Manndráp í Ólafsfirði enn í rannsókn

Manndráp var í Ólafsfirði í byrjun mánaðarins.
Manndráp var í Ólafsfirði í byrjun mánaðarins. mbl.is/Sigurður Bogi

Manndrápsmál í Ólafsfirði í byrjun mánaðarins er enn í rannsókn og ekki er búið að senda málið til ákærusviðs. Þetta staðfestir Arn­fríður Gígja Arn­gríms­dótt­ir, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is.

Upprunalega voru fjórir aðilar handteknir vegna manndrápsins en aðeins einn situr í gæsluvarðhaldi. Landsréttur staðfesti í síðustu viku áframhaldandi gæsluvarðhald og mun sakborningurinn því sæta gæsluvarðhald til 7. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert