Forseti Íslands gestur á fundi almannavarna

Forseti Íslands var gestur á blaðamannafundi dagsins.
Forseti Íslands var gestur á blaðamannafundi dagsins. Ljósmynd/Lögreglan

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður gestur á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14:00 í dag. Á fundinum verða einnig Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sem fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Reglur um samkomubann verða rýmkaðar á miðnætti en þá munu 50 einstaklingar geta komið saman í einu rými í stað 20. Þá geta hárgreiðslu-, snyrti- og nuddstofur opnað dyr sínar aftur fyrir viðskiptavini og skólahald í grunnskólum verður aftur með hefðbundnu sniði. Tveggja metra reglan verður þó áfram í gildi.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert