Enn nánast allt lokað

Enn eru þjóðvegir lokaðir víða á landinu.
Enn eru þjóðvegir lokaðir víða á landinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nánast allir þjóðvegir landsins, einkum á Norðurlandi vestra og eystra eru lokaðir og verður ekki reynt að ryðja fyrr en eitthvað dregur úr veðurofsanum.

Suðurland: Fjallvegir eru víðast lokaðir áfram vegna veðurs, eins er lokað með suðurströndinni frá Hvolsvelli og austur að Höfn.

Suðvesturland: Enn er lokað yfir Hellisheiði og Þrengsli og beðið þar til veður gengur meira niður. Vegurinn um Mosfellsheiði er lokaður vegna veðurs.

Vesturland: Flestir vegir eru enn lokaðir eða ófærir en þó er fært milli Borgarness og Reykjavíkur og í Grundartanga. Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður vegna veðurs

Vestfirðir: Þröskuldar eru lokaðir vegna veðurs. Vegurinn um Hjallaháls og Ódrjúgsháls er ófær vegna veðurs. Vegurinn um Mikladal er þungfær en unnið er að mokstri. Hálfdán er þungfær en unnið að mokstri. Gemlufallsheiði er orðin ófær vegna veðurs. Steingrímsfjarðarheiði er lokuð vegna veðurs.

Norðurland: Vegir eru meira og minna ófærir eða lokaðir. Vatnsskarði hefur verið lokað vegna veðurs. Þverárfjall er lokað vegna veðurs. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna veðurs. Öxnadalsheiði er lokuð vegna veðurs.

Norðausturland: Vegir eru meira og minna ófærir eða lokaðir.

Austurland: Verið er að kanna færð en flestir fjallvegir eru ófærir.

Suðausturland: Lokað með suðausturströndinni austur að Djúpavogi.

Suðurland: Lokað frá Hvolsvelli að Vík. Mikil ófærð er í uppsveitum Árnessýslu en fært milli Þjórsár og Hvolsvallar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert