Ríkisstjórnin styrkir Landsbjörg um 15 milljónir

Fimm ráðherrar fóru norður í síðustu viku til að kynna …
Fimm ráðherrar fóru norður í síðustu viku til að kynna sér afleiðingar óveðursins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita Slysavarnafélaginu Landsbjörg 15 milljóna króna styrk af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Segir að styrkurinn sé veittur í viðurkenningar- og virðingarskyni í kjölfar þess óeigingjarna starfs sem sjálfboðaliðar sveitarinnar hafi unnið í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum. Þar hafi sveitirnar enn og aftur sýnt hve gríðarmikilvægar þær eru öryggi landsmanna.

Fetar ríkisstjórnin þar með í fótspor sveitarstjórna á Norðurlandi, sem hafa styrkt björgunarsveitir sinna heimabyggða í kjölfar óveðursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert