Tilbúin að stytta biðlistana

Klíníkin í Ármúla.
Klíníkin í Ármúla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ef heilbrigðisráðuneytið gefur grænt ljós þá á ég von á því að við getum samið tiltölulega hratt við Sjúkratryggingar um liðskiptaaðgerðir og fleira,“ segir Sigurður Ingibergur Björnsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Ármúla.

Hann nefnir t.d. aðgerðir vegna offitu og legslímuflakks. Sigurður gerir fastlega ráð fyrir því að samið verði við Klíníkina og fleiri um aðgerðir utan sjúkrahúsa til að stytta biðlista eftir liðskiptum.

Hjá Klíníkinni eru fjórar vel búnar skurðstofur og er það eina einkarekna skurðaðgerðaþjónustan hér sem hefur leyfi til að reka legudeild fyrir fólk eftir aðgerð. Starfsmenn Klíníkurinnar eru nú aftur komnir til starfa eftir að hafa liðsinnt Landspítalanum vegna manneklu í kórónuveirufaraldrinum. Í gær voru gerðar aðgerðir á öllum skurðstofunum og unnið fram eftir.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert