannaleigunnar Manna í vinnu. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

20:30 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »

Fleirum sagt upp í Fríhöfninni

15:54 Gripið verður til frekari uppsagna hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, en það má rekja til þeirra sviptinga sem átt hafa sér stað í flugrekstri hér á landi síðustu vikur. Meira »

Svana nýr formaður Verkfræðingafélagsins

15:31 Svana Helen Björnsdóttir rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika hefur verið kjörin nýr formaður Verkfræðingafélags Íslands. Niðurstöður kosninga til stjórna félagsins voru kynntar á aðalfundi 11. apríl síðastliðinn. Svana Helen tekur við formannsembættinu af Páli Gíslasyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Dekk til sölu
Ný ónotuð sumardekk til sölu, tilboð óskast. Stærð 225-45-17, þetta er dýr dekkj...
Lítið sumarhús
Til leigu lítið sumarhús 25 km frá Akureyri, svefnpláss fyrir 2-4, WiFi- ljóslei...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...