Mýrdalsjökull skelfur enn við Kötlu

Jarðskjálfti að stærðinni 3,8 varð í Mýrdalsjökli upp úr klukkan átta í morgun. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu, sá öflugasti að stærðinni 3,3 rúmum 10 mínútum síðar.

Í Kötluöskjunni

Sérfræðingur á náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands segir að skjálftarnir hafi átt upptök sín í Kötluöskjunni. Segir hann þó að jarðskjálftar séu algengir á þessu svæði og að engin sjáanleg merki séu um gosóróa. Þá hafi engin tilkynning borist um að skjálftanna hafi verið vart í byggð.

Uppfært klukkan 14:35

Í upphaflegri frétt kom fram að skjálftarnir hafi átt upptök sín utan Kötlusökjunnar. Það er alls kostar ekki rétt og hefur verið leiðrétt.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert