Fjármálaeftirlitið hnýtir í VR

Fjármálaeftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum, í tilefni frétta …
Fjármálaeftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum, í tilefni frétta um að VR skoði að afturkalla umboð stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Styrmir Kári

Fjármálaeftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum, í tilefni frétta um að VR skoði að afturkalla umboð stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Í tilkynningunni segir að FME telji stjórnarmönnum lífeyrissjóða „óheimilt“ að beita sér fyrir því fyrir því að lífeyrissjóðir séu nýttir í öðrum tilgangi en þeim sem lýst er í lögum til starfsemi lífeyrissjóða og útlistar þær kröfur sem í lögunum eru gerðar.

FME vísar meðal annars til þess að við eftirlit sitt með starfsemi lífeyrissjóða horfi það til laga um hlutafélög, en í þeim segir: „Félagsstjórn, framkvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins.“

Þá vísar FME til þess að lífeyrissjóðum sé, samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá að veita viðtöku iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli, örorku eða andláts, varðveita og ávaxta þau iðgjöld.

Tilkynning FME í heild

mbl.is