Strætó, Herjólfur og innanlandsflug

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ferðir strætó hafa fallið niður víðast hvar á landsbyggðinni í morgun nema frá Reykjavík í Borgarnes. Allar leiðir eru á áætlun á Suðurnesjum.

Suðurland: 

Hellisheiði og Þrengsli eru lokuð. Enginn akstur á leiðum 51 og 52 þar til annað verður tilkynnt.

Norðurland: 

Leið 56: Akureyri-Egilsstaðir

Enginn akstur í dag

Leið 78: Siglufjörður-Akureyri

Enginn akstur þar til annað verður tilkynnt.

Leið 79: Akureyri-Húsavik

Enginn akstur þar til annað verður tilkynnt.

Vestur- og Norðvesturland

Leið 57: Reykjavík - Akureyri

Holtavörðuheiði er lokuð. Akstur norður til Akureyrar er í biðstöðu.

Akstur milli Reykjavíkur og Borgarness er á áætlun.

Leið 58: Borgarnes - Stykkishólmur

Enginn akstur þar til annað verður tilkynnt.

Leið 82: Stykkishólmur-Hellissandur

Enginn akstur þar til annað verður tilkynnt.

Fyrstu tvær ferðir Herjólfs hafa verið felldar niður, þ.e. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 09:30 Brottför frá Landeyjahöfn: kl. 08:15 og 10:45

Athugun seinna í dag hvað varðar ferðir frá Vestmannaeyjum kl. 12:00 og frá Landeyjahöfn kl. 13:15.

Ekkert hefur verið flogið innanlands það sem af er degi en kanna á með flug eftir hádegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert