Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun

Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í dag þar sem Valitor var dæmt til að greiða Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell, rekstr­ar­fé­lagi Wiki­leaks, 1,2 millj­arða króna í bæt­ur.

Fram kemur í tilkynningu Arion banka til Kauphallarinnar að dómurinn hafi neikvæð áhrif á samstæðu bankans á fyrsta ársfjórðungi sem nemi 600 milljónum króna.

Þar segir enn fremur að þegar gjaldþrot WOW Air og sala bankans á eignarhlut í Farice bætist við nemi áhrif á afkomu bankans á fyrsta ársfjórðungi um 1,2 milljörðum króna.

Áhrif dómsins á afkomu bankans eru áætluð lægri en ella vegna samkomulags sem gert var þegar Arion banki keypti eignarhlut Landsbankans í Valitor Holding hf. árið 2014 en í því voru ákvæði um hlutdeild seljanda í því tjóni sem Valitor gæti orðið fyrir í tengslum við áðurnefnt mál.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK