Katrín sleit leiðtogafundinum

Leiðtogafundinum hefur verið slitið.
Leiðtogafundinum hefur verið slitið. mbl.is/Kristinn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur slitið leiðtogafundi Evrópuráðsins sem fór fram í Reykjavík. 

Skömmu áður hafði formennskan í Evrópuráðinu verið færð frá Íslandi yfir til Lettlands.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra flutti stutta ræðu þar sem hún þakkaði öllum þeim sem komu að skipulagningu leiðtogafundarins fyrir framlag sitt.

Hún sagði tíma ólgu og óvissu ríkja í heiminum. Þörf sé á alvarlegum viðræðum til að takast á við alvarlega tíma. Lagði hún áherslu á mikilvægi hugrekkis, visku, auðmýktar og leiðtogahæfni í þeim efnum.

„Evrópa þarf að sýna samstöðu þegar kemur að málefnum Úkraínu og við þurfum að sameinast um gildi okkar,” sagði Þórdís Kolbrún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert