Ótti við smit hefur aukist mikið

Frá bólusetningu í Laugardalshöll.
Frá bólusetningu í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ótti landsmanna við að smitast af kórónuveirunni hefur aukist mikið og er nú álíka mikill og mánaðamótin mars/apríl, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur fram að áhyggjur af bæði heilsufarslegum og efnahagslegum áhrifum Covid-19 á Íslandi hafi aukist mikið og eru þær nú álíka miklar og í apríl/maí.

„Eftir tilslökun í sumar hefur fólk aftur breytt venjum sínum til að forðast smit en þó ekki jafn mikið og áður. Ef frá er talið sumarið hefur tilslökun í þeim efnum ekki verið meiri síðan í fyrrahaust,“ segir í tilkynningu um þjóðarpúlsinn.

Þá fjölgar þeim sem telja Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld vera að gera of lítið til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Kvíði landsmanna vegna Covid-19 hefur aukist mikið og hefur ekki verið jafn mikill síðan í mars/apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert