Flugvirkjar samþykkja samning

Flugvirkjar hafa samþykkt samning við Icelandair.
Flugvirkjar hafa samþykkt samning við Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagsmenn Flugvirkjafélags Íslands hafa samþykkt kjarasamning sem samninganefnd félagsins hafði áður undirritað við Icelandair. Nær samningurinn frá 1. janúar 2021 til 31. desember 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Icelandair hefur einnig náð samningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna, en flugmenn eiga enn eftir að staðfesta hann í atkvæðagreiðslu.

Þá hafa viðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair strandað, en Icelandair sendi fyrir stuttu frá sér tilkynningu þar sem fram kom að „lokatilboði“ félagsins hefði verið hafnað og „að öllu óbreyttu verður ekki lengra kom­ist í viðræðum við FFÍ“.

mbl.is