Sæmileg reynsla af lausagöngubanni

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Norðurþing er eina sveitarfélagið sem bannar lausagöngu katta í þéttbýli. Í grein Sigurðar Ægissonar í Morgunblaðinu í gær lýsti hann viðbrögðum við tillögum sínum um að Siglufjörður færi að fordæmi Norðurþings.

Smári Jónas Lúðvíksson, umhverfisstjóri Norðurþings, sagði aðspurður að bannið gengi sæmilega. Eftirliti er þannig háttað að gildrur eru lagðar fyrir kettina og svo haft samband við eigendur. Skráningu er þó ábótavant og getur því þurft að auglýsa eftir eigendum kattarins.

Handsömunargjald er 15.000 krónur og svo bætist ofan á það kostnaður af uppihaldi ef kötturinn er ekki sóttur strax. Ef köttur er óskráður verður hann ekki afhentur eigendum fyrr en búið er að skrá hann í umfjöllun um kattarhald í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert