Aðgerðir hefjast á Þingvallavatni

Frá Þingvallavatni nú í morgunsárið.
Frá Þingvallavatni nú í morgunsárið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefnt er að því að hífa flug­vél­ina TF-ABB upp úr Þing­valla­vatni í dag. Und­ir­bún­ing­ur vegna verk­efn­is­ins hef­ur staðið yfir frá því ís hvarf af vatn­inu en aðgerðir í dag hefjast um hádegi.

Flug­vél­in, sem fórst í byrj­un fe­brú­ar með fjóra karl­menn um borð, ligg­ur á 48 metra dýpi í Ölfu­s­vatns­vík.

Upp­setn­ing vinnu­búða vegna aðgerðanna hófst í gær en setja þurfti upp tjald­búðir með aðstöðu fyr­ir björg­un­ar­menn og ör­ygg­is­búnað vegna köf­un­ar.

Gert er ráð fyrir því að 30 manns taki þátt í flókinni aðgerðinni, þar af 12 kafarar.

„Við send­um tvo kafara niður að flug­vél­inni sem ligg­ur á 48 metr­um og þeir festa stroffur í vél­ina. Því næst verður hún hífð upp á tölu­vert minna dýpi og tryggð fyr­ir flutn­ing. Þá verður siglt með vél­ina nær landi, um 1,5 kíló­metra, þar sem við vinn­um meira í henni,“ seg­ir Lár­us Kazmi, stjórn­andi köf­un­ar­hóps sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, í samtali við Morgunbaðið í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert