Prófa óundirbúnar fyrirspurnir

Óundirbúnar fyrirspurnir verða teknar upp í borgarstjórn.
Óundirbúnar fyrirspurnir verða teknar upp í borgarstjórn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sú nýbreytni verður tekin upp á næstu fundum borgarstjórnar að í upphafi fundar verða óundirbúnar fyrirspurnir. Fyrirkomulagið hefur verið notað á Alþingi í áraraðir en þetta er nýlunda í borgarstjórn.

Pawel Bartozek, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Viðreisnar, segir að fyrirkomulagið sé tilraun sem gerð er til áramóta á sex fundum.

„Þetta hefur verið sá dagskrárliður í þinginu sem vakið hefur smá athygli. Borgarstjórnarfundir geta orðið 8-10 tímar og því ekki endilega allir sem fylgjast með þeim öllum stundum. En fyrirspurnir á þingi hafa þó kannski leitt til þess að fólk fylgist með upphafi funda og þetta er tilraun sem við teljum vert að gera til að fá skörp skoðanaskipti eða upplýsingagjöf fyrir fundinn.“ vidar@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert