Bílar fastir í ám á hálendinu

Björgunarsveitir hafa sinnt málunum. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitir hafa sinnt málunum. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í hádeginu í dag barst tilkynning um fastan bíl í ánni Hnjúkskvísl á Skagfirðingaleið.

Stuttu síðar barst tilkynning um tvo fasta bíla í ánni Jökulfalli á Gæsavatnaleið. Farþegar náðu að koma sér úr bílunum en enn er unnið að því að ná þeim upp á land. 

Björgunarsveit Skagafjarðar og Björgunarsveit Eyjafjarðar hafa sinnt málunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert