Fólk merki staðsetningu bifreiða með kústi

Til að fyrirbyggja tjón af völdum moksturstækja biður lögreglan á …
Til að fyrirbyggja tjón af völdum moksturstækja biður lögreglan á Norðurlandi eystra bifreiðaeigendur að moka frá bifreiðum sínum. mbl.is/Þorgeir

Mokstur er hafinn í íbúðargötum á Akureyri, en þar eru margar bifreiðar á kafi í snjó.

Til að fyrirbyggja tjón af völdum moksturstækja biður lögreglan á Norðurlandi eystra bifreiðaeigendur að moka frá bifreiðum sínum eða setja stangir, skóflur eða kústa ofan á bifreiðina til að gefa til kynna að undir fannferginu sé bifreið.

mbl.is