Iðn- og tæknimenn funda áfram á morgun

Kristján Þórður Snæbjörnsson, forseti ASÍ, er í forsvari fyrir iðn- …
Kristján Þórður Snæbjörnsson, forseti ASÍ, er í forsvari fyrir iðn- og tæknimenn. Þeir mæta til fundar aftur á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samflot iðn- og tæknimanna hefur ekki slitið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara og forsvarsmenn þess mæta til fundar klukkan 14.00 á morgun í Karphúsinu.

Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins funda enn þá í Karphúsinu og gæti sá fundur staðið yfir fram á kvöld. Vilhjálmur Birgisson, formaður sambandsins, hefur sagt að í dag muni ráðast hvaða niðurstaða fæst í viðræðurnar.

VR hefur slitið viðræðum sínum við SA og var því ekki með á fundinum í dag. Þó er vonast eftir því að samningar náist við SGS og VR samtímis.

mbl.is