Vilja hækka framlög til íslenskukennslu

mbl.is/Ómar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, leggur til að 130 þúsund krónum verði að lágmarki úthlutað fyrir hvert barn sem fær rauða niðurstöðu á málkönnunarprófi, líkt og skóla- og frístundaráð hefur lagt til.

Á árinu 2018 til 2019 nam úthlutunin 107.600 krónum á hvern nemanda sem fékk rauða niðurstöðu og því lögð til 22.400 króna hækkun.

Í tillögu Flokks fólksins, þar sem greint er frá þessu, er vitnað í niðurstöður málkönnunarprófsins Milli mála og skýrslu innri endurskoðunar frá 2019, þar sem sjá má að 2.294 nemendur hafi tekið prófið en af þeim hafi 1.997 fengið rauða niðurstöðu, 327 gula niðurstöðu og 70 græna niðurstöðu.

„Í fjárhagsáætlun 2019 var um 10.544 kr. hækkun á hvert barn, sé miðað við þann fjölda nemenda sem þreyttu slík próf á árinu 2018, óháð niðurstöðu prófa. Ljóst er að úthlutun í þennan málaflokk er vel innan við 130.000 kr. fyrir hvern nemanda sem er á rauðu,“ segir í tillögu flokksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert