Eldur kviknaði í fellihýsi á ferð

Fellihýsið varð fljótt alelda á miðjum veginum um Víkurskarð.
Fellihýsið varð fljótt alelda á miðjum veginum um Víkurskarð. Ljósmynd/Páll Guðjónsson

Eldur kviknaði í fellihýsi sem var á ferð um Víkurskarð. „Mér skilst að hann hafi verið á ferðinni þegar kviknaði í fellihýsinu. Viðkomandi aðili náði að stoppa bílinn, losa fellihýsið af og koma sér í burtu,“ segir Börkur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is.

Umferð um veginn um Víkurskarð var lokað í um það bil tvo tíma nú fyrr í dag vegna óhappsins. „Það er nú búið að opna veginn um Víkurskarð en umferð um slysstað er stjórnað meðan unnið er að viðgerðum á veginum. Það tekur einhvern tíma skilst mér,“ bætir Börkur við.

Sem betur fer enginn gaskútur

Eldsupptök eru ekki ljós á þessari stundu en talið er að þau tengist mögulega bremsubúnaði fellihýsisins.

„Það var enginn gaskútur um borð svo það stafaði engin hætta af því sem betur fer. Enginn slasaðist og þetta fór rosalega vel fram allt saman,“ bætir Börkur við að lokum.

Menn frá Vegagerðinni gátu lítið gert á meðan slökkviliðið var …
Menn frá Vegagerðinni gátu lítið gert á meðan slökkviliðið var á leiðinni. Ljósmynd/Páll Guðjónsson
Það var nánast ekkert eftir af fellihýsinu nema grindin sem …
Það var nánast ekkert eftir af fellihýsinu nema grindin sem var hífð upp á dráttarbíl eftir að búið var að slökkva eldinn. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert