„Þoli engan veginn brottvísun“

Zainab Safari, önnur frá vinstri, ásamt fulltrúum réttindaráðs Hagaskóla, þar ...
Zainab Safari, önnur frá vinstri, ásamt fulltrúum réttindaráðs Hagaskóla, þar sem hún hefur stundað nám. mbl.is/Árni Sæberg

Andleg heilsa Zainab Safari, 14 ára stúlku sem til stendur að vísa úr landi á grundvelli útlendingalaga, er svo slæm að frekari áföll geta leitt til uppgjafar hjá henni og þolir hún engan veginn brottvísun úr landi. Þetta kemur fram í nýju læknisvottorði um heilsufar hennar, en Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður Zanaib og fjölskyldu hennar, hefur lagt nýja endurupptökubeiðni í máli hennar fyrir kærunefnd útlendingamála sem byggir á vottorðinu.

Vottorðið ritaði Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna- og unglingageðlæknir. Magnús segir að í grófum dráttum byggist endurupptökubeiðnin á því að Zainab og Amir, bróðir hennar, þjáist af alvarlegu þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun.

„Með hliðsjón af þessum nýju upplýsingum og breyttu aðstæðum er ljóst að skilyrði til endurupptöku málsins eru uppfyllt. Íslenskum stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að endurupptaka mál þetta án tafar og koma í veg fyrir brottvísun fjölskyldunnar,“ segir í tilkyninningu Magnúsar Davíðs sem telur að brottvísun á þessu stigi væri í senn ómannúðleg og í andstöðu við lög og alþjóðlegar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda.

Mikilvægt að sálfræði- og lyfjameðferð verði ekki rofin

Í endurupptökubeiðninni er krafa gerð um töku máls fjölskyldunnar og að útlendingastofnun verði gert að taka umsóknir þeirra til efnislegrar meðferðar hér á landi. Í læknisvottorði um heilsufar Zainab Safari segir að hún þjáist af alvarlegri áfallstreitu, alvarlegu þunglyndi, kvíða og svefntruflun.

„Áfallastreita tengist fyrst og fremst lífsreynslu í Grikklandi. Undirrituð telur að andleg heilsa hennar sé það slæm að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Undirrituð er þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun,“ segir í vottorði Steingerðar.

Um heilsufar Amir Safari segir að hann hafi þegar vengið greiningar um alvarlegt þunglyndi, alvarlega streituröskun, mikinn kvíða og alvarlegan svefnvanda. 

„Undirrituð telur lyfjameðferð við þunglyndi, kvíða og svefntruflun nauðsynlega bæði fyrir Zainab og Amir. Lyfjameðferð er nú hafin og mun undirrituð fylgja meðferðinni þétt eftir [...] Zainab og Amir þurfa bæði markvissa og öfluga sálfræðimeðferð til langs tíma. Sú meðferð er hafin,“ ritar Steingerður. „Afar mikilvægt er fyrir batahorfur Zainab og Amirs að meðferð verði ekki rofin heldur byggt á þeirri meðferð til framtíðar sem nú er hafin,“ segir ennfremur.

mbl.is

Innlent »

Vilja stækka kjúklingabú til muna

07:57 Matfugl áformar að reisa fjögur 100 metra löng hús á Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit þar sem fyrirtækið rekur kjúklingabú, til viðbótar við tvö hús sem fyrir eru. Meira »

Mest ávöxtun á Vestfjörðum

07:37 Mest ávöxtun af útleigu þriggja herbergja íbúðarhúsnæðis þar sem leigusali er einstaklingur er á Vestfjörðum, þar sem hún er 11,1% og næstmest er hún á Austurlandi þar sem hún er 10,5%. Meira »

Óráðið veður tekur við

07:02 Afar erfitt er að ráða í veðurhorfur fyrir næstu daga en nú þegar norðanáttin er að leggja upp laupana tekur við fremur óráðið veður. Meira »

Ofurölvi ók á þrjá bíla

06:08 Ofurölvi kona var handtekin um kvöldmatarleytið í gærkvöldi eftir að hún hafði ekið á þrjár bifreiðar við fjölbýlishús í Breiðholti (hverfi 109). Meira »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikla blæðingu úr höfði. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »

Jepplingur valt á Suðurlandsvegi

Í gær, 22:04 Jepplingur valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á níunda tímanum í kvöld. Bíllinn hafði hafnað á ljósastaur eftir að hafa farið nokkrar veltur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Meira »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

Í gær, 20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »

Keyrt á tvo menn og hund á Akureyri

Í gær, 19:34 Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús. Málið er talið alvarlegt. Meira »

Tekið um 200 kíló af fíkniefnum

Í gær, 19:27 Tæplega 200 kíló af fíkniefnum hafa verið haldlögð af lögreglunni og tollinum það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en í byrjun ágúst náði lögreglan á Austurlandi 43 kílóum af amfetamíni og kókaíni um borð í Norrænu. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Fleiri myndir af stiganum á meðfylgjandi mynd eru í möppu 110 á Fésinu okkar, (...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...