Samningar um móttöku flóttafólks

Frá undirrituninni í dag.
Frá undirrituninni í dag. Ljósmynd/Aðsend

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði í dag tvo samninga við annars vegar Húnaþing vestra og hins vegar Blönduós vegna móttöku flóttafólks frá Sýrlandi. 

Hópur sýrlenskra kvótaflóttamanna kom til landsins í vikunni en um er að ræða níu fjölskyldur, samtals 43 einstaklinga, að því er segir í tilkynningu.

Ætlunin er að um helmingur þeirra setjist að á Hvammstanga og um helmingur á Blönduósi. Fólkið er hingað komið fyrir tilstuðlan íslenskra stjórnvalda og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Ljósmynd/Aðsend

Undirbúningur vegna komu fólksins hefur staðið yfir síðustu mánuði og hefur það sótt námskeið um íslenskt samfélag, réttindi og skyldur í Beirút. Námskeiðið héldu íslensk stjórnvöld í samstarfi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) og er liður í því að undirbúa fólkið undir það að flytjast til Íslands.

Stríðsátökin í Sýrlandi hófst árið 2011 og áætlar Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna að yfir 5.6 miljón einstaklinga hafa þurft að flýja land sökum þeirra. Flest flóttafólk flýr til nágrannaríkja í leit að vernd og er áætlað að í Líbanon sé um 20-25 prósent íbúa flóttafólk.

„Íslensk stjórnvöld hafa tekið á móti sýrlensku flóttafólki frá árinu 2015 og hefur umfangsmikil reynsla og þekking myndast hérlendis á móttöku þeirra í gegnum árin. Ég er þess fullviss að bæði á Hvammstanga og Blönduósi verði þeim vel tekið og veit að margir hafa lagt hönd á plóg til þess að gera komu þeirra sem

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert