Rannsókn lokið við fjárhúsin

Eldurinn kom upp á miðvikudag.
Eldurinn kom upp á miðvikudag. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Lögreglan á Austurlandi hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi bruna sem varð í fjárhúsum að Unaósi í Hjalt­astaðaþing­há á miðvikudag.

Skoðar embættið nú þau gögn sem aflað var á vettvangi.

Bruninn olli umtalsverðu tjóni. Í fjárhúsunum drápust um 250 kindur og tíu geitur og miklar skemmdir urðu á húsunum sjálfum.

Ekki hægt að segja til um orsökina

„Vettvangsrannsókn er lokið en rannsókn heldur áfram og er ólokið,“ segir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Enn sé ekki hægt að segja áreiðanlega til um orsök brunans.

Brunavörnum á Austurlandi barst tilkynningin um brunann rétt fyrir klukkan eitt eftir hádegi á miðvikudag en aðgerðum brunavarna var ekki lokið fyrr en seint um kvöld þann sama dag.

Vel gekk þó að ráða niðurlögum eldsins að sögn varaslökkviliðsstjóra og gafst brunavörum kostur á að nýta til þess læk við bæinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert