Lagt í kostnað til að torvelda umferð

Ragnar Árnason, prófessor emeritus.
Ragnar Árnason, prófessor emeritus. mbl.is/Árni Sæberg

Lítið sem ekkert hefur verið gert til að bæta umferðarmannvirki á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir verulega fjölgun íbúa og bifreiða. Þess í stað hefur stærsta sveitarfélagið, Reykjavíkurborg, lagt í verulegan kostnað til að torvelda umferð um borgina.

Þetta segir Ragnar Árnason, prófessor emeritus í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

„Alkunna er að umferðartafir á höfuðborgasvæðinu hafa vaxið mjög mikið á undanförnum árum. Bílferðir sem áður tóku fimm til tíu mínútur taka nú gjarnan tíu til fimmtán mínútur og umferðarteppur á álagstímum eru orðnar daglegt brauð fyrir marga. Athugun sem ráðgjafarfyrirtækið Landráð vann fyrir Vegagerðina 2018 komst að þeirri niðurstöðu að ferðatími á höfuðborgarsvæðinu hefði vaxið um næstum helming milli áranna 2007 og 2018,“ skrifar Ragnar og heldur áfram:

„Ástæðan fyrir þessari afturför er að lítið sem ekkert hefur verið gert til að bæta umferðarmannvirki á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir verulega fjölgun íbúa og bifreiða. Þess í stað hefur stærsta sveitarfélagið á svæðinu, Reykjavíkurborg, lagt í verulegan kostnað til að torvelda umferð um Reykjavík.“

Ný skýrsla sýni að kostnaður íbúa höfuðborgarsvæðisins vegna umferðartafa sé a.m.k. 36 milljarðar króna og sennilega í námunda við 50-60 ma. á ári. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert