Forsetinn beiti synjunarvaldi gegn orkupakka

Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og einn stofnenda Orkunnar okkar, ...
Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og einn stofnenda Orkunnar okkar, félagasamtaka sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðurnarrétt Íslands í orkumálum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verði þingsályktunartillaga Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB samþykkt á Alþingi og hljóti frekara brautargengi á þinginu munu félagasamtökin Orkan okkar skoða þann möguleika að safna undirskriftum og skora á forseta Íslands að beita synjunarvaldi gegn þeim frumvörpum sem tengjast orkupakkanum.

Þetta segir Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og einn stofnenda Orkunnar okkar, félagasamtaka sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum.

Yfir 2.000 manns tekið undir áskorun á þingmenn að hafna orkupakkanum

Utanríkisráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um þriðja orkupakka ESB síðdegis í gær. Orkan okkar sendi alþingismönnum áskorun í byrjun vikunnar þar sem þeir eru hvattir til að hafna þriðja orkupakkanum. Yfir 2.000 manns hafa tekið undir áskorunina á heimasíðu samtakanna. „Við skorum á þingmenn að hafna pakkanum og fá undanþágu, um það erum við sammála,“ segir Frosti í samtali við mbl.is.

Frosti segir að ef orkupakkinn verði samþykktur í þeirri mynd sem utanríkisráðherra leggur til muni það setja EES-samninginn í uppnám. „Þá kemur upp lagaleg óvissa og það verður ókyrrð í samfélaginu. Ég hugsa að þá verði til eitthvert samfélagsafl sem mun berjast gegn EES-samningnum.“

Ef þriðji orkupakkinn verður samþykktur í núverandi mynd kemur til greina að samtökin hefji undirskriftasöfnun og skora á forsetann að beita synjunarvaldi sínu, það er gegn þeim frumvörpum sem verða lögð fram í kjölfar þingsályktunartillögunar, til að mynda frumvarp Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, um breyt­ing­ar á raf­orku­lög­um

„Við erum ekki búin að taka þá ákvörðun en mér heyrist að það verði líklegt. Við vonum að þingið geri breytingu á málinu,“ segir Frosti. Þá munu samtökin einnig senda inn umsagnir til utanríkismálanefndar og freista þess að fá fundi með nefndinni. „Við viljum fá málið í betri farveg, að það verði sent aftur til Sameiginlegu EES-nefndarinnar og að við fáum fyrirvara sem halda samkvæmt EES-samningnum,“ segir Frosti.

Orkupakkinn ekki minna mál en Icesave

Frosti segir þriðja orkupakkann ekki vera minna mál en Icesave-málið var á sínum tíma, en Frosti var einn af forsvarsmönnum Advice-hópsins svokallaða, sem barðist fyrir því að þjóðin felldi Icesave í atkvæðagreiðslu. „Icesave-málið fjallaði um hundruð milljarða, bara sæstrengurinn kostar hundruð milljarða.“  

Þá segir hann umræðuna síðustu daga og vikur minna um margt á baráttuna í Icesave-málinu. „Líkt og þá hefur mikill meirihluti þjóðarinnar áhyggjur af löggjöfinni, skoðanakannanir sýna það. Þetta er áhyggjuefni og þegar svona gerist, eins og í Icesave-málinu, spretta upp eins máls hópar sem reyna að vekja athygli stjórnmálamanna með öllum ráðum. Ef það dugar ekki verðum við að skora á forsetann, vegna þess að það gengur ekki að kjörnir fulltrúar fari gegn ályktunum sem gerðar hafa verið í grasrótum þessara flokka.“

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Líður illa vegna eldanna

05:30 „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“ Meira »

Dreymt um að heimsækja Ísland

05:30 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Meira »

Börn bíða í allt að 14 mánuði

05:30 „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“ Meira »

Geislavirk efni ekki skapað hættu hér

05:30 Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.  Meira »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »

Eldur kviknaði í potti á Culiacan

Í gær, 21:27 Eldur kom upp á veitingastað Culiacan á Suðurlandsbraut á níunda tímanum í kvöld og var slökkvilið kallað til. Kviknað hafði í út frá djúpsteikingarpotti og voru fjórir dælubílar og tveir sjúkrabílar sendir á staðinn þegar kallið barst. Meira »

„Stórkostleg viðurkenning á málstaðnum“

Í gær, 21:11 Vegagerðin gerir ekki athugasemd við þá kröfu landeigenda í Ingólfsfirði um að framkvæmdir við veglagningu í firðinum verði hætt á meðan úr því fæst skorið hvort Vegagerðin hafi heimild til að ráðstafa veginum, sem landeigendur telja sinn. Meira »

Ísland kenni auðmýkt gagnvart náttúru

Í gær, 20:36 Angela Merkel segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og að það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Þetta sagði kanslari Þýskalands á blaðamannafundi hennar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sumarbústað ráðherra. Meira »

Mótsögn í umræðum um sæstreng

Í gær, 20:01 Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segir mótsögn felast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem gengur út á að tryggja sameiginlegan raforkumarkað innan Evrópu, en hafna því í leiðinni að sæstrengur geti nokkurn tímann verið lagður hingað til lands. Meira »

Merkel fylgdi Katrínu í Almannagjá

Í gær, 19:31 Vel fór á með Angelu Merkel og Katrínu Jakobsdóttur þar sem forsætisráðherra tók á móti kanslaranum við Hakið á Þingvöllum í kvöld. Leiðtoginn íslenski lýsti staðháttum fyrir þeim þýska þar sem þær gengu niður Almannagjá og áleiðis í ráðherrabústaðinn þar sem fram fer blaðamannafundur. Meira »

Tafir vegna opinberra heimsókna

Í gær, 18:53 Búast má við tímabundnum umferðartöfum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og allan daginn á morgun vegna opinberra heimsókna sem nú standa yfir. Meira »

Merkel spókar sig í miðbænum

Í gær, 18:45 Til Angelu Merkel Þýskalandskanslara sást í miðbæ Reykjavíkur í eftirmiðdaginn. Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, náði sjálfu með Merkel og föruneyti. Meira »

FEB leysir til sín íbúðirnar

Í gær, 18:43 Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja sérstakt kaupréttarákvæði í lóðaleigusamningi sem kveðið er á um í kaupsamningum vegna íbúðanna sem félagið reisir í Árskógum. Meira »

Katrín tók á móti Rinne í Tjarnargötu

Í gær, 17:41 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti forsætisráðherra Finnlands, Antti Rinne, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis í dag. Þar ræddu þau um stöðu og þróun stjórn- og efnahagsmála á Íslandi og í Finnlandi, og aðgerðir í loftslagsmálum. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann.Hafið samband við kattholt@katthol...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...