Ráðuneytin í nýja Landsbankahúsið

Hönnuðirnir fengu innblástur úr íslensku klettalandslagi eins og sjá má …
Hönnuðirnir fengu innblástur úr íslensku klettalandslagi eins og sjá má á einkennandi klæðningu hússins, en það er þakið stuðlabergi. mbl.is/sisi

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið mun færa skrifstofur sínar í nýja Landsbankahúsið við Austurbakka. Tvö ráðuneyti verða því í nýja Landsbankahúsinu, en hitt ráðuneytið er utanríkisráðuneytið eins og áður hefur verið greint frá.

Listasafn Íslands átti að vera með viðveru í norðurhúsinu en vikið hefur verið frá þeim áformum. Landsbankinn sjálfur verður í suðurhúsinu en ráðuneytin í norðurhúsinu.

Áætlaður leigukostnaður var 50 milljónir

Ásdís Halla Bragadóttir, ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, segir í samtali við Morgunblaðið að húsnæðisnefnd Stjórnarráðsins hafi í tvö ár leitað að húsnæði í nágrenni við stjórnarráðsreitinn og að nokkur óformleg tilboð hafi borist sem voru of há.

Áætlaður leigukostnaður í kringum stjórnarráðsreitinn var yfir 50 milljónir króna á ári og var því ákveðið að finna húsakost í húsnæði í eigu ríkisins.

Deila fundarherbergjum

„Lausnin felst í því að í stað þess að utanríkisráðuneytið sé eina ráðuneytið sem staðsett er í Norðurhúsi við Austurbakka þá séu tvö ráðuneyti í húsnæðinu sem er í eigu ríkisins eftir kaup ríkisins á húsnæðinu af Landsbankanum,“ segir Ásdís Halla.

Meira í Morgunblaðinu í gær, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert