Engar skemmdir á virkjunum eftir skjálftann

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir að starfsmenn fyrirtækisins …
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi fundið vel fyrir skjálftanum.

Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku sagðist hafa fundið vel fyrir jarðskjálftanum sem reið yfir suðvesturhornið laust fyrir klukkan tvö í dag. 

Hann segir þó allt í góðu standi, engar skemmdir megi merkja á virkjunum eða borholum og ekki hafi komið til neinna meiðsla hjá starfsfólki. 

HS Orka er orkufyrirtæki í Grindavík sem á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið Svartsengi og Reykjanesvirkjun. 

Virkjanir og skrifstofur HS Orku eru á Reykjanesi, ekki langt frá upptökum skjálftans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert