Getum brugðist við fjölþættari ógnum

Jónas Gunnar Allansson fyrir miðju á ráðstefnunni í gær.
Jónas Gunnar Allansson fyrir miðju á ráðstefnunni í gær. mbl.is/Arnþór Birkisson

Jónas Gunnar Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sagði á ráðstefnu í gær að ekki væri gagnlegt að endurvekja kaldastríðshugsunarhátt. Heimurinn væri flóknari en svo og fleiri um baráttuna en bara tvö stórveldi eins og þá var. Fleirum sé nú til að dreifa og nefnir hann meðal annars Kína og Indland í því samhengi. 

NATO sterkara nú

Jónas, sem hefur reynslu af starfi NATO, minnist ekki álíka virkni í samvinnu innan bandalagsins, bæði á pólitísku- og hernaðarsviði og nú á sér stað. Hann segir að áður hafi þriðja grein Atlantshafssáttmálans stundum gleymst. Hún kveður á um að aðildarríki eigi að sinna eigin viðbúnaðargetu og nú sé aukin áhersla á að efla bæði hernaðarlega og borgaralega viðnámsgetu. Hann greinir að nú sé verkaskipting skýrari, það er hvaða verkefni NATO eigi að taka að sér og þau sem aðrar alþjóðastofnanir, eins og Evrópusambandið, annist á þessum víðsjárverðu tímum.

Brugðist við nýjum ógnum

Á Ráðstefnu um öryggisumhverfi norðurslóða í Þjóðminjasafninu í gær var velt upp spurningum um hvernig árás Rússa í Úkraínu hefur áhrif á þennan heimshluta. Í frekara spjalli við mbl.is sagði Jónas að mikil vinna hefði átt sér stað í endurmati varnarmála innanlands. Unnið sé að því að geta brugðist betur við fjölþáttaógnum, sem séu ekki endilega bundnar við hernað heldur gætu verið netárás, skemmdarverk, áróður eða njósnir. Hefur viðnám og viðbragð við slíkum ógnum verið eflt.

Mikilvægi Íslands

Hann telur inngöngu Finnlands í NATO og væntanlega aðild Svía styrkja bandalagið enn frekar. Erfiðleikar Rússa í Úkraínu gætu þó aukið enn hernaðarlegt mikilvægi norðurflota þeirra. Óvíst sé nú hvort þetta leiði til aukinna umsvifa Rússa á Norður-Atlantshafi, sem svo aftur hafi áhrif á stöðu Íslands.  

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.

James Fergusson frá Háskólanum í Manitoba flutti erindi.
James Fergusson frá Háskólanum í Manitoba flutti erindi. mbl.is/Arnþór Birkisson
Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ, og Davíð Stefánsson, nýkjörinn formaður …
Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ, og Davíð Stefánsson, nýkjörinn formaður Varðbergs. mbl.is/Arnþór Birkisson
Sendiherrar erlendra ríkja fjölmenntu á ráðstefnuna.
Sendiherrar erlendra ríkja fjölmenntu á ráðstefnuna. mbl.is/Arnþór Birkisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: