Fengu 3.830 evrur á sjö klukkustundum

Höfuðstöðvar Valitor við Dalshraun í Hafnarfirði.
Höfuðstöðvar Valitor við Dalshraun í Hafnarfirði. Ljósmynd/Valitor

„Við mat á fjárhæð tjóns stefnenda lítur dómurinn til þess hve lengi lokun stefnda varði, 671 dag, og til þess hve mikill fjöldi greiðslna barst í gegnum greiðslugátt stefnda þann stutta tíma sem hún var opin og hve háar fjárhæðirnar voru að meðaltali.“

Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Suns­hine Press Productions (SSP) og Datacell gegn Valitor sem féll á dögunum þar sem Valitor var gert að greiða félögunum tveimur samtals 1,2 milljarða króna, þar af SSP 1,14 milljarða króna og Datacell 60 milljónir króna, auk málskostnaðar upp á tæplega 20 milljónir króna.

Hæstiréttur hafði áður dæmt Valitor brotlegt gegn félögunum tveimur fyrir að hafa lokað á greiðslugátt sem Datacell kom upp að beiðni SSP til þess að taka á móti fjárframlögum til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks en gáttin var aðeins opin í nokkrar klukkustundir áður en Valitor tók ákvörðun um að loka henni vegna tengslanna við Wikileaks.

Valitor hélt því fram fyrir dómi að tjón SSP og Datacells gæti aldrei numið hærri fjárhæð en töpuðum tekjum í tvo mánuði þar sem félaginu hafi verið heimilt að segja upp samningi við Datacell með tveggja mánaða fyrirvara. Héraðsdómur benti hins vegar á að þeirri niðurstöðu að sú málsástæða væri of seint komin fram þar sem Valitor hefði aðeins hreyft henni við munnlegan flutning en lögum samkvæmt ættu málsástæður að koma fram svo fljótt sem tilefni væri til. Fyrir vikið yrði hún ekki tekin til frekari skoðunar.

Kröfur byggðar á skýrslu sem var einhliða aflað

Héraðsdómur hafnaði aðalkröfu SSP og Datacell upp á tæpa 7,7 milljarða króna og 405 milljónir króna sem og þrautavarakröfu upp á tæplega 1,3 milljarða króna og tæpar 67 milljónir króna á þeim forsendum að kröfurnar væru reistar á útreikningum í skýrslu fyrirtækisins Veritas ráðgjafar slf. sem unnin var fyrir SSP og Datacell.

Fram kemur í dómi héraðsdóms að skýrslunnar hafi verið einhliða aflað af SSP og Datacells og án þess að Valitor gæfist kostur á að gæta hagsmuna sinna og koma sjónarmiðum sínum á framfæri við gerð hennar. Fyrir vikið yrði skýrslan ekki talin hafa þýðingu við úrlausn málsins og yrði af þeim ástæðum að sýkna Valitor af aðalkröfu félaganna tveggja. Með sömu rökum væri þrautavarakröfu félaganna hafnað.

Varakröfu félaganna tveggja, sem hljóðaði upp á tæplega 3,5 milljarða króna annars vegar og rúmar 183 milljónir króna hins vegar, var einnig hafnað á þeim forsendum að hún væri byggð á mati dómkvaddra matsmanna sem byggði á veikum grunni. Fyrir vikið komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að byggja dóminn á þrautaþrautavarakröfu sem fól í sér að bætur yrði ákveðnar að álitum. Það er að mati dómstólsins.

Héraðsdómur vísar til þess að greiðslugáttin hafi verið opin í liðlega 7 klukkustundir og á þeim tíma hafi borist 99 styrktarframlög með greiðslukortum að heildarfjárhæð 3.830 evrur sem svari til um það bil 12.560 evra á sólarhring. Jafnvel gögn um raunverulega tekjuöflun félaganna tveggja varði stutt tímabil veiti þau óyggjandi vísbendingu um að framlög hefðu haldið áfram að berast ef gáttinni hefði ekki verið lokað.

mbl.is

Innlent »

12 milljörðum ríkari

19:48 Heppinn miðaeigandi er rúmlega 12 milljörðum króna ríkari eftir að tölurnar í Eurojackpot lágu fyrir í kvöld. Að þessu sinni var það Finni sem hlaut fyrsta vinninginn. Meira »

Kæra niðurfellingu kynferðisbrotamála

19:47 Stígamót eru um þessar mundir að safna saman málum kvenna sem eiga það sameiginlegt að dómstólar og saksóknarar hér á landi hafa felld kynferðisbrotamál þeirra niður. Málin hyggjast Stígamót svo kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Fólk elskaði að hata skúrkinn

19:30 „Ég ætla að tala um allt í kringum þessa þætti sem mér finnst merkilegt, til dæmis hversu karllægir þættirnir eru, enda skrifaðir af körlum og framleiddir af körlum. Hreyfiaflið er karlarnir,“ segir Karl Ferdinand Thorarensen, sem ætlar að vera með örnámskeið í september um sjónvarpsþættina Dallas. Meira »

Tefldi fjöltefli við 60 nemendur

18:49 Polar Pelagic-hátíð Hróksins í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Grænlands, lauk í gærkvöldi fimmtudaginn 22. ágúst þegar Máni Hrafnsson tefldi fjöltefli við 60 nemendur grunnskólans í bænum. Meira »

„Mikið áfall fyrir greinina“

18:20 „Þetta er mikið áfall fyrir greinina,“ segir Birgitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, um tvo veirusjúkdóma sem greindust í fyrsta skipti hér á landi í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landsveit í lok júlí. Búið er í einangrun. Meira »

500 kílómetra upphitun fyrir maraþon

18:00 Einar Hansberg Árnason lauk í dag hringferð um landið, þar sem markmiðið er að vekja athygli á þeim fjölda barna sem verða fyrir ofbeldi ár hvert. Einar hefur lagt að baki um 500 kílómetra, til skiptis á hjóli, róðravél og skíðatæki. Á morgun hleypur hann sitt fyrsta maraþon. Meira »

49 íbúar hafa samþykkt tilboð FEB

17:33 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafa nú lýst því yfir að þeir samþykki tilboð Félags eldri borgara í Reykjavík um hækkun á íbúðaverði. Hafa 45 þeirra þegar skrifað undir skilmálabreytingu þessa efnis og fjórir til viðbótar að gera sér ferð til borgarinnar á næstunni til að skrifa undir. Meira »

Katrín reiðubúin að funda með Pence

17:07 Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra Ís­lands, hefur lýst sig reiðubúna til að funda með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna að lokinni Svíþjóðarferð sinni, geti varaforsetinn framlengt Íslandsdvöl sína. Meira »

Þrengja verulega að rekstri Landspítala

16:33 Fjárhagsstaða Landspítala er „alvarleg“ og hefur þegar verið gripið til aðgerða vegna hennar, segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í forstjórapistli. Þar segir hann þörf á að „þrengja verulega í rekstrinum. Það er engum gleðiefni að halda enn af stað í slíkar aðhaldsaðgerðir“ Meira »

Lífsgæði aukast með styttri vinnuviku

16:00 Lífsgæði jukust í kjölfar styttingu vinnuvikunnar og starfsfólki leið betur bæði beima og í vinnu, 12 mánuðum eftir að henni var hrint í framkvæmd. Þetta eru niðurstöður rannsóknar félagsmálaráðuneytisins á tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. Skýrsla um efnið var gefin út í dag. Meira »

Nálgast tvö þúsund tonn af makríl

15:55 Alls hafa færabátar veitt um 1.886 tonn af makríl það sem af er liðið vertíðinni á þessu sumri. Á sama tíma á síðasta ári hafði 2.021 tonni verið landað, en það er þrátt fyrir að veiðarn í ár hafi hafist töluvert fyrr í ár en í fyrra. Meira »

Gert lítið úr þátttöku Katrínar

15:25 Orðræða sumra í fjölmiðlum síðustu daga vegna ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að vera ekki viðstödd heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í byrjun næsta mánaðar „segir sitt um viðhorf og firringu þeirra sem henni hafa haldið á lofti,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Meira »

Veirusjúkdómar greinast í kjúklingum

15:13 Tveir veirusjúkdómar hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Búið er í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Meira »

„Framganga Ragnars með ólíkindum“

15:09 „Ég hef ekki framið neitt lögbrot það er alveg á hreinu,“ eru fyrstu viðbrögð Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er hún er innt álits á ásökunum formanns VR um að hún hafi brotið lög. Meira »

Ekki lengur óútskýrður launamismunur

15:05 Óútskýrður launamismunur er ekki lengur til staðar hjá Hafnarfjarðarbæ, samkvæmt niðurstöðu viðhaldsúttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

4 mánuðir fyrir stuld á kjúklingabringum

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi vegna ítrekaðs búðarhnupls. Maðurinn hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi frá 10. júlí síðastliðnum. Honum er einnig gert að greiða matvöruversluninni Krónunni rúmlega 130 þúsund krónur í skaðabætur auk vaxta. Meira »

Hlaupa fyrir „ofurmennin“

14:34 „Okkur finnst þau svo sterk og dugleg, bara eins og ofurmenni. Þau eru svo dugleg að geta farið í gegnum þetta,“ segja systurnar Katla og Salka Ómarsdætur sem munu hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinsjúkra barna. Systurnar eru 7 og 11 ára gamlar. Meira »

Sakar Guðrúnu og SA um lögbrot

14:05 Þrátt fyrir að stjórn VR hafi skipað fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í samræmi við álit Fjármálaeftirlitsins neitar Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar sjóðsins, að tilkynna eftirlitinu um skipun nýrrar stjórnar og boða stjórnarfund. Þetta fullyrðir formaður VR. Meira »

Bílvelta við Núpstað

13:57 Suðurlandsvegi við Núpstað, til móts við Lómagnúp, hefur verið lokað tímabundið vegna umferðarslyss.   Meira »