Fjármálastjóri Eflingar segir upp

Stjórnin fer nú yfir fjármál félagsins.
Stjórnin fer nú yfir fjármál félagsins. Ljósmynd/Aðsend

Óskar Örn Ágústsson, fjármálastjóri Eflingar, hefur sagt upp störfum að því er stjórnarmenn voru upplýstir um í síðustu viku. Þetta herma heimildir mbl.is.

Gustað hefur um félagið að undanförnu, meðal annars vegna 23 milljóna greiðslu til Andra Sigurðssonar hönnuðar fyrir vefsíðuhönnun og önnur verk fyrir félagið á þriggja ára tímabili. Andri og framkvæmdastjóri Eflingar þvertaka fyrir að eitthvað óeðlilegt hafi verið við þær greiðslur.

Í ársskýrslu Eflingar var tekið fram að faraldurinn hafi valdið töfum í vinnu við heimasíðu Eflingar en mál Andra hefur verið til umfjöllunar í trúnaðarráði félagsins. 

Kafað í bókhald félagsins – Sólveig tekur við í maí 

Sólveig Anna Jónsdóttir mun taka við sem formaður í maí næstkomandi, á eftir Agnieszku Ewa Ziółkowska sem situr í formannssætinu.

Samkvæmt heimildum mbl.is er stjórn Eflingar nú að kafa ofan í bókhald félagsins – Ólöf Helga Adolfsdóttir varaformaður félagsins vildi þó ekki tjá sig efnislega um fjármál félagsins né uppsögn fjármálastjóra.

Hafið þið verið að kafa dýpra í bókhaldið eftir fréttaflutning síðastliðinna daga? 

„Við í stjórninni fylgjumst náttúrulega alltaf með opinberri umræðu. Nú erum við að skila okkar ársuppgjöri svo það er eðlilegt að við séum að skoða svolítið dýpra. Við erum bara að sinna okkar skyldum.“

Ekki náðist í Óskar Örn við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert