Viðræður um leigu Herjólfs langt komnar

Herjólfur þriðji hefur lítið verið notaður eftir að Herjólfur fjórði …
Herjólfur þriðji hefur lítið verið notaður eftir að Herjólfur fjórði kom til landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir viðræður langt komnar um leigu á Herjólfi hinum þriðja til Færeyja í sumar. 

Til stendur að skipið verði notað í ferjusiglingar, en það hefur legið að mestu óhreyft við bryggju í Vestmannaeyjum síðan Herjólfur fjórði var tekinn í gagnið.

Á heimasíðu ríkisútvarps Færeyja stendur að búist sé við að Herjólfur sé væntanlegur þangað til lands um mánaðamótin júní-júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert