Kafa eftir mannslíkama

Landhelgisgæslan og sérsvetin kafa eftir mögulegu líki.
Landhelgisgæslan og sérsvetin kafa eftir mögulegu líki. mbl.is/Óttar

Landhelgisgæslan og sérsvetin ríkislögreglustjóra kafa nú eftir mannslíkama eins farþega úr flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni í fyrradag.

„Á sónarmynd úr kafbáti sést eitthvað sem gæti verið útlínur á mannslíkama. Landhelgisgæslan  og sérsveitin eru að fara kafa eftir því,“ segir Odd­ur Árna­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi, í sam­tali við mbl.is.

Kaf­bát­ur á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins Tele­dyne Gavia hefur kafað á svæðinu í dag. Leit­ar­hund­ar, bát­ar og drón­ar hafa aðstoðað við leit meðfram bökk­um Þing­valla­vatns. 

Í tilkynnngu á vef lögreglunnar segir að aðstandendur hafa verið upplýstir um stöðu mála og að atvik sem þessi muni koma upp á næstu dögum ef sónarmyndir gefa tilefni til þess að eitthvað sé skoðað nánar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert