Rukkaður um hálfa milljón kr. fyrir heimaeldi á bleikju

Í tjörninni sem hér sést eru bleikjurnar aldar og er …
Í tjörninni sem hér sést eru bleikjurnar aldar og er framleiðslan aðeins til gamans og heimabrúks.

Bjarni Óskarsson á Völlum í Svarfaðardal er gagnrýninn á Matvælastofnun sem krefur hann um tæplega 500 þús. kr. í leyfisgjöld vegna eldis á bleikjum við bæ sinn.

Fiskeldi er í smáum stíl og afurðirnar eingöngu ætlaðar til heimabrúks, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ekki er litið til þess af stofnuninni sem Bjarni telur fara offari gegn þessari ræktun, sem sé fyrst og fremst til gamans. Mikilvægt sé að vekja athygli á þessari rangsleitni, enda hefur Vallabóndinn ritað alþingismönnum bréf og óskar úrbóta á lögum og regluverki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert