Prinsinn af Wales nálgast strendur landsins

Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales nálgast strendur landsins.
Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales nálgast strendur landsins. Ljósmynd/Guðmundur Henrý Stefánsson

Guðmundur Henrý Stefánsson, togaraskipstjóri frá Skagaströnd, náði í kvöld ljósmynd af Prinsinum af Wales sem stefnir nú í átt að Reykjavík. Flugmóðurskipið er eitt af krúnudjásnum breska sjóhersins.

Myndin er tekin 28 sjómílur suðvestur af Reykjanesi og eru tvö fylgdarskip með í för, að því er fram kemur í facebook-færslu Kristjáns Johannessen, stjórnmála- og stjórnsýslufræðings.

Þetta er fyrsta ljósmyndin sem næst af skipinu á leið sinni til landsins.

Þetta er líklega í fyrsta skipti frá lokum síðari heimsstyrjaldar sem flugmóðurskip kemur svo nærri ströndum landsins. Kristján segir að Atlantshafsbandalagið sé með þessu að senda Rússum afar skýr skilaboð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka