Myndskeið: Gosið einkar tilkomumikið í myrkrinu

Teymi á vegum mbl.is heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum í nótt með dróna til að grípa myndskeið af eldgosinu í myrkrinu. Upptaka: Ágúst Óliver Erlingsson.

Eins og sjá má er gosið einkar tilkomumikið að nóttu til og mikill bjarmi sem kemur frá því. 

Ef lagt er við hlustir má heyra dramatíska og spennuþrungna tónlist sem fer vel með gosinu.

Sjón er sögu ríkari en myndskeiðið má sjá hér fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert