Tillögur um grisjun í lagasafninu

Lögin koma og lögin fara.
Lögin koma og lögin fara.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram stjórnarfrumvarp um brottfall ýmissa úreltra laga. Lagabálkarnir eiga ekki lengur við vegna breyttra aðstæðna og hafa lokið hlutverki sínu, samkvæmt greinargerð með frumvarpinu.

Tíu þeirra eru frá 1900-1949, tólf frá 1950-1999 og þrír frá 2000 og síðar. Lagt er til að fella úr gildi ellefu lög um bæjarstjórnir í jafnmörgum kaupstöðum. Eins gömul lög um tekjur sveitarfélaga. Þá er lagt til að fella úr gildi níu lög um kaupstaðaréttindi. Einnig á að fella úr gildi lög um sjálfvirkan síma, tvenn lög um jöfnunargjald vegna alþjónustu og lög um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, og fleiri hafa aftur lagt fram frumvarp um brottfall og breytingu á ýmsum lögum og ákvæðum um presta, trúfélög og lífsskoðunarfélög. Alls eru lagabálkarnir 25 sem lagt er til að verði felldir brott og eru margir frá 18. og 19. öld. Ekki á það þó við um öll lögin því lagt er til að lög um Kristnisjóð o.fl. frá 1970, lög um sóknargjöld frá 1987 og lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997 falli einnig brott.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert