Dúkahnífar á loft í Hveragerði

Sjálfboðaliðar voru mættir klukkan níu í morgun vopnaðir dúkahnífum og …
Sjálfboðaliðar voru mættir klukkan níu í morgun vopnaðir dúkahnífum og málböndum. Ljósmynd/ Þórhallur Einisson

Hafist var handa í morgun við að skera niður dúkinn af Hamarshöllinni, sem fauk af í einu illviðri febrúarmánaðar.

Sjóvá eftirlét íþróttafélaginu dúkinn til að nota í fjáröflun. Ákveðið var að auglýsa efni hans til sölu á 1.500 krónur fermetrann, eða hæsta tilboð.

Um þrjú þúsund fermetrar seldir

Nú eru komnir saman sjálfboðaliðar til þess að skera dúkinn niður eftir pöntunum.

Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamar, segir að eftirspurnin sé töluverð. 

Dúkurinn er um sex þúsund fermetrar að flatarmáli og Þórhallur áætlar að nú þegar sé búið að selja um þrjú þúsund fermetra. Þá á hann von á að fleiri pantanir muni berast eftir því sem líður á daginn, auk þess sem afgangurinn verður skorinn niður og seldur í einingum.

Dúkurinn er um 6.000 fermetrar og nú þegar hefur helmingur …
Dúkurinn er um 6.000 fermetrar og nú þegar hefur helmingur verið seldur. Ljósmynd/ Þórhallur Einisson

Nýtt líf sem skjól eða hlaupabraut

„Fólk er að nota þetta í allskonar skjól, breiðir yfir byggingar eða garðhýsi  og svo eru ungmenna- og bæjarfélög að kaupa stærri renninga til að nota í skemmtihlaup.“ 

Ágóðinn mun koma félaginu vel og verður hann nýttur til uppbyggingar starfsemi þess, einkum starfsemi yngri flokka. 

Knattspyrnudeild Hamars verður fegin að endurheimta gervigrasið til æfinga fyrir …
Knattspyrnudeild Hamars verður fegin að endurheimta gervigrasið til æfinga fyrir komandi keppnistímabil. Ljósmynd/ Þórhallur Einisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert